Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 28

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 28
28 T í M I N N um það á morgun eða hinn daginn," sagði hann., En auðvitað hugsaði hann sem svo, að næstu nótt myndi áformið verða fram- kvæmt. Það hvessti þá nótt, og hann hlust- aði á brak í svignandi trjágreinum og á vindylfrið milli veggjanna. Hanna vakti einnig. „Ættum við ekki að fara og láta aftur hlerana hjá sjúklingn- um?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði Sadó. „Hann er orðinn fær um að gera það sjálfur.“ En næsta morgun var Ameríkumaðurinn enn á sama stað. Þá hlaut þetta að verða framkvæmt þriðju nóttina. Eftir storminn kom rigning, og garðurinn fylltist lágværum nið af Vatn- inu, sem draup af upsum hússins og frá rennandi lækjum. Sadó svaf lítið eitt, en vaknaði við brakhljóð og stökk á fætur. „Hvað var þetta?“ hrópaði Hanna. Ung- barnið vaknaði við orð hennar og tók að gráta. „Ég verð að fara og gæta að þessu.“ En hann hélt henni kyrri og vildi ekki að hún hreyfði sig. „Sadó!“ hrópaði hún. „Hvað gengur að þér?“ „Ekki fara!“ tautaði hann lágt. „Ekki fara!“ Kjarkleysi hans hafði áhrif á hana, og hún stóð kyrr og greip andann á lofti. Allt var kyrrt. Þau lögðust aftur fyrir og barnið lá á milli þeirra. ’ Þegar hann opnaði dyrnar að herbergi gestsins um morguninn, var hánn þar enn- þá. Hann var hinn kátasti og hafði lokið við að þvo sér, nýkominn á fætur. Daginn áður hafði hann beðið um rakhníf og hafði nú rakað sig sjálfur. Örlítill roði hafði færzt í kinnar hans. „Mér líður ágætlega," sagði hann glaður í bragði. Sadó vafði slopp sínum að sér. Honum var órótt innanbrjósts. Hann sá, að hann gat ekki þolað þetta eina nótt í viðbót. Þetta var ekki ætlunin. Hann var ekki þess virði að hlífa honum svona. „Þú ert hraustur,“ sagði Sadó. Hann lækkaði röddina. „Þú fert það hraustur nú orðið, að ég hugsa þú gætir vel róið út í litlu eyjuna, sem liggur hérna skammt undan ströndinni, ef' ég setti út bát fyrir þig í kvöld og útbyggi þig með matvæli og aukaklðeðnað. Eyjan er það nærri ströndinni, að það hefir ekki þótt taka því að víggirða hana. Hún er óbyggð vegna þess, að þar flæðir yfir, þegar stormar eru. En nú er storminum ekki til að dreifa. Það er ekki hans árstíð nú. Þú gætir dval- ið þar, þangað til þú sæir fiskibát frá Kóreu fara þar fram hjá. Þeir fara rétt hjá eyjunni, því að sjórinn þar er margra faðma djúpur.“ Ungi maðurinn horfði á hann, án þess að skilja hann fullkomlega. „Verð ég endi- lega að gera þetta?“ spurði hann. „Ég býst við því,“ sagði Sadó og var kurteis. „Þú skilur, — það er alls ekki á almanna vitorði, að þú dvelur hér.“ ’ Ungi maðurinn hneigði höfuð sitt til merkis um það, að hann skildi fullkomlega, við hvað Sadó ætti. „Þá það,“ sagði hann einfeldnislega. Sadó sá hann ekki aftur fyrr en um kvöldið. Strax og orðið'var skuggsýnt, dró hann bát niður að flæðarmálinu og kom fyrir í honum matvælum og vatnsflösku, sem hann hafði keypt fyrr um daginn svo lítið bar á, ásamt tveim ábreiðum, sem hann hafði keypt í veðlánsbúð. Hann festi bát- inn við stólpa úti í sjónum, því það var flóð. Það sást ekki til tunglsins, og Sadó vann að þessu án þess að hafa hjá sér ljósker. Þegar hann kom aftur heim í hús sitt, • lét hann sem hann væri að koma frá lækn- isstörfum sínum, og Hanna vissi ekki um neitt. „Yunú kom hingað í dag',“ sagði hún um leið og hún bar fram kvöldverðinn. „Hún táraðist yfir vöggu barnsins," sagði hún og stundi. „Hún saknar hans svo mikið.“ „Þjónustufólkið kemur aftur, strax þeg- ar útlendingurinn er farinn,“ mælti Sadó. Þetta kvöld gekk hann inn í herbergi gestsins, á.ður en hann fór til svefnher- bergis síns, og mældi hita sjúklingsins, at- hugaði sárin og aðgætti gang slagæðarinn- ar og hjartsláttinn. Slagæðin sló óreglulega, en það gat verið vegna geðæsingar. Ungi maðurinn beit fast saman fölleitum vörun- um og augu hans glömpuðu óeðlilega. En örin á hálsi hans voru blóðrauð. ;,Mér finnst þér vera að bjarga lífi mínu í annað sinn,“ sagði hann við Sadó. „Alls ekki,“ svaraði Sadó. „Það eru bara óþægindi að því að hafa þig hér lengur.“ Góða stund var hann á báðum áttum með það, hvort hann ætti að láta piltinn hafa með sér ljósker. En að lokum ákvað hann að láta honum það í té. Það var lítið ljósker, sem hann átti sjálfur og notaði jafnan, þegar hann var kallaður til sjúkl- inga að næturlagi. „Ef fæði þitt þrýtur, áður en þú getur náð til nokkurs báts,“ sagði hann, „þá sendu mér tvö ljósmerki, skömmu eftir að sól er gengin undir. Mundu, að senda ekki ljósmerkin í myrkri, því þá sjást þau. En ef allt er í lagi hjá þér, og þú ert enn á eynni, þá sendu mér aðeins eitt ljósmerki. Það verður auðvelt fyrir þig að ná þér í Skagaströnd tJtvegum allar vcnjnlegar verzlunarvörur. Tökum allar iimlcndar vörur til sölu. Ávöxtum sparifé félagsmanna I Innlánsdcild. Félutfsmenn, minnist þess, uð sumvinnuhreyfintiin í Inndinu, er ein hin fur- sœlustu oy þýðintjurmestu félutfssturfsemi, sem hér er rehin. í hvcrju héruði á ‘íslundi mtí sjjá þess tnerhi, uð hún vinnur uð réttlátri verzlun, bœttum hug o<f uuhinni menninqu fólhsins. \ 1 • • Kaupfélagið óskar öllum viðskiptamönnum sínum árs og friðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.