Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 20
20 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 131 Velta: 380 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 315 -1,94% 915 -3,32% MESTA HÆKKUN ÖSSUR 0,21% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUMIN. 8,82% STRAUM.-BURÐAR. 5,70% MAREL FOOD SY.S 5,26% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atlantic Airways 165,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 580,00 +0,00% ... Bakkavör 2,08 -0,48% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 111,50 -3,46% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 54,00 -5,26% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 2,15 -5,70% ... Össur 97,30 +0,21% Lánastofnun sænska ríkisins, Riks- gälden, seldi í gær sænsku fjár- festingafélögunum Bure Equity og Altor fjárfestingabankann Carneg- ie. Kaupverð nemur 2,28 milljörð- um sænskra króna, jafnvirði 27 milljarða íslenskra. Milestone átti rúman sex pró- senta hlut í bankanum í gegnum sænska félagið Moderna (áður Invik) þegar yfir lauk og var And- ers Fällman, forstjóri Moderna, stjórnarformaður bankans þegar ríkið tók hann yfir í nóvember í fyrra. Við það varð eign Milestone í bankanum að engu. Bankinn lenti í hremmingum í fyrrahaust þegar hann neyddist til að afskrifa einn milljarð sænskra króna, hátt í tuttugu milljarða íslenskra að þávirði, mest vegna eins viðskiptavinar í október. Við það þornuðu lánalínur bankans upp og varð hann að sækja í sjóði hins opinbera. Bo Lundgren, forstjóri lána- stofnunarinnar, segir bankasöluna öllum í hag. Muni söluandvirðið ganga upp í fimm milljarða króna lán frá sænska ríkinu. - jab KÁTIR MEÐ SÖLUNA Bo Lundgren, forstjóri lánastofnunar sænska ríkisins (hér í miðjunni) segir söluandvirði fyrir Carnegie ganga upp í skuldir gagnvart ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Svíar selja Carnegie Lyfjaframleiðandinn Britos Myers Squibb seldi hlutabréf í matvælafyrirtækinu Mead John- son í frumútboði í Bandaríkjun- um á þriðjudag fyrir 720 milljón- ir Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 83 milljarða íslenskra króna. Mead Johnson er þekktast fyrir barnamat, svo sem mjólkurduft og mauk og annað góðgæti fyrir ungabörn. Talsverðrar eftirvæntingar gætti í röðum fjárfesta enda var útboðið það fyrsta sem sést hefur vestanhafs í þrjá mánuði. Árangurinn var talsvert umfram væntingar, að sögn Bloomberg- fréttaveitunnar. Þrjú önnur útboð eru fyrirhuguð vestanhafs í vikunni. David Erickson, yfirmað- ur eignastýringar hjá Barclays, segir í samtali við Reuters-frétta- stofuna, að hlutabréfamarkaður sé víða svo botnfrosinn að búast megi við því að fjárfestar haldi sig mest á hliðarlínunni og muni ekki hreyfa sig fyrr en í fyrsta falli í haust. Ástæðan sé sú að þeir hafi tapað á hlutabréfakaupum í rót- grónum fyrirtækjum og því muni þeir sitja og bíða þar til aðstæður batni á fjármálamörkuðum. - jab FYLGST MEÐ RÁÐHERRANUM Verð- bréfamiðlarar í Bandaríkjunum hvíldu taugar og lúin bein á meðan Timothy Geithner flutti fyrstu tölu sína um horfur á mörkuðum sem fjármálaráðherra á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrsta útboðið lítur dagsins ljós vestra „Ég veit ekki hvert stefnir. Vörur okkar hafa gert það gott um jólin. En þau eru jú aðeins einu sinni á ári og því megum við ekki einblína á eitt tímabil,“ segir Xavier Govare, forstjóri matvælafyrirtækisins Alfesca. Fyrirtækið hagnaðist um 17,8 milljónir evra, jafnvirði rúmra 3,8 milljarða króna, á síðasta rekstrar- fjórðungi, sem er annar ársfjórð- ungur í bókum félagsins. Jólahátíð- in hefur fram til þessa verið með bestu tíðum Alfesca. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Alfesca 22,5 milljónum evra. Samdrátturinn nemur um 21 prósenti. Sala á fjórðungnum nam 249,2 milljónum evra, sem er um 3,5 pró- sentum minna en á sama tíma fyrir ári. Eins og gefur að skilja setja aðstæður á helstu mörkuðum Alfes- ca í Evrópu mark sitt á afkomu félagsins, ekki síst breyttar neyslu- venjur í kjölfar efnahagsþrenginga auk verðhækkana á hráefni. Stjórnendur Alfesca sögðu á upp- gjörsfundi félagsins í gærmorgun, að þrátt fyrir óvissu í efnahags- málum haldi félagið sjó og hafi sett nokkrar nýjar vörur á markað með það fyrir augum að jafna veltuna. Þá hafi skuldir verið greiddar hratt niður, þar af allar íslenskar skuld- bindingar. Erfitt sé að spá fyrir um horfurnar. Róðurinn verði þungur til skemmri tíma og muni fyrirtæk- ið skila tapi á næstu tveimur fjórð- ungum. „Ég held að útlitið sé nokkuð dökkt fyrir næstu fjórðunga“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræð- ingur hjá IFS Greiningu. Alfesca hafi sýnt styrk vörumerkja sinna um jólin. Vísbendingar um þreng- ingar í frönsku efnahagslífi, heima- markaði Alfesca, muni hins vegar verða fyrirtækjum með hágæðavör- ur erfitt. Þar sé Alfesca engin und- antekning. - jab STERK VÖRUMERKI Philippe Perrineau, fjármálastjóri Alfesca, rýndi í tölurnar á uppgjörsfundi Alfesca í gær. Þeir Xavier Govare, forstjóri Alfesca, sögðu ekki útilokað að fyrirtækið skili tapi í þeim þrengingum sem einkenni evrópska neytendamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Erfitt fram undan hjá Alfesca Vörumerki Alfesca stóð styrkum fótum um jólin. Útlit er fyrir að efnahags- þrengingar í Evrópu skili sér í tapi á seinni hluta ársins. HAGNAÐUR/TAP HLUTHAFA Tímabil Upphæð 2. ársfj. 2008 17,8 milljónir EUR eða 3,8 milljarðar króna* 2. ársfj. 2007 22,5 milljónir EUR eða 4,8 milljarðar króna* Hagnaður/tap á hlut** 2. ársfj. 2008 0,305 EUR 2. ársfj. 2007 0,386 EUR *Miðað við gengi EUR/ISK í árslok 2008 ** Í evrusentum Kínverska hagkerfið kólnar hratt, samkvæmt nýjustu hagtölum um vöruskipti í janúar sem birtar voru í gær. Útflutningur frá Kína dróst saman um 43,1 prósent á milli ára en innflutningur um 17,5 prósent. Mestu munar um samdrátt á hrá- vöru og vörum tengdum fjárfesting- um en mjög hefur dregið úr eftir- spurn eftir þessum vöruflokkum. Dagblaðið International Herald Tribune segir tölurnar vísbendingu um að efnahagsaðgerðir kínverskra stjórnvalda virki ekki sem skildi og gæti því dregið hraðar úr eftirspurn í Kína en búist var við. Líkur eru á að þróunin muni skila sér í hraðri kólnun kínverska hag- kerfisins. Hagvöxtur hefur staðið í rúmum tíu prósentum að meðaltali síðast- liðin fimm ár. Telja hagfræðingar nú að svo kunni að fara að hagvöxt- ur nái í besta falli átta prósentum á þessu ári. Í versta falli muni hag- vöxtur fara niður í fimm prósent, að sögn blaðsins. - jab GLEÐI Í KÍNA Mjög hefur dregið úr eftirspurn í Kína, samkvæmt nýjustu hagtölum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Hratt kólnar í Kína Marel Food Systems tap- aði 1,8 milljörðum króna í fyrra. Mesta tapið felst í hagræðingaraðgerðum og varúðarniðurfærslu. For- stjórinn væntir betri tíðar um mitt ár. „Aðstæður á mörkuðum hafa áhrif á öll fyrirtæki,“ segir Hörður Arn- arson, forstjóri Marel Food Syst- ems, um afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. Marel tapaði 8,4 milljónum evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna, í fyrra. Þetta er viðsnúningur frá árinu á undan. Mestu munar um síðasta fjórðung eftir ágætt ár en þá var afkoman neikvæð um 23,7 milljónir evra. Eigið fé Marel nam 286,8 milljón- um evra um áramótin, samanborið við 181,8 milljónir árið á undan. Þá stóð eiginfjárhlutfall í 31,1 prósenti í lok árs sem er 27 prósenta lækkun á milli ára. Mestu munar um varúðarfærslu vegna framvirkra samninga upp á 17,8 milljónir evra á fjórða ársfjórð- ungi. Samningarnir urðu óvirkir í efnahagshruninu hér í október. Hörður segir færsluna eðlilega þar sem óvissa sé um kröfuna. Viðræð- ur standa yfir um innlausn samn- inga og óvíst hvenær niðurstaða liggur fyrir. Þá varð Marel Food Systems að endurmeta vörulager í samræmi við alþjóðlega bókhaldsstaðla vegna yfirtöku á matvælavinnslu- vélahluta hollensku samsteypunnar Stork Food Systems í fyrra. Gjald- færslan hljóðar upp á 9,8 milljón- ir evra en hefur ekki áhrif á sjóð- streymi. Marel Food Systems hefur ekki farið varhluta af yfirstandandi fjármálakreppu og hafa pantanir á stórum vinnslukerfum dregist saman um þriðjung. Hörður bendir á að fyrirtækið hafi gripið til annarra umfangs- mikilla hagræðingaraðgerða, svo sem með uppsögnum utan land- steinanna. Þótt líkur séu á að næstu tveir ársfjórðungar verði erfiðir muni aðgerðirnar skila sér þegar rofar til. „Við teljum aðstæðurnar tíma- bundnar enda eru langtímahorfur okkar óbreyttar. Fyrri hluti ársins verður erfiður en svo batnar þetta,“ segir Hörður og bendir á að margir neytendamarkaðir, svo sem í Asíu og Suður-Ameríku, hafi ekki orðið fyrir skelli líkt og í Evrópu. „Kjúkl- ingaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur skilað tapi í fimm fjórðunga. Nú er hann að snúa við þótt fjár- málakreppan sé ekki að leysast,“ segir Hörður. jonab@markadurinn.is Erfiður endir á góðu ári hjá Marel Food Systems Kínverska ríkisálfyrirtækið Aluminum Corp- oration of China samdi í gær um kaup á níu prósenta hlut í Rio Tinto. Kaupverðið nemur 19,5 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 2.240 milljarða íslenskra króna. Álfélagið átti fyrir níu prósenta hlut í Rio Tinto en hafði heimild til að auka hann í tæp fimmtán. Stjórnvöld í Ástralíu og hluthafar félagsins þurfa að gefa græna ljósið á við- skiptin. Ef af verður er þetta umfangsmesta fjárfesting Kínverja á erlendum mörkuðum til þessa, samkvæmt Financial Times. Kaupin fela í sér að kínverska fyrirtækið kaupir skuldabréf Rio Tinto fyrir 7,2 millj- arða Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 830 milljarða íslenskra króna. Bréfin eru með breytirétti sem felur í sér að þeim er hægt að breyta í hlutafé. Afgangurinn felst í beinni fjárfestingu Chinalco með Rio Tinto í nokkr- um verkefnum. Rio Tinto hefur glímt við skuldaklafa eftir dýrkeypta yfirtöku á Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík í hittiðfyrra og mun nýta féð til greiðslu á lánum á gjalddaga í október. - jab Kínverjar kaupa hlut í Rio Tinto ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Ál- og námarisinn Rio Tinto stefnir að því að grynnka á skuldum með sölu hlutafjár til kínversks ríkisálfyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAGNAÐUR/TAP HLUTHAFA Tímabil Upphæð 4. ársfj. 2008 -23,7 milljónir EUR eða -5,1 milljarður króna* 4. ársfj. 2007 3,37 milljónir EUR eða 728,9 milljónir króna* Allt árið 2008 -8,4 milljónir EUR eða -1,8 milljarðar króna* Allt árið 2007 6,06 milljónir EUR eða 1,3 milljarðar króna* Hagnaður/tap á hlut** Allt árið 2008 - EUR Allt árið 2007 +1,65 EUR *Miðað við gengi EUR/ISK í árslok 2008 ** Í evrusentum AFKOMAN KYNNT Í GÆR Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, er fullviss um að aðgerðir fyrirtækisins muni skila sér til baka þegar rofi til á mörk- uðum. M A R K A Ð U R IN N /G VA Bretland er í djúpri efnahagskreppu og stýrivextir virka ekki lengur sem stjórntæki hagkerfisins. Þetta segir Mervyn King, seðla- bankastjóri hjá Englandsbanka, í skýrslu um efnahags- og verð- bólguhorfur sem kynnt var í gær. Í skýrslunni segir að hagvöxtur muni dragast hratt saman á fyrri hluta árs, verði jafnvel neikvæð- ur um fjögur prósent fram á mitt ár. Betri tíðar megi vænta í byrj- un næsta árs. Þá segir í skýrslunni að erfitt verði að ein leiðanna til að blása lífi í útlánastarfsemi á nýjan leik verði beiting óhefðbundinna aðgerða, líkt og breska ríkisútpvarpið tekur til orða. - jab Djúp kreppa í Bretlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.