Tíminn - 23.12.1944, Side 39

Tíminn - 23.12.1944, Side 39
T í M I N N 39 ADINE GEMBERG: VITRUN. f Smásaga — INGVAR BRYNJOLFSSON þýddi. Það er rökkur í kirkjunni. Þykk, grá reykský hjúpa rauða glerlampann, sem olíuljós lampans eilífa blaktir á. Eins og blóðbogi streymir rauða ljósið niður yfir hvít klæði nunnunnar, sem krýpur frammi fyrir hliðarkapellunni. Grannir fingurn- ir kreppast um kropsinn á talnabandi henn- ar. Meðan hún biðst fyrir heitt og inni- lega, þrýstir hún honum að vörum sér, aftur og aftur, unz málmurinn logar, unz fölar varir hennar glóa sem purpuri. Sjúk- legur logi brennur úr augum hennar, skær- um og djúpum. Fegurri en nokkur kona í veraldlegum búningi getur verið er þessi granna ung- meyja með mjúku, svörtu slæðuna, sem hrynur niður höfuð hennar, með dúnmjúku nunnuhendurnar, með brennandi, rauðu varirnar i náfölu tignu andlitinu' sem ekki virðist lengur lifandi — nema þessi augu, — þessi augu---------, starandi horfa þau á mynd frelsarans yfir altarinu, þar sem hann er að blessa. Klæði hans eru hvít, skósíð og hrynja í fellingar eins og reglu- búningur „kvennanna, sem að eilífu veg- sama drottinn“ — og eiga þessa klaustur- kirkju. Hin æskufagra mánnvera á mynd- inni lyftir höndum, — brosandi, — bless- andi---------. V „Líf!“ — hvísla heitar varir hennar. — Með þjáningarfullri þrá horfir hún upp til hans. Sál hennar, skilningarvit hennar lykjast um þessa veru, þessa geislandi lokfea, þessi þreytulegu, dreymandi augu — allt annað en myndin leysist upp, hverfur. Kirkjan -verður eitt þokuhaf. í gráum bylgjum og lifandi, alsett blóðrauðum ljósstjörnum, berast reykelsisskýin um —, nei, það eru engin reykelsisský, þetta er orðið að skýjum himinsins, og út úr þeim geislar ásjóna frelsarans niöur á meyj- una, sem bæn sína gerir. „Líf!“ :— stama varir hennar í hinum sterka mætti trúarinnar í fullkominni sefjun máttugs og einbeitts vilja. — Ég veit, aö þú lifir — það hefir mér verið kennt —, ég hef ekki orðið brúður ein- hvers, sem dáinn er, — ég vil ekki vera' hofgyðja skurðgoðsmyndar, — nei — nei —. himnabrúður 'éinhvers lifandi. Lif, ef þú elskar mig, eins og ég elska þig!-------“ Frelsarinn brosir. Hægt bærast felling- arnar á hvítum klæðum hans. Eða eru það aðeins blaktandi ljós lampans eilífa, svifandi þokuslæður rökkursins? Skefjalaus ástríða logar úr uppglenntum augum þessa línhvíta stúlkuandlits, er ljós lampans fellur á. Með trylltri eftirvænt- ingu, með titrandi fögnuði sér hún hreyf- ingar hans, hún finnur, hvernig hendur hans síga niður —— já, hún finnur það, því að það leggur kraft frá honum, segul- straum, er beinist að henni, er lyftir upp höndum hennar með óniótstæðilegu afli — fril móts við hendur hans. Hún reynir að draga að sér hendur sínar — árangurs- laust, — óskiljanlegur máttur togar í þær. Hún heldur hún talnabandi sínu hátt yfir höfði'sér í áttina að altarinu. Daufir glampar leika um fingjurgóma hennar. Þeir eru vekki eins bjártir og fosfór, þeir eru aðeins-eins og skinið, sem hið bjarta hörund stafar frá sér, eins og bjarmi frá daufskyggðum perlum. „Vitrastu mér, svo að ég geti borið þér vitni, herra,“ stamar sál hennar------, hún veit ekki, að orðin þokast fram yfir varir hennar, að hvísl hennar berst sem léttur niður um kirkjuna og endurómar frá hvelf- ingunni, frá grafhvelfingunni bak við alt- arið, út úr þokuhafinu, ,sem leikur um -rauða logann, — „Vitrastu mér, — elska mig, eins og ég elska þig og tilbið ------- líf! — —“ Hún opnar faðminn og hallar sér aftur á bak, sæla skín út úr ásjónu hennar, sem veit að myndinni. Síðan lokast hin leiftr- andi augu, hinar heitu varir fölna. Hún sér ekki kristmyndina lengur, —— hún finnur hana.----------, , Það leggst eitthvað eins og mara yfir barm hennar, eitthvað nístandi kalt, er kemur henni þó til að fuðra upp. Hin yfir- náttúrlega vera hvílir við hjarta hennar, og varirnar, hinar. ínjúku, brosandi og blessandi varir unglingsins leita þeiúra heitu vára, er hvísluðu að honum: „lif“, sem með viljaorku sinni knúðu hann til að taka á sig þessa blekkingarmynd. Ungmeyjan fálmar út í þokuhafið," sem ólgar um hana, án þess að finna tak, hún er gripin skyndilegum ótta frammi fyrir blóðrauðu ljósinu, sem stðypist sem örvar niður fyrir sjónum hennar. Með ópi fellur hún áfram, enni hennar lendir á marmara-~ þrepi altarisins. — Nótt! Ljósker varpar gulleitu, blaktandi skini yfir steinflísar kirkjunnar, yfir hvítan líkama stúlkunnar, sem liggur eins og örend við altarið. Nokkrar nunnur reisa hana upp, og ávalt, vingjarnlegt andlit abbadísarinnar^-lýtur niður að meyjunni, sem er að vakna. „Hann lifir“, — brennandi augu hennar hvarfla til gullrammans, þaðan sem mynd frelsarans, máluð stirðlega og á hefðbund- inn hátt, horfir brosandi og blessandi niður til þeirra, — í klæðum reglunnar. — — ,,Vissulega dóttir mín,“ svarar abbadís- iii, um leið og hún fylgir augnaráði hennar, „vissulega — hann lifir“-------. Og ósjálfrátt muldra allar nunnurnar einni röddu: „Hann lifir — frá eilífð til eilifðar." GLEÐILEG JÓL ! Belgjagerðin GLEÐILEG JÓL ! VerUsmiðýuútsalan | Gefiun — Iðunn i i 1 GLEÐILEG JÓL ! Prentmyndagerðin, Ólafur Hvanndal, Laugaveg 1 V- ! GLEÐILEG JÓL ! HAMAR h.f. GLEÐILEG JÓL ! Sfóhlœðagerð tslands ©ícbxíeg jóí! Prjónastofan Hlín Laugaveg 10.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.