Tíminn - 23.12.1944, Síða 13
T í M I N N
13
hann. Ég þyrfti eiginlega að skreppa suður,
áður en við byrjum.
Heldurðu að þú verðir lengi? hvíslaði ég.
Nei, sagði hann glaðklakkalega. Ég verð
ekki lengi. Árakorninu sem ég verð lengi.
Ég þarf bara að ná í hermenn og svipur!
Ég varð svo höggdofa, að ég kom ekki
upp neinu orði, gapti af undrun og vissi
hvorki í þennan heim né annan. Hvað var
á seiði? Hvað hafði maðurinn í hyggju?
Ætlaði hann kannski að snúa sig út úr
hinu sanfeiginlega ráðabruggi okkar?
Það er ekki hrist fram úr erminni að
úyggja pýramída, hélt hann áfram og
skýrði mér þvínæst frá fyrirætlunum sín-
um. Hann sagði, að við þyrftum nauðsyn-
lega á útlendum hermönnum að halda til
þess að smala saman öllu fólki í sýslunni,
öllum hestum og vögnum í sýslunni, en
siðan yrðum við að hneppa menn og konur
í þrældóm, jafnvel börn, auðsýná hvorki
vægð né miskunn, láta þau strita og púla
myrkranna milli, láta hermennina lemja
þau með svipum, fletta þau klæðum og
húðstrýkja þau á sunnudögum. Hann sagði,
að við mættum ekki súta, þótt karlmenn-
irnir yrðu blóðugir á bakinu, kónurnar
veikar og máttlausar, börnin útgrátin og
mögur. Nei, við yrðum að stjórna verkinu
og píska allt áfram með harðri hendi: Við
mjmdum ef til vill ljúka því eftir tíu ár,
ef ekkert bjátaði á. Það var sannarlega
ekki hrist fram, úr erminni að byggja pýra-
mída!
Ég starði á Friðmund Engiljón, meðan
hann talaði, starði á munn hans og skegg,
starði á hendur hans og fætur, en þegar
ég hafði gengið úr skugga um, að hann
var ekki að gera að gamni sínu, gagntók
mig slík ógn og skelfing, að mér fannst
blóðið hverfa úr æðunum.
Hvernig lízt þér á, drengur minn? spurði
Friðmundur Engiljón. Hvernig lízt þér á?
Ég gat ekki svarað honum neinu.
Það er seint að segja amen, þegar allir
djáknarnir eru þagnaðir, tautaði hann í
áminningartón og gaf mér hornauga. Ég
skal kaupa handa þér ágæta svipu með
sterku skafti og langri ól ...
Ég vil það ekki, sagði ég skjálfraddaður
og hnipraði mig saman.
Hvað heyrist mér? skríkti Friðmundur
Engiljón. Ertu að gugna?
Ég vil ekki byggja pýramída.
Viltu ekki byggja pýramída? endurtók
hann og reyndi að herma eftir mér, gretti
sig í framan og setti spotzkan stút á munn-
inn. Ég man ekki betur en þú hafir sjálfur
átt uppástunguna!
Mig langar ekkert til þess núna, sagði ég.
Skelfingar hringlandi geturðu verið!
sagði hann móðgaður. Eitt í dag, annað
á morgun, það er lagið. En ég er ekki viss
um, að þú sleppir svona fyrirhafnarlaust,
drengur minn. Það er alltaf viðkunnan-
legra að standa við orð sín.
Hann smurði kíttið hægar á rúðurönd-
ina, en tók þvínæst pípuna úr vasanum,
tróð miklu tóbaki í brenndan hausinn,
kveikti í og púaði aftur ljósbláum mekkjum
út í hrímkalt morgunsárið. Til hvers er
þessi hlaða? spurði hann.
Hlaða? anzaði ég bjálfalega. Hún er
undir heyið.
En til hvers er fjósið að tarna, nýja
fjósið?
Það er handa kúnum, svaraði ég.
Alveg rétt, sagði hann. Alveg laukrétt!
En til hvers er pýramídi, ljúfurinn minn?
Það þætti mér gaman að vita!
Ég tætti sundur gamlan hefilspón, rjóður
og vandræðalegur, saug ákaft upp í nefið
og fann einhvern titring í hnjáliðunum.
Ég þagði eins og sakborningur.
' Ájæja? sagði hann og dró seiminn. Það
koma vöflur á þig, heyrist mér, enda ljótir
ormar í mysunni og óhreint mjölið í poka-
horninu. Pýramídárnir eru handa Dauð-
anum, lagsmaður. Veiztu það ekki? Pýra-
mídarnir eru musteri Dauðans!
Ég varð svo hræddur, £,ð ég hafði ekki
lengur vald á tilfinningum mínum: ég
missti hefilspóninn úr höndunum, horfði
angurvær niður fyrir fætur mér og sagði
með grátstaf í kverkunum, að ég væri
hættur við allt saman, ég vildi ekki eign-
ast svipu, ég vildi ekki byggja pýramída.
Friðmundur Engiljón lagði frá sér kítti
og spaða, hló upphátt og klappaði mér
vingjarnlega á öxlina, en augu hans stöf-
uðu frá sér hýrum og yljandi geislum. Já-
já, sagði hann kímandi og lék á als oddi.
— við skulum bara hætta við allt saman
og minnast ekki á það framar. Ég hefi
aldrei byggt pýramída nema í huganum,
ljúfurinn minn, aldrei nema í huganum.
Síðan hvarf hann á brott, hvarf út í
fjarlægðina, þaðan sem hann hafði komið,
en skildi • eftir reykingailm í baðstofunni
og bjarta, heillandi minningu. Sumarið
okkar var liðið. Það hafði ekið gegnum
heiðríkjuna og hnigið í faðm haustsins,
faðm eilífðarinnar. Ég sat einmitt við
gluggann og stautaði mig fram úr landa-
fræðinni, þegar fyrstu snjókornin komu
fljúgandi utan úr geimnum og hnigu á
stálfrosna jörðina, hnigu á breiðu og sléttu
túnflötina, þar sem við höfðum áformað
að reisa pýramídann. Guð minn góður!
Það hafði legið við borð, að við hnepptum
alla sýsluna í þrældóm, fengjum vopnaða
hermenn og gaddasvipur til þess að byggja
musteri yfir Dauðann! Ég roðnaði af blygð-
un og fylltist skyndilega Slíku þakklæti
til vinar míns, Friðmundar Engiljóns, að
ég skellti aftur bókinni og hljóp út úr
bænum til þess að fara í eltingaleik við
sjálfan mig og fyrstu snjókornin yfir tún-
flötinni.
SLIPPFÉLAGIÐ
Símar(: 2309 - 2909 - 3009.
Símnefni: Slippen.
í Reykjavík h.f.
Hreinsnm, málnm, framkvæmnm
aðgerðir á stærri og minni skipum
Fljót og góð vinna.
Seknm verzlnn með aliskonar skipa- og byggingarvörnr.