Tíminn - 23.04.1988, Page 12

Tíminn - 23.04.1988, Page 12
12 Tíminn Laugardagur 23. apríl 1988 VORUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR Heifcdsölubirgöir: iguriónsion Ijf- Þórsgata 14 - sími 24477 'o, Hi * ;W Þjóðarbókhlaðan Tilboð óskast í frágang forhýsis, glugga og glerjun aðalhúss, múrverk og frágang í stigahúsum o.fl. í húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel. Verkinu skal lokið fyrir 30. apríl 1989 en þó skal hluta þess lokið á árinu 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, til og með 6. maí 1988 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 16. maí 1988 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ^RARIK HL. ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS ' Olafsvík Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa lausttil umsóknar starf skrifstofumanns á skrifstofu Rafmagnsveitna í Ólafsvík. Um er að ræða 1/2 starf. Umsókn er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist á skrifstofu Rafmagnsveitna Sandholti 34 Ólafsvík sem jafnframt veitir allar upplýsingar um starfið. Einnig liggjaupplýsingarfyrirásvæðisskrif- stofu Rafmagnsveitna ríkisins í Stykkishólmi. Umsóknum skal skilað fyrir 3. maí næstkomandi. Rafmagnsveitur ríkisins Hamraendum 2 Stykkishólmi. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. Á vegum kaupfélagsins er rekin verslun á Þingeyri, útgerð og fiskvinnsla og er kaupfélagsstjóri jafn- framt framkvæmdastjóri hennar. Skriflegar umsóknir er grein aldur, menntun og fyrri störf sendist formanni félagsins, Valdimar Gíslasyni, Mýrum, Mýrarhreppi, 471 ÞINGEYRI, eða starfsmannastjóra Sambandsins, sem veita upplýsingar, ásamt kaupfélagsstjóra. Kaupfélag Dýrfirðinga Þingeyri Pétur Einarsson, Mugumferðarstjóri, ásamt starfsmönnum loftferðaeftirlits og kennurum, auk hluta þeirra nemenda sem námskeiðið sóttu. Fyrsta flugkennaranámskeiöiö hérlendis: AUKNAR KRÖFUR, BÆTT FLUGÖRYGGI Fyrsta flugkennaranámskeiðið sem haldið er hérlendis lauk 9. apríl s.l. Nýbreytni þessa námskeiðahalds er sú, að í stað þess að flugmenn leiti erlendis eftir þessari menntun eða stundi sjálfsnám án leiðbeinenda, njóta þeir nú leiðsagnar sérfróðra manna, sem sniðið hafa námið að íslenskum aðstæðum og skilyrðum. Hverjum flugmanni sem hyggst leggja stund á flugkennslu og hljóta flugkennararéttindi er skylt að sækja námskeiðið og standast próf með lágmarkseinkunn 7.0 sem jafnframt er lágmarkseinkunn í öllum flug- prófum. Námstilhögun er þannig að u.þ.b. 100 klst. kennslu er dreift á 10 vikur. Megin uppistaðan eru þrj ár greinar: 1. Flugæfingar, kennari Haraldur Baldursson. 2. Samskipti/sálarfræði, kennari dr. Eiríkur Örn Arnarson. 3. Kennslufræði, kennarar Stefán Baldursson og Birgir Baldvinsson. Auk þess eru fluttir nokkrir smærri fyrirlestar um breytileg efni, s.s. leit og björgun, reglur um loft- ferðir, o.fl. Það er von flugumferðarstjórnar að þessar auknu kröfur hafi bætandi áhrif á almenna flugkennslu og flug- öryggi í landinu, segir í fréttatilkynn- ingu hennar. Byggingarvísitalan hækkaöi um 1,93% frá mars til apríl: Þriggja millj. íbúð hækkaði um 57.900 kr. Vísitala byggingarkostnaðar reyndist 110,8 stig samkvæmt verð- lagi nú í apríl, sem er 1,93% hækkun frá mánuðinum á undan. Það jafn- gildir því að þriggja milljóna króna íbúð hafi hækkað um 57.900 kr. á einum mánuði. Síðustu 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,2%, sem samsvarar um 13,3% hækkun á heilu ári. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 15,4%. Af hækkuninni frá mars til apríl stafaði 0,8% af verðhækkunum á steypu og afgangurinn af verðhækk- unum ýmissa vöru og þjónustuliða. Vísitalan 110,8 gildir fyrir maím- ánuð. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (des. 1982=100) er 354 stig. -HEI Sendiherra í Egyptalandi: Mubarak afhent trúnaðarbréfið Síðast liðinn fimmtudag, 14. apríl, afhenti Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, sendiherra, Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, trúnaðarbréf sitt, sem sendiherra íslands í Egypta- landi. Sverrir Haukur rnun hafa emb- ættisaðsetursitt í Genfarborgí Sviss. “ -SÓL Hússtjórnarskóli Reykjavíkur Tímanum hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur. „Svo ánægjulega hefur viljað til að báðar sjónvarpsstöðvarnar tóku sig til í vetur og sögðu frá starfsemi Hússtjórnarskólans á Hallorms- stað. Segja má að þáttur Ríkissjón- varpsins hafi verið sýnu betri. Þar var fjallað um skólann á einkar jákvæðan og skemmtilegan hátt. Því miður slæddist sú meinlega villa inn hjá báðum stöðvunum, að Hússtjórnarskólinn á Hallorms- stað var talinn eini hússtjórnarskól- inn sem enn er starfandi. Haft var samband við báðar sjónvarpsstöðvarnar að þáttum loknum og beðið um að leiðrétta mistökin umsvifalaust. En ekki lítur út fyrir að þessum annars ágætu fréttamönnum sé annt um að hafa það sem sannara reynist. Hér skal á það bent að nu eru starfandi þrír hússtjórnarskólar, á Hallormsstað, ísafirði og í Reykja- vík. Til glöggvunar skal hér í örstuttu máli segja frá starfsemi Hússtjórn- arskóla Reykjavíkur: Árlega er starfrækt fimm ntán- aða hússtjórnardeild með heima- vist fyrir þá sem þess óska. Þar fer fram bæði bóklegt og verklegt nám, s.s. fjölþætt matreiðsla og er sú kennsla tengd manneldis-, neyt- enda- og heilbrigðisfræði, svo og margs konar handíðir, s.s. vefnað- ur og fatasaumur. Jafnframt eru starfrækt námskeið í ýmsum grcin- um eftir því sem húsrými leyfir. Þar er m.a. boðið upp á fjölbreytta matreiðslu, fatasaum og vefnað. Skólinn hefur starfað óslitið frá árinu 1942 við góðan orðstír og hafa nemendur skipt mörgum þús- undum.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.