Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 20
20 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 131 Velta: 380 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 315 -1,94% 915 -3,32% MESTA HÆKKUN ÖSSUR 0,21% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUMIN. 8,82% STRAUM.-BURÐAR. 5,70% MAREL FOOD SY.S 5,26% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atlantic Airways 165,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 580,00 +0,00% ... Bakkavör 2,08 -0,48% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 111,50 -3,46% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 54,00 -5,26% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 2,15 -5,70% ... Össur 97,30 +0,21% Lánastofnun sænska ríkisins, Riks- gälden, seldi í gær sænsku fjár- festingafélögunum Bure Equity og Altor fjárfestingabankann Carneg- ie. Kaupverð nemur 2,28 milljörð- um sænskra króna, jafnvirði 27 milljarða íslenskra. Milestone átti rúman sex pró- senta hlut í bankanum í gegnum sænska félagið Moderna (áður Invik) þegar yfir lauk og var And- ers Fällman, forstjóri Moderna, stjórnarformaður bankans þegar ríkið tók hann yfir í nóvember í fyrra. Við það varð eign Milestone í bankanum að engu. Bankinn lenti í hremmingum í fyrrahaust þegar hann neyddist til að afskrifa einn milljarð sænskra króna, hátt í tuttugu milljarða íslenskra að þávirði, mest vegna eins viðskiptavinar í október. Við það þornuðu lánalínur bankans upp og varð hann að sækja í sjóði hins opinbera. Bo Lundgren, forstjóri lána- stofnunarinnar, segir bankasöluna öllum í hag. Muni söluandvirðið ganga upp í fimm milljarða króna lán frá sænska ríkinu. - jab KÁTIR MEÐ SÖLUNA Bo Lundgren, forstjóri lánastofnunar sænska ríkisins (hér í miðjunni) segir söluandvirði fyrir Carnegie ganga upp í skuldir gagnvart ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Svíar selja Carnegie Lyfjaframleiðandinn Britos Myers Squibb seldi hlutabréf í matvælafyrirtækinu Mead John- son í frumútboði í Bandaríkjun- um á þriðjudag fyrir 720 milljón- ir Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 83 milljarða íslenskra króna. Mead Johnson er þekktast fyrir barnamat, svo sem mjólkurduft og mauk og annað góðgæti fyrir ungabörn. Talsverðrar eftirvæntingar gætti í röðum fjárfesta enda var útboðið það fyrsta sem sést hefur vestanhafs í þrjá mánuði. Árangurinn var talsvert umfram væntingar, að sögn Bloomberg- fréttaveitunnar. Þrjú önnur útboð eru fyrirhuguð vestanhafs í vikunni. David Erickson, yfirmað- ur eignastýringar hjá Barclays, segir í samtali við Reuters-frétta- stofuna, að hlutabréfamarkaður sé víða svo botnfrosinn að búast megi við því að fjárfestar haldi sig mest á hliðarlínunni og muni ekki hreyfa sig fyrr en í fyrsta falli í haust. Ástæðan sé sú að þeir hafi tapað á hlutabréfakaupum í rót- grónum fyrirtækjum og því muni þeir sitja og bíða þar til aðstæður batni á fjármálamörkuðum. - jab FYLGST MEÐ RÁÐHERRANUM Verð- bréfamiðlarar í Bandaríkjunum hvíldu taugar og lúin bein á meðan Timothy Geithner flutti fyrstu tölu sína um horfur á mörkuðum sem fjármálaráðherra á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrsta útboðið lítur dagsins ljós vestra „Ég veit ekki hvert stefnir. Vörur okkar hafa gert það gott um jólin. En þau eru jú aðeins einu sinni á ári og því megum við ekki einblína á eitt tímabil,“ segir Xavier Govare, forstjóri matvælafyrirtækisins Alfesca. Fyrirtækið hagnaðist um 17,8 milljónir evra, jafnvirði rúmra 3,8 milljarða króna, á síðasta rekstrar- fjórðungi, sem er annar ársfjórð- ungur í bókum félagsins. Jólahátíð- in hefur fram til þessa verið með bestu tíðum Alfesca. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Alfesca 22,5 milljónum evra. Samdrátturinn nemur um 21 prósenti. Sala á fjórðungnum nam 249,2 milljónum evra, sem er um 3,5 pró- sentum minna en á sama tíma fyrir ári. Eins og gefur að skilja setja aðstæður á helstu mörkuðum Alfes- ca í Evrópu mark sitt á afkomu félagsins, ekki síst breyttar neyslu- venjur í kjölfar efnahagsþrenginga auk verðhækkana á hráefni. Stjórnendur Alfesca sögðu á upp- gjörsfundi félagsins í gærmorgun, að þrátt fyrir óvissu í efnahags- málum haldi félagið sjó og hafi sett nokkrar nýjar vörur á markað með það fyrir augum að jafna veltuna. Þá hafi skuldir verið greiddar hratt niður, þar af allar íslenskar skuld- bindingar. Erfitt sé að spá fyrir um horfurnar. Róðurinn verði þungur til skemmri tíma og muni fyrirtæk- ið skila tapi á næstu tveimur fjórð- ungum. „Ég held að útlitið sé nokkuð dökkt fyrir næstu fjórðunga“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræð- ingur hjá IFS Greiningu. Alfesca hafi sýnt styrk vörumerkja sinna um jólin. Vísbendingar um þreng- ingar í frönsku efnahagslífi, heima- markaði Alfesca, muni hins vegar verða fyrirtækjum með hágæðavör- ur erfitt. Þar sé Alfesca engin und- antekning. - jab STERK VÖRUMERKI Philippe Perrineau, fjármálastjóri Alfesca, rýndi í tölurnar á uppgjörsfundi Alfesca í gær. Þeir Xavier Govare, forstjóri Alfesca, sögðu ekki útilokað að fyrirtækið skili tapi í þeim þrengingum sem einkenni evrópska neytendamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Erfitt fram undan hjá Alfesca Vörumerki Alfesca stóð styrkum fótum um jólin. Útlit er fyrir að efnahags- þrengingar í Evrópu skili sér í tapi á seinni hluta ársins. HAGNAÐUR/TAP HLUTHAFA Tímabil Upphæð 2. ársfj. 2008 17,8 milljónir EUR eða 3,8 milljarðar króna* 2. ársfj. 2007 22,5 milljónir EUR eða 4,8 milljarðar króna* Hagnaður/tap á hlut** 2. ársfj. 2008 0,305 EUR 2. ársfj. 2007 0,386 EUR *Miðað við gengi EUR/ISK í árslok 2008 ** Í evrusentum Kínverska hagkerfið kólnar hratt, samkvæmt nýjustu hagtölum um vöruskipti í janúar sem birtar voru í gær. Útflutningur frá Kína dróst saman um 43,1 prósent á milli ára en innflutningur um 17,5 prósent. Mestu munar um samdrátt á hrá- vöru og vörum tengdum fjárfesting- um en mjög hefur dregið úr eftir- spurn eftir þessum vöruflokkum. Dagblaðið International Herald Tribune segir tölurnar vísbendingu um að efnahagsaðgerðir kínverskra stjórnvalda virki ekki sem skildi og gæti því dregið hraðar úr eftirspurn í Kína en búist var við. Líkur eru á að þróunin muni skila sér í hraðri kólnun kínverska hag- kerfisins. Hagvöxtur hefur staðið í rúmum tíu prósentum að meðaltali síðast- liðin fimm ár. Telja hagfræðingar nú að svo kunni að fara að hagvöxt- ur nái í besta falli átta prósentum á þessu ári. Í versta falli muni hag- vöxtur fara niður í fimm prósent, að sögn blaðsins. - jab GLEÐI Í KÍNA Mjög hefur dregið úr eftirspurn í Kína, samkvæmt nýjustu hagtölum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Hratt kólnar í Kína Marel Food Systems tap- aði 1,8 milljörðum króna í fyrra. Mesta tapið felst í hagræðingaraðgerðum og varúðarniðurfærslu. For- stjórinn væntir betri tíðar um mitt ár. „Aðstæður á mörkuðum hafa áhrif á öll fyrirtæki,“ segir Hörður Arn- arson, forstjóri Marel Food Syst- ems, um afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. Marel tapaði 8,4 milljónum evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna, í fyrra. Þetta er viðsnúningur frá árinu á undan. Mestu munar um síðasta fjórðung eftir ágætt ár en þá var afkoman neikvæð um 23,7 milljónir evra. Eigið fé Marel nam 286,8 milljón- um evra um áramótin, samanborið við 181,8 milljónir árið á undan. Þá stóð eiginfjárhlutfall í 31,1 prósenti í lok árs sem er 27 prósenta lækkun á milli ára. Mestu munar um varúðarfærslu vegna framvirkra samninga upp á 17,8 milljónir evra á fjórða ársfjórð- ungi. Samningarnir urðu óvirkir í efnahagshruninu hér í október. Hörður segir færsluna eðlilega þar sem óvissa sé um kröfuna. Viðræð- ur standa yfir um innlausn samn- inga og óvíst hvenær niðurstaða liggur fyrir. Þá varð Marel Food Systems að endurmeta vörulager í samræmi við alþjóðlega bókhaldsstaðla vegna yfirtöku á matvælavinnslu- vélahluta hollensku samsteypunnar Stork Food Systems í fyrra. Gjald- færslan hljóðar upp á 9,8 milljón- ir evra en hefur ekki áhrif á sjóð- streymi. Marel Food Systems hefur ekki farið varhluta af yfirstandandi fjármálakreppu og hafa pantanir á stórum vinnslukerfum dregist saman um þriðjung. Hörður bendir á að fyrirtækið hafi gripið til annarra umfangs- mikilla hagræðingaraðgerða, svo sem með uppsögnum utan land- steinanna. Þótt líkur séu á að næstu tveir ársfjórðungar verði erfiðir muni aðgerðirnar skila sér þegar rofar til. „Við teljum aðstæðurnar tíma- bundnar enda eru langtímahorfur okkar óbreyttar. Fyrri hluti ársins verður erfiður en svo batnar þetta,“ segir Hörður og bendir á að margir neytendamarkaðir, svo sem í Asíu og Suður-Ameríku, hafi ekki orðið fyrir skelli líkt og í Evrópu. „Kjúkl- ingaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur skilað tapi í fimm fjórðunga. Nú er hann að snúa við þótt fjár- málakreppan sé ekki að leysast,“ segir Hörður. jonab@markadurinn.is Erfiður endir á góðu ári hjá Marel Food Systems Kínverska ríkisálfyrirtækið Aluminum Corp- oration of China samdi í gær um kaup á níu prósenta hlut í Rio Tinto. Kaupverðið nemur 19,5 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 2.240 milljarða íslenskra króna. Álfélagið átti fyrir níu prósenta hlut í Rio Tinto en hafði heimild til að auka hann í tæp fimmtán. Stjórnvöld í Ástralíu og hluthafar félagsins þurfa að gefa græna ljósið á við- skiptin. Ef af verður er þetta umfangsmesta fjárfesting Kínverja á erlendum mörkuðum til þessa, samkvæmt Financial Times. Kaupin fela í sér að kínverska fyrirtækið kaupir skuldabréf Rio Tinto fyrir 7,2 millj- arða Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 830 milljarða íslenskra króna. Bréfin eru með breytirétti sem felur í sér að þeim er hægt að breyta í hlutafé. Afgangurinn felst í beinni fjárfestingu Chinalco með Rio Tinto í nokkr- um verkefnum. Rio Tinto hefur glímt við skuldaklafa eftir dýrkeypta yfirtöku á Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík í hittiðfyrra og mun nýta féð til greiðslu á lánum á gjalddaga í október. - jab Kínverjar kaupa hlut í Rio Tinto ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Ál- og námarisinn Rio Tinto stefnir að því að grynnka á skuldum með sölu hlutafjár til kínversks ríkisálfyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAGNAÐUR/TAP HLUTHAFA Tímabil Upphæð 4. ársfj. 2008 -23,7 milljónir EUR eða -5,1 milljarður króna* 4. ársfj. 2007 3,37 milljónir EUR eða 728,9 milljónir króna* Allt árið 2008 -8,4 milljónir EUR eða -1,8 milljarðar króna* Allt árið 2007 6,06 milljónir EUR eða 1,3 milljarðar króna* Hagnaður/tap á hlut** Allt árið 2008 - EUR Allt árið 2007 +1,65 EUR *Miðað við gengi EUR/ISK í árslok 2008 ** Í evrusentum AFKOMAN KYNNT Í GÆR Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, er fullviss um að aðgerðir fyrirtækisins muni skila sér til baka þegar rofi til á mörk- uðum. M A R K A Ð U R IN N /G VA Bretland er í djúpri efnahagskreppu og stýrivextir virka ekki lengur sem stjórntæki hagkerfisins. Þetta segir Mervyn King, seðla- bankastjóri hjá Englandsbanka, í skýrslu um efnahags- og verð- bólguhorfur sem kynnt var í gær. Í skýrslunni segir að hagvöxtur muni dragast hratt saman á fyrri hluta árs, verði jafnvel neikvæð- ur um fjögur prósent fram á mitt ár. Betri tíðar megi vænta í byrj- un næsta árs. Þá segir í skýrslunni að erfitt verði að ein leiðanna til að blása lífi í útlánastarfsemi á nýjan leik verði beiting óhefðbundinna aðgerða, líkt og breska ríkisútpvarpið tekur til orða. - jab Djúp kreppa í Bretlandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.