Tíminn - 23.12.1944, Síða 31
\
T í M I N N 31
SIMUX AV SKARÐI:
Y. U. Hammershaimb
Vencelaus Ulricus Hammershaimb fædd-
ist að býlinu Steig í Sandavogi í Færeyjum
hinn 25. marz árið 1819. Faðir hans var
Jörgen Frantz Hammershaimb, síðasti lög-
maður Færeyja.
Steig og Steiggarður er nöfn, sem vekja
margar sögulegar minningar í hugum allra
sannra Færeyinga, margar bjartar endur-
minningar, en einnig margar þungbærar
og dapurlegar endurminningar. Steiggarð-
ur var í hálfa þriðju öld lögmannssetur
Færeyja. En árið 1816 var lögþing Færeyja,
sem starfað hafði í nær hálfa tíundu öld,
lagt niður, og jafnframt var lögmanns-
embættið að sjálfsögðu einnig lagt niður.
Efalaust hefir Hammershaimb orðið hugs-
að um þetta strax og hann var kominn til
slíks þroska, að ástin til ættarlandsins var
vöknuð hjá honum og þá og þráin að
kunna skil á sögu lands síns og þjóðar.
Auðvitað hefir honum verið það ljóst, að
það, sem gerðist árið 1816, var ógæfa fyrir
Færeyjar: lögmannsembættiþ hafði verið
lagt niður og hið forna lögþing var horfið
á braut! Hafði ekki hinn rauði þráður í
sögu lands hans og þjóðar verið rofinn
með þessu — hinn rauði þráður, sem unnt
var að rekja aftur í fornöld, allt aftur á
tíundu öld?
Hammershaimb sá allt þetta, og það mun
hafa orkað mjög á hug hans. Það er fyllsta
ástæða til þess að ætla, að einmitt hann,
sem fæddist á hinum fræga sögustað og
var sonur síðasta lögmanns eyjanna, hafi
séð þetta enn skýrar og fundizt þetta enn
átakanlegra en aðrir. En hann lét það eng-
an veginn henda sig að lifa í sjúklegum
harmi vegna þess, sem til óheilla horfði.
Hins vegar vaknaði í huga hans innileg
þrá til þess að bæta það, sem aflaga hafði
farið, tengja saman að nýju það, sem rofn-
að hafði og reisa það aftur, er hrunið hafði
til grunna vegna örðugleika og ófarnaðar.
Hann þráði að hefja markvisst starf fyrir
heill og hamingju Færeyja, starf, sem ætti
rætur sinar í fornri menningu Færeyinga
sér í lagi þó hyað varðaði þjóðtungu þeirra
og bókmenntir.
Hammarshaimb var aðeins ársgamall,
þegar faðir hans lézt. Tveim árum síðar
fluttist móðir hans með börn sín til Þórs-
i hafnar og tók sér, þar bólfesíu.
Það kom í ljós þegar, er Hammersha-
imb var barn að aldri, að hann var gæddur
hug og dug til þess að láta nytjastörf til
-i sín taka. Þegar hann var tólf ára gamall,
var hann sendur til Kaupmannahafnar
til náms, og þar lauk hann stúdentsprófi
árið 1839. Hann hóf því næst nám við
háskólann og las guðfræði, þar eð svo var
til ætlazt, að hann yrði prestur. Hann lauk
prófi í guðfræði árið 1847, en þó liðu átta
ár, unz hann gerðist prestur í Færeyjum.
Árin, sem Hammershaimb dvaldist í
Kaupmannahöfn, voru um margt hin
merkilegustu. Um- þær mundir fór um
Norðurálfu frelsisandi, sem vaknað hafði
við byltinguna í Frakklandi. Hvarvetna
var áhugi vakinn fyrir menntun og þjóð-
ræði. — Einræðið var víðast hvar á fall-
anda fæti. Og bylgjur þær, sem risu meðal
forustuþjóða Norðurálfu, bárust einnig til
Danmerkur.
En jafnframt því, sem þjóðirnar tóku
að krefjast aukins stjórnmálafrelsis sér til
handa, vaknaði og meðal þeirra þrá til
þess að vernda og varðveita þjóðlegar minj-
ar og þjóðleg sérkenni og byggja fræðslu
sína og menningu á sögulegum og þjóðleg-
um grunni. -í flestum löndum Norðurálf-
unnar söfnuðu mikilhæfir vísindamenn
sögnum. málsháttum, þjóðvísum og öðrum
slíkum fróðleik. Ýmis tungumál, sem til
þessa höfðu aðeins lifað á vörum fólksins
og enginn gaum gefið, voru nú rannsökuð
af alúð og kostgæfni, hlutu hrifni og virð-
ingu og voru brátt notuð af lærðum sem
leikum í ræðu og riti.
Hammershamb virðist ekki hafa haft
sérstakan áhuga fyrir stjórnmálum, en því
meiri var áhugi hans fyrir hinni almennu
fræðslustarfsemi, sem til var efnt í hinum
ýmsu lönd^m. Hann var gæddur eldlegum
áhuga fyrir Færeyjum, fyrir færeysku þjóð-
inni og sérkennum þeim, er hún átti sér
og ollu sérstöðu hennar meðal þjóðanna.
Hann fylgdist af kostgæfni með starfi því,
sem vísindamenn og föðurlandsvinir ann-
arra þjóða höfðu með höndum. Og því fór
alls fjarri, að sjóndeildarhringur hans væri
þröngur. Hann kunni skil á starfi því, sem
bræðurnir Jakob og Wilhelm Grimm unnu
á Þýzkalandi — starf, sem reyndist
hafa geysimikla þýðingu fyrir fræðslu og
vísindi. Hann kunni og glögg skil á starfi
því, sem Afzelíus hafði unnið með því að
safna sænskum þjóðvísum og í ritum hans
er hins merka Svía oft minnzt. Hann þekkti
og mjög vel til íslenzkrar tungu og íslenzkra
bókmennta og átti marga góðvini meðal
íslendinga.
En sér í lagi fannst þó Hammershaimb
mikið til um skáldið og vísindamanninn
Ivar Aasen. Ivar Aasen var sex árum eldri
en Hammershaimb og gaf út hin merkustu
rit sín einmitt á þeim árum, er Hammers-
haimb dvaldist í Kaupmannahöfn. Það er
sízt að undra, þótt rit Aasens slík sem
„Málfræði í norsku landsmáli", sem kom
út árið 1848, og „Orðabók yfir norskt lands-
mál“, sem kom út árið 1850, hafi haft mikil
áhrif á Hammershaimb. Rit þessi má með
sanni telja merkilega vegvísa öllum þeim,
sem kynna vilja sér menningarsögu Noregs.
Þau hafa flestum öðrum ritum fremur
visað leið til þjóðlegrar, norskrar menn-
ingar.
Þegar Hammershaimb hafði kynnt sér
rit Aasens, sá hann betur en nokkru sinni
fyrr, hversu mjög móðurmáli hans hafði
verið vanrækt. Enn hafði enginn reynzt
þeim vanda vaxinn að bera hinn mikla
bókmenntalega fjársjóð, sem móðurmál
hans bjó yfir og lifað hafði á vörum þjóð-
arinnar gegnum aldirnar, fram í dagsljós-
ið. En hann unni móðurmáli sínu eins og
móðir ann barni sínu, og ásetningur hans
var sá að helga starfskrafta sína viðgangi
þess, svo að það yrði ekki í framtíðinni
einö konar umskiptingur, heldur glæsilegt
ungmenni, sem engan veginn þyrfti að
skirrast við að skipa bekk meðal hinna
norrænu bræðra sinna. Það er athyglis-
vert að gefa því gaum með hvaða hætti
hann ávarpar hina íslenzku frændur sína
í formálanum að málfræði sihni í færeysku,
er prentuð var í „Annálum norrænnar forn-
fræði og sögu“ árið 1854: „Gerum okkur
í hugarlund, hver vera mundi hlutur ís-
lenzkunnar nú, ef hún hefði ekki verið
kennd við lærða skólann sem móðurmál
nemenda hans, ef embættismennirnir hefðu
ekki talað og ritað hana, ef íslenzka þjóðin
hefði orðið að syngja og tala dönsku í kirkj-
unum og aðeins heyrt dönsku af vörum
prestanna. Þegar hinir íslenzku frændur
okkar hyggja að þessu, munu þeir vissu-
lega verða sumburðarlyndír við Færeyinga,
þó að hið fagra og forna mál okkar hafi
afbakazt og afskræmzt af völdum þeirra
erfiðleika, sem því hafa mætt. Ég er þess
meira að segja fullviss, að það er fyllsta
ástæða til þess að undrast það, að tunga
Færeyinga skuli ekki hafa breytzt meira
frá fornmálinu en raun ber vitni, þegar
tillit er tekið til allra aðstæðna." Og á
öðrum stað í þessum sama formála kemst
hann að orði á þessa lund: „Danskan hefir
þannig verið ríkjandi mál í Færeyjum í
ræðu sem riti frá því á miðri sextándu
öld. Um þriggja alda skeið hafa prestarnir
í Færeyjum predikað á dönsku, og Færey-
ingar hafa eigi aðeins orðið að skilja dönsku
heldur og að geta talað dönsku til þess að
verða fermdir. Það er því sízt að undra,
þótt færeyskan hafi smám saman fyrnzt
sem ritmál, enda þótt Færeyingar hafi
allajafna notað móðurmál sitt í daglegu
tali sín í millum."
Ætlun Hammershaimb var sú að vinna
móðurmáli sínu fullan og óskoraðan rétt
í ættlandi sínu, og hann taldi það köllun
sína að leggja grundvöll að færeysku rit-
máli og bókmenntum, svo að kynslóðir
framtíðarinnar gætu tekið við þar sem
hann yrði frá að hverfa og fullkomnað
það starf, sem hann hefði hafið. Hann
taldi það og köllun sína að færa Dönum
og hinum Norðurlandaþjóðunum,—já, ger-
völlum heiminum heim sanninn um það,
að Færeyingar ættu sér hreint og heil-
steypt mál, og að það væri ávinningur fyrir
hinar Norðurlandaþjóðirnar.i ef þessu máli
yrði sýnt verðskulduð ræktarsemi og virð-
ing jafnframt því, sem því hlotnuðust þau
réttindi, er það átti skilyrðislausan kröfu-
rétt á að fá notið og að það væri tjón fyrir
samnorræna menningu, ef það væri van-
rækt og vanvirt.
Hann naut þeiri’ar hamingju að fá notið
velvilja og skilnings, og var honum á ýms-
an hát.t veitt fullttingi til þess að vinna
verk það, sem átti hug hans allan. Þess
skal getið, að það var danskur maður, sem
sér í lagi kom til liðs við hann og átti efa-
laust með ýmsum hætti mikinn þátt í
þeim velvilja, sem Hammershaimb átti að
fagna. Það var Svend Grundtvig. Þessi.
merkilegi þjóðkvæðasafnari gerðist góð-
vinur Hammershaimb og veitti honum
margvíslega aðstoð í starfi hans.
Árin frá 1845 til 1855 voru sá tími, er
Hammershaimb varð mest úr verki. Hann
safnaði á þessum árum miklum fjölda
kvæða, sagna, málshátta, einkennilegra
orðatiltækja, gátna, þjóðsiða, leikja, barna-
ljóða og annars slíks fróðleiks. — Megin-
hluta efnis þessa safnaði hann á tveim
ferðum, sem hann tókst á hendur um
Færeyjar á námsárum sínum.
Maður hlýtur að undrast það, hversu
miklu efni Hammershaimb tókst að safna,
en jafnframt og eigi síður hlýtur maður
að undrast það, hversu glöggur hann var
í vali þessa fróðleiks. Til þessa hafði raun-
in verið sú, að mál og hugsunarháttur
Færeyinga hafði verið öðrum óþekkt. Það
var eins og þykk þoka hvíldi yfir Færeyjum,
svo að umheimurinn hafði ekkert af hinn-
um andlegu dýrgripum Færeyinga að segja
— og raunar ekki Færeyingar sjálfir heldur.
En Hammershaimb líkist æskumanninum
í ævintýrinu, sem með ást og þrautseigju
%