Tíminn - 23.12.1944, Page 27
T í M I N N
27
Hann bjó yfir óvenjulegri kímnigáfu. „Get-
ið þér nú ekki sem Japani sameinað þetta
tvennt?“ spurði hann.
Sadó brosti. „Ekki er ég alveg viss um
það,“ svaraði hann. „En yðar vegna væri
ég reiðubúinn að reyna það, yðar hágöfgi.“
Hershöfðinginn hristi höfuðið. „Ég vildi
nú síður verða tilraunadýrið,“ sagði hann.
Hann varð skyndilega máttfarinn og yfir-
bugaður út af áhyggjum um líf sitt, rétt
eins og embættismaður, sem hlýtur vanda
með vegsemd hverri, — einmitt á þessum
tímum, þegar sigurinn næst í Suður-Kyrra-
hafi. „Það er mikið ólán, að þessum manni
skyldi skola á land fyrir framan húsið
yðar,“ sagði hann viðkvæmri röddu.
„Það finnst mér sjálfum ekki síður,“
svaraði Öadó virðulega.
„Mér þætti bezt, að hann yrði líflátinn
hið fyrsta,“ mælti hershöfðinginn. „Ekki-
af yður sjálfum, — en af einhverjum, sem
þekkir hann ekkert. Sjálfur hefi ég menn
í þjónustu minni. — Segjum sem svo, að
að ég sendi tvo þeirra heim í húsið yðar í
nótt, — eða kannske væri betra að velja
einhverja aðra nótt. Þér þurfið ekki að vita
neitt um þetta. Það er mikill hiti um þessar
mundir, — hvað er eðlilegra en þér rennið
ekki hlerunum í svefnherbergi hvíta
mannsins fyrir þá hliðina, sem veit út
að garðinum, — meðan hann sefur?“
„Auðvitað myndi það vera ofur eðlilegt,“
sagði Sadó. „í raun og veru, er þeim ekki
lokað á hverri nóttu.“
„Ágætt,“ sagði hershöfðinginn og geisp-
aði. „Þetta eru mjög duglegir böðlar, — þeir
gera engan hávaða, — og þeir þekkja að-
ferðina við innvortis-blæðingu. Ef þér vilj-
ið, get ég líka látið flytja hann i burtu.“
Sadó hugsaði sig um. „Ef til vill væri það
bezt, yðar hágöfgi,“ sagði hann og varð
hugsað til konu sinnar.
Síðan gekk hann af fundi hershöfðingj -
ans, heim til sín og hugleiddi áformið. Á
þennan hátt myndi hann verða leystur frá
öllum vanda. Hann ætlaði ekki að segja
Hönnu neitt. Seinna myndi hún verða ótta-
slegin af hugsuninni um morðingjana, sem
verið höfðu í húsi hennar; — en auðvitað
voru þess háttar menn nauðsynlegir í jafn
fullkomnu ríki og Japan. Hvernig gætu
stjórnarvöld ella tekið í lurginn á þeim,
sem vildu setja sig upp á móti þeim?
Hann forðaðist að koma inn í herbergið,
þar sem Ameríkumaðurinn lá, nema að
hann ætti þangað erindi.
Eitt sinn, er hann opnaði hurðina, sá
hann sér til mikillar undrunar, hvar Am-
eríkumaðurinn var risinn úr rekkju og
bjóst til að fá sér göngu úti í garðinum.
„Hvað á þetta að þýða?“ hrópaði Sadó.
„Hver hefir gefið þér leyfi til þess að fara
á fætur?“
„Ég þarf ekki að fá leyfi,“ sagði Tom
glaðlega. „Ég er orðinn gallhráustur aftur.
En skyldu vöðvarnir á þessari hlið verða
svona- stirðir framvegis?"
„Eru þeir það?“ spurði Sadó undrandi.
Hann gleymdi öllu öðru. „Ég hélt ég hefði
nú séð við því.“ Hann lyfti upp skyrtu-
faldi mannsins og horfði á gróandi örið.
„Það læknast við nudd, ef það skánar ekki,
þegár þú ferð ^ð hreyfa þig.“
„Ég vil nú ekki, að þér gerið yður of
mikla fyrirhöfn mín vegna,“ sagði piltur-
inn. Unglingslegt andlit hans var þakið
stuttri skeggló, ljósrauðri.
„Heyrið mig, læknir. Það er dálítið, sem
ég þarf að segja við yður. Hefði ég ekki
fyrirhitt Japana, eins og yður, — þá væri
ég ekki í lifandi manna tölu í dag. Ég er
mér þess meðvitandi.“
Sadó hneigði höfuðið, en gat ekki svarað.
„Vissulega veit ég það,“ hélt. Tom áfram
einlæglega. Hvítar, þunnleitar hendur
hans, sem gripu utan um stólbríkina, voru
hvítar á hnúunum. „Ég hugsa, að ef allir
Japanar væru eins og þér eruð, hefði aldrei
komið stríð.“
„Kannske“, sagði Sadó með erfiðismun-
um. „En annars hugsa ég, að þú hefðir
betra af því, að fara aftur í rúmið.“
Hann hjálpaði piltinum til þess að fara
niður undir aftur, hneigði sig og bauð
góða nótt.
Sadó svaf illa þessa nótt. Klukkustund-
um saman vakti hann og bjóst við því að
heyra þrusk eða fótatak; hljóð frá brotn-
andi trjágrein eða steini, sem hefði verið
komið við úti í garðinum; hljóð, sem benti
á, að einhver yæri að rogast með þunga
byrði.
Næsta morgun fannst honum nauðsyn-
legt að fara inn í herbergi gestsins fyrst
af öllu. Væri Ameríkumaðurinn farinn,
gæti Sadó auðveldlega sagt Hönnu, að þessu
hafi hershöfðinginn komið í kring. En þeg-
ar hann opnaði dyrhar, komst hann brátt
að raun um, að ekkert hafði gerzt um nótt-
ina. Þarna hvíldi lubbalegt, rauðbirkið and-
lit á koddanum. Hann gat heyrt rólegan
andardrátt hins sofandi manns. Og hann
lokaði hurðinni hljóðlega aftur.
„Hann ;sefur,“ sagði hann við Hönnu.
„Hann hlýtur að vera orðinn nær því
hraustur aftur, úr því hann getur sofið
svona vært.“
„Hvað eigum við að gera við hann?“
spurði Hanna í hálfum hljóðum.
Sadó hristi höfuðið. „Ég verð að gera út
Höfum á boðsiólum
ilestur fáanletfur tegundir af erlendum og innlendum nauðsynjavörum.
TöUum í umboðssölu dllur inulendar afurðir.
* ' ' i i
Félafísmönnum oUUar o«; öifrum viðsUiptamönnum ósUum við
#
GÍÆMLEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR A KORAJXM ÁRI.
ip
.