Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 16
16 T í M I N N * skörulegasti, alúðlegasti og skemmtilegasti kvenhöfðingi, sem ég hefi mætt á iífsleið- inni. Og hefir Sólveig, prestsfrúin á Völl- um (systir Sig Eggerz), jafnan verið mér ógleymanleg, þótt ekki hafi ég séð hana nema þetta eina sinn. Við fórum seint af stað frá Völlum, og dagurinn entist okkur ekki inn til Akur- eyrar. Vöktum við upp í Gróðrarstöðinni 05 báðumst gistingar. Var okkur l)ar ágæt- lega tekið, en ónæði gerðum við, því m. a. man ég það, að ung stúlka, sem síðar hefir orðið þjóðkunn merkiskona, gekk úr rúmi fyrir mér, og háttaði ég í það ylvolgt. Jakob Líndal var þá forstjóri Gróðrar- stöðvarinnar, og dáðist ég mjög að, hve vel honum gekk að rækta skóginn o. m. fl. á þessum heldur hrjóstruga stað, sem nú er orðinn einn fegursti og merkilegasti bletturinn á íslandi. Daginn eftir fór ég inn að Grund og gisti þar næstu nótt og tók Magnús bóndi mér hið bezta. Höfðum við Aðalsteinn sonur hans verið bekkjarbræður á Hvann- eyri veturinn áður, og bar ég bréf frá hon- um til föður hans. Stórmyndarlega var hýst á Grund, svo að af bar þá líklega öllum bóndabæjum á landinu. Svo lengi dvaldist mér í Grundarferð- inni, að þegar ég kom til baka um kvöldið var komið aðfall og sjórinn farinn að falla yfir leirurnar innanvert við Akureyri fram af Eyjafjarðará, en þær ætlaði ég yfir. Kvaddi ég í skyndi hin elskulegu systkini, er réðu yfir Gróðrarstöðinni, og þakkaði þeim ágætan beina — og þá ekki sízt ung- frúnni fyrir rúmið, sem hún lánaði mér! En þegar ég kom nokkuð langt út á leir- urnar. var svo fallið að, að klárarnir fóru að synda öðru hvoru, en þar sem við vorum allir þaulvanir að synda, gekk þetta á- gætlega. Þornuðu svo föt mín í sólskin- inu út Svalbarðsströndina. Klárarnir voru viljugir eftir sundið og brokkuðu greið- lega, unz komið var út í Laufás. Þar stanz- aði ég góða stund hjá séra Birni og veitti m. a. sérstaka athygli hinni geysistóru reyniviðarhríslu við bæ hans, sem þá mun vart hafa átt sinn jafningja á landmu. Nú var síðasti áfanginn eftir í hinn væntanlega sumardvalarstaö, H ö f ð a í Höfðahverfi, og hann var á enda nokkru fyrir sólsetur. Eftir níu daga ferðalag, þar af einn dagur til þess að skoða Akureyri og fara inn að Grund, var ferðinni lokið. Hafði minn ágæti vinur og kennari, Páll Jónsson (síðar í Einarsnesi), ráðið mig í Höfða sem kaupamann yfir sláttinn. Var kona hans, Þóra, upp alin þar, og sagði Páll mér, að þetta væri eitthvert allra bezta og myndarlegasta heimilið á Norður- landi. Og mun það hafa verið rétt eins og yfirleitt allt það, sem Páll sagði. í Höfða var aðeins byrjað að slá túnið þegar ég kom þangað, og fór ég strax að slá fyrsta dvalardag minn í hinum nýja stað. Þar var fjöldi fólks, stór og góð húsa- kynni og heimilið allt með óvenjulegum myndarbrag. Bræðurnir, Þórður og Bald- vin Gunnarssynir, ásamt konum sínum (kona Þórðar Guðrún Sveinsdóttir, en kona Baldvins Sigurveig Jóakimsdóttir), bjuggu sameignarbúi í Höfða. Var allt al- gerð sameign hjá þeim. nema konurnar og börnin: Jörð, hús, búslóð, útgerð o. s. frv. Baldvin hafði verið mörg ár í Ameríku á unga aldri og flutt þaðan með sér frjáls- lyndi og víðsýni, en Þórður var heimaal- inn, en líkt og hann væri fæddur höfðingi: myndarlegur, glaðvær, félagslegur og eins og sjálfkjörinn forustumaður. Konurnar og börnin voru elskuleg, þótt samrýmdastur yrði ég Þengli, yngsta syni Þórðar, og Mörtu. elztu dóttur Baldvins, sem bæði voru nálægt tvítugsaldrinum og sérstaklega elskulegir unglingar. Þó að margt fólk væri í Höfða, heyrðist aldrei misklíðarorð allt sumarið. Allir sátu við sama matborð i mjög stórri bórðstQfu, og hafði Þórður stjórn við borð- ið. Var matur bæði mikill og góður og sérstaklega skemmtilegt undir borðum. þar sem Þórður bóndi var jafnan hrókur alls fagnaðar. Hafði hann sérstakt ,lag á að setja gleði- ag félagsblæ á allt heimilis- lífið. Sem dæmi um það, hvað félagsskap- urinn og heimilislífið var gott í Höfða, er það, að önnur húsfreyjan sá um alla bú- stjórnina aðra vikuna, en skilaði henni svo allri af sér á laugardagskvöldum. Þá tók hin við næstu viku og hætti svo í viku- lokin og þannig koll af kolli. Þá vikuna, sem konurnar önnuðust ekki bústjórnina, hugsuðu þær meira um börn sín o. þ. h. og höfðu það hægt pg rólegt. Engjar voru fremur rýra,r í Höfða, en heyjaðist samt sæmilega, því að margt var fólkið og tíðin alveg framúrskarandi góð. Hefi ég aldrei lifað hér á íslandi annað eins sólskins- og blíjðusumar og þetta. Mátti heita, að allt sumarið skini sólin í heiði og varla sæist ský á lofti fram undir fjallgöngur. En þá var hið mesta og versta rigningarsumar á Suðurlandi. Aldrei hefi ég kynnzt nokkru heimili innan lands eða utan, sem hefir verið jafn ágætt og Höfða- heimilið. Þar má segja, að væri flest það samankomið, sem eitt heimili má prýða, en þó einkum sá velvilji og félagsandi, sem ríkti og húsbændurnir gáfu „tóninn“ um. Útgerð ráku Höfðabræður úti á Látrum. Einu sinni kallaði Þórður bóndi til mín á engið árla dags og spurði mig, hvort ég vildi Kaupfélag Vopnfirðínga, Vopnafirðí Selnr • 1 allar vehjulegar nauðsynjavörur og' anuast sölu á flestum tegundnm inn> lentlra afurða. Starfrækir slátnrhús, frystilnis, lifrarbræðsln,.bílaútgerð og' skipaafgreiðslu. ÞiiUhutn félaf/stnönnutn otf öðrutn ritfshipíatnönntitu viðshiptin ot/ r/ott sant- Starf á árinu og óshutn þeim allru heilla á hotnandi ári. &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.