Tíminn - 23.12.1944, Side 41
t
T í M I N N V 41
Gísli Jóhannsson, skipasmiður, Bíldudal:
Ferð yiír heiði íyrir íjörutíu árum
Um síðastliðin aldamót voru samgöngur
fjarða á milli með nokkuð öðrum hsetti og
meiri örðugleikum bundnar en nú eru þær,.
og ekki sízt að vetrarlagi. Kaupstaðaferðir
voru þó alltíðir, því að fæstir bændur voru
þá svo efnum búnir, að þeir á haustin gætu
birgt sig yfir allan veturinn til næsta vors.
Varð því þröng í búi hjá mörgum, þá er
halla tók vetri. Var þá eigi annars kostur
en að leita til næsta kauptúns, annað-v
hvort á sjó eða landi, til þess að reyna að
ná í einhverja lífsbjörg. Ef um landveg
var að ræða, varð að leggja á bakið það
sem fékkst. Var þá stundum yfir eina eða
fleiri heiðar að fara, en færð oftast ill og
veður öll válynd um hávetur. Voru og þess
dæmi, að menn yrðu úti með bagga sína
á heiðum uppi og bein þeirra fyndust löngu
seinna. Fleiri voru þó þeir, er heppnaðist
að ná aftur til heimila sinna, en þó oft
kaldir og illa/til reika. Slík voru kjör hinna
eldri kynslóða, og mundi mörgum hinna
yngri manna nú á dögum, er vanizt hafa
þægindum og tækni nútímans illa í brún
bregða, væru þeir tímar aftur komnir.
Sem lítið dæmi hins ofanritaða, er smá-
saga> sú, er hér fer á eftir:
Veturinn 1899—1900 átti ég heima á
Hrísnesi á Barðaströnd hjá foreldrum mín-
um, Jóhanni Einarssyni og Guðrúnu Gísla-
dóttur. ‘Ég var þá á 16. ári. Faðir minn
JÓLAHJAL
Framhald af 9. síðu
Það er margt, sem gerzt hefir á öllum
þessum árum. Hvíhkur urmull af mönnum,
sem lifað hata — og dáið. Jafnvel hann
sjálfur á víst einhverntíma að deyja. Pabbi
og mamma hafa lifað framundir hálfa öld,
og afi og amma tuttugu til þrjátíu árum
lengur. Fyrir hundrað árum vp,r enginn
maður til, sem nú er í sveitinni, í kirkju-
garðinum hvíla allir þeir, sem lifað hafa í
þúsund ár, og mjöllin breiðir yfir þá sitt
mjúka lín hverja jólanótt, því að á jóla-
nóttina hugsar maður sér jörðina helzt
þakta nýföllnum snjó. En himinninn á að
vera heiður, og stjörnurnar eiga að blika á
hinni eilífu hvelfingu, sem er svo stór og
víð, að lítill drengur vill ekki hugsa um
það. Hann vill ‘heldur hugsa um stjörnu-
vitringana, sem tindraði yfir heitu landi,
þar sem laufin eru græn.
EN ÞEGAR ÁRIN FÆRAST YFIR hverf-
um við á fiíhd minninganna í draumi eða
yöku. Matthías kvað:
„Fullvel man ég fimmtíu ára sól,
fullvel man ég hálfrar aldar jól,
man það fyrst, er sviptur allri sút
sat ég barn með rauðan vasaklút.“
Qg enn kvað hann:
„Lát mig horfa á litlu kertin þín;
ljósin gömþi sé ég þarna mín;
ég er ennþá jólaborðin við;
ég á enn minn gamla sálarfrið.“
UM VÍÐA VERÖLD þrá menn jólafrið,
.frið í sál. frið á jörðu.
var hraustménni að burðuní og fannst fátt
um þroska okkar sona sinna, og fékk ég
ósjaldan að heyra það, að aldrei mundi ég
maður verða, og varð það fyrst um sinn
ekki til að auka kjark minn og sjálfstraust.
Það var komið fram í janúarmánuð, og
farið að sneyðast um matvörubirgðir hjá
okkur sem fleirum. Var þá afráðið að senda
mig til Patreksíjarðar eftir matvöru, kaffi
og sykri. Það sem ég átti að sækja, var 8
fjórðunga (40 kg.) þungi, og ætlaðist faðir
minn til, að ég bæri það í tveimur ferð-
um, 4 fjórðunga í ferð. Lagði ég síðan af
stað í þessa fyrri ferð mína. Heiði sú, er
ég þurfti yfir að fara, heitir Kleifaheiði, og
er hún um 500 metra yfir sjó og liggur
vegurinn niður að botni Patreksfjaröar,
en síðan er um 14 kílómetra leið út með
sjónum út að Patreksfjarðarkaupstað.
Færð var vond og- tíðarfar stirt. Hélt ég
nú til Patreksfjarðar og gisti þar um nótt-
ina. Daginn eftir, þá er ég tók út vöruna,
datt mér í hug að reyna að bera hana alla,
svo ekki þyrfti ég að fara fleiri /ferðir, en
sýndist þó sem óráð mundi vera. Ég réð
það þó áf og lagði af stað með bagga minn.
Var þá ciegi tekið að halla. Komst ég að
Hlaðseyri, sem er rúma 8 kílómetra
fyrir innan verzlunarstaðinn, og gisti þar
y'- um nóttina.
Um morguninn beiddi bóndinn mig að
róa með sér inn að Skeri, bæ sem er hinu
megin við fjörðinn að vestanverðu, og
kvaðst hann í staðinn skyldi lána mér
dreng til að bera með mér inn að Ósunpm,
sem eru fyrir fjarðarbotninum. Ég gerði
svo, og þegar við komum aftur, lánaði
hann mér dreng, sem bar með mér inn að
Ósum. Skyldum við þar og fór hvor okkar
sína leið. Var þá veður tekið að spillast.
En er ég hafði gengið um hríð, skall á
norðan kafaldsbylur með grimmdarfrosti.
Þóttist ég nú illa staddur með átta fjórð-
unga bagga í slíku veðri. Hvíldi ég mig
nú lítið eitt undir vörðu og hugsaði ráð
mitt. Voru nú aðeins tveir kostir fyrir
hendi: annar sá að skilja baggann eftir og
reyna að bjarga mér til byggða laus og lið-
ugur, vitandi það, að lífsbjörg þessi handa
heimili okkar yrði ónýt. Þótti mér sú leið
ófær og mundi ferð mín þykja hin hæði-
legasta, einkum þar sem ég hafði brotið
boð föður míns og talið mig meiri mann
en ég að líkindum væri. Hinn var sá að
halda áfram með bagg^nn og láta skeika
að sköpuðu, þótt.útlitið væri allt annað en
glæsilegt. Það hafði hent fleiri en mig að
verða úti, og væri betra að deyja með
sæmd. En hér var lítili tími til umhugs-
unar. Ég var orðinn sveittur og sló fljótt að
mér. Það undraði mig þó, að ég fann ekk-
ert til kulda á þeim vanga er í veðrið
sneri. Ég réð nú af að halda áfram. Móðir
mín var trúkona, og varð ég þ.ví snemma
fyrir þess konar áhrifum. Ég þóttist vita,
að guð hefði gert meiri kraftaverk en það,
að leiða mig lífs og heilan til byggða, þótt
óvænlega áhorfðist. Ég bað hann því með
barnslegu hugarfari að gefa mér kjark og
þrek. Fannst mér þá, sem ég hresstist á
sál og líkama. Ég snaraði nú á mig bagga
mínum og lagði á brattann, reiðubúinn að
mæta hverju því sem að höndum bæri. En
í stað þess að þreytast, eftir því sem leið
á ferðina, fannst mér sem mér ykist ás-
megin, svo að segja við hvert spor. Loks
kom ég á kjölinn, og tók nú að halla und-
an fæti, og ferðin að ganga greiðara. Þegar
ég kom niður að Haukabergsá, grillti ég í
mann, sem kom á móti mér. Var þar karl
faðir minn kominn. Hugði hann, að ég
hefði gefizt upp á heiðinni, og var lagður
af stað mér til bjargar. En er ég sagði
honum, að ég væri með alla vöruna og
hefði ekki nennt að vera að skipta henni
í sundur, hófst heldur en ekki brún á karli,
en ekki sagði hann neitt. Síðan snaraði
hann bagga mínum á bak sér og við héld-
um heimleiðis.
Þegar ég kom inn í hlýjuna vaifð þess
vart, að annar vangi minn, sá er í veðrið
sneri. á leið minni yfir heiðina, var allur
kalinn, og var ég viku eöa lengur að ná.
mér aftur.
Eftir ferð þessa tók kjarkur minn og
sjálfstraust mjög að aukast. Vaknaði nú
sú von hjá mér, að svo gæti þó farið, að
ég ætti eftir að verða maður, maður sem
léti sér fátt fyrir brjósti brenna, þegar út í
það væri komið. Hvort sú von mín hefir
ræzt eða ekki, verða aðrir en ég um að
dæma.
Halldór Kristjánsson:
Lj ó s
Þú kemur aleinn eftir dagsins störf,
þótt öðrum vœrir með.
Þú vildir leysa þyngstu félagsþörf,
en þröngsýn heimskan réð.
Og því varð ekkert framför fólksins úr.
— Þinn ferill hylst í myrkri 'og krapaskúr.
Þúykemur aleinn leiðir liðhlaupans,
sem laumast skyldum frá.
Og ■öeygður vilji bugaðs flóttamanns
er öaggi sá,
sem þyngir brjóst og beygir herðar þér
i blindu myrkri ', er hvergi fram úr sér.
Þú kemur aleinn eftir krók og töf
og ógerð reikningsskil,
og hefir tapað dagsins dýru gjöf ~
í duftsins feigðarhyl.
Og myrlírið hyldjúpt þrýstir eínum þér
svo þungt að hjartalausu brjósti sér.
í mœddu brjósti bœrist lífsins þrá
að betur gangi nœst,
að vilji mannsins megi sigri ná,
og merkið beri hœst.
Þín hjartans von, er blaktir beygð og smáð,
er bjarmi af jarðlífs okkar dýpstu náð.
Og bjartur geisli klýfur sortans kaf
og kemur til þín út,
i gegnum krapann, gegnum myrkrahaf
og gegnum hjartans sút.
í brjóst þér leggur birtu, yl og frið
með betri von og fegri sjónarmið.
Og þetta Ijós, sem sigrar sorians her
& sárum þyrnistig,
er kœrleiksljós, sem lýsir yfir þér
og lifir fyrir þig,
að bœta þrek til bóta því, er brást,
þann bjarta loga tendrar konuást.