Tíminn - 23.04.1988, Page 20
20 Tíminn
Laugardagur 23. apríl 1988
Halldóra
Halldórsdóttir
Mýrum, Villingaholtshreppi
Fædd: 15. nóvember 1888
Dáin: 13. apríl 1988
Þann 13. apríl s.l. lést á sjúkrahús-
inu á Selfossi Halldóra Halldórsdótt-
ir, Mýrum í Villingaholtshreppi.
Halldóra var fædd að Nesi í Selvogi
15. nóvember 1888 og hefði því
orðið 100 ára í haust.
Foreldrar hennar voru þau Sigur-
björg Sigurðardóttir frá Kvíarvöll-
um í Garði og Halldór Halldórsson
bóndi í Sauðholti í Holtum.
Halldóra ólst upp í Sauðholti, elst
af stórum systkinahópi, til 23 ára
aldurs en þá flutti hún sig í Villinga-
holtshreppinn og réð sig í vist að
bænum Mjósundi hjá þeirri miklu
sómakonu Þórunni Jónsdóttur.
Svo skemmtilega vildi til að sama
daginn og hún flutti í hreppinn var
einmitt kirkjan í Villingaholti vígð.
Næstu árin stundar hún margvísleg
störf bæði í Villingaholtshreppnum
og í Reykjavík en 1919 giftist hún
Sigurði Guðmundssyni frá Saurbæ í
Villingaholtshreppi sem þá hafði
nýlega hafið búskap að Jaðarkoti í
sömu sveit. Ekki var jörðin stór og
húsakynni heldur bágborin en ungu
hjónin voru full bjartsýni og lögðu
ótrauð á brattann. Þau eignuðust 5
börn en eitt þeirra, drengur, lést
ungur að árum.
Börn þeirra eru: Halldór, sjómað-
ur f. 1920 d. 1944. Guðmunda
Oddbjörg, húsmóðir í Reykjavík f.
1920. Kristinn, bóndi að Mýrum f.
1923. Jóhanna Guðrún, húsmóðir
að Mýrum f. 1926. Sigríður
Friðsemd, húsmóðir í Kópavogi f.
1929.
Lífsbaráttan var hörð á þcssum
tíma og snemma þurftu börnin að
hjálpa til en búið stækkaði og lagt
var á ráðin um byggingu nýs íbúðar-
húss.
En þá dundi ógæfan yfir. Sigurður
lést 1936 aðeins 41 árs að aldri og
eftir stóð Halldóra með 5 börn og
þau elstu aðeins 16 ára.
Skuggi kreppuáranna lá eins og
mara yfir þjóðinni og víst er að það
voru ekki margir sem trúðu á það að
Halldóru tækist að halda búinu. En
með sína sterku guðstrú og óbilandi
bjartsýni að Ieiðarljósi neitaði hún
að gefast upp, heldur barðist áfram
með dyggri aðstoð barnanna.
Nýtt íbúðarhús var byggt og bú-
skapurinn óx og dafnaði, sam-
sveitungar hennar lærðu fljótt að hér
var engin meðalkona á ferð.
Ákveðin og föst fyrir en hjarta-
gæskan og glaðværðin alltaf í fyrir-
rúmi og þessir eiginleikar hennar
fleyttu henni yfir margan erfiðan
hjallann.
Sorgin bankaði þó aftur á dyrnar
á þessum árum er eldri sonur hennar
Halldór drukknaði árið 1944 en þá
eins og svo oft áður og síðar fann
hún styrk í bæninni til Guðs.
Ekki er svo hægt að tala um
börnin hennar Dóru, eins og hún var
oftast nefnd, að ekki sé getið um
Margréti Sigurgeirsdóttur, nú bú-
sett á Selfossi. Dóra frétti af Mar-
gréti, þá 5 ára gamalli í Reykjavík,
og veikindum sem hrjáðu fjölskyldu
hennar. Hún tók stúlkuna þegar í
stáð til sín austur í Jaðarkot og þar
ílentist hún og var alin upp sem eitt
af börnum henanr. Hafði Dóra ávallt
mikið dálæti á henni Möggu og var
það örugglega gagnkvæmt.
Dóra mín, orð verða svo fátækleg
þegar maður ætlar að reyna að lýsa
öllum þeim tilfinningum sem hrærast
með manni á svona kveðjustund.
Minningar þjóta framhjá eins og
myndir á tjaldi en sumar staldra
auðvitað lengur yið en aðrar.
Það var heldur hryssingslegt vor-
kvöld 1954 þegar 10 ára strákhvolpur
úr vesturbænum í Reykjavík var
skilinn eftir í ókunnu húsi meðal
fólks sem hann hafði aldrei séð, á
bænum Mýrum í Villingaholts-
hreppi.
Þangað hafði hann ráðið sig sem
snúningastrák um sumarið og þóttist
nú heldur betur maður mcð
mönnum. En þegar fylgdarmaður
hans kvaddi og hann varð allt í einu
einn eftir þá brast nú kjarkurinn og
tárin læddust fram.
Þá voru ekki höfð mörg orð, en
Dóra tók hann í fangið og umvafði
hann þeirri hlýju og hjartagæsku
sem hún átti svo mikið af og sem
hann þarfnaðist svo mjög þetta
kvöld. Þessa nótt sofnaði hann í
rúminu hjá Dóru og næsta dag skein
sólin skært og feykti burtu öllum
trega og söknuði.
Rigningasumarið 1955 var erfitt
sumar og oft komu menn inn blautir
og kaldir frá verkunum en alltaf var
Dóra nálægt með hlýja ullarsokka,
eða teppi til að koma lífi í kaldar
hendur og fætur.
Já það er margs að minnast frá
þessum dögum og þeir eru örugglega
margir snúningastrákarnir sem nutu
þess sama og undirritaður á þeim
árum sem liðin eru.
Árið 1954 tók Kristinn sonur
hennar við búskapnum, keypti bæ-
inn Mýrar í Villingaholtshreppi og
hóf þar myndarbúskap ásamt systur
sinni Jóhönnu Guðrúnu.
Dóra fluttist með þeim að Mýrum
og hefur búið þar síðan í öruggum
og traustum faðmi þeirra Kristins og
Jóhönnu. Börn hennar öll héldu
miklu sambandi við hana og mörg
eru þau barnabörnin sem stigið hafa
sín fyrstu spor í atvinnulífinu á
Mýrum.
Barnabörnin eru orðin 14, barna-
barnabörnin 17 og fimmti ættliður-
inn fæddist s.l. ár.
Dóra var mikil fjölskyldumann-
eskja og lagði mikla áherslu á að
halda sterku sambandi við börnin.
Þetta kunnu þau vel að meta og
rómaður var stuðningur og styrkur
sá sem tengdasonur hennar Ágúst
Steindórsson ávallt sýndi henni og
ekki síst nú þegar hallaði að leiðar-
lokum. Dóra fylgdist ávallt vel með
og mikið var hún stolt af að sjá
hvernig búið blómstraði hjá Kristni
syni sínum. Þá tók hún virkan þátt í
starfsemi kvenfélagsins og er reyndar
heiðursfélagi þess, hún var einnig
GunnarGuðjónsson
Hvolsvelli
Þegar árin færast yfir fer mörgum
svo að flestar bernskuminningarnar
gleymast, en eftir verða atvik, sem
lýsa eins og leiftur um nótt. Þær
minningar geta verið bjartar gleði-
stundir eða sár harmur. Eitthvað
sem sker sig úr hversdagsleikanum
með þeim hætti að það fylgir fólki til
æviloka.
Eitt af því fyrsta, sem ég man, var
bjartur sumarmorgunn, hestar söðl-
aðir í hlaði og við öll ferðbúin. Ég
hafði vaknað óvenju snemma því
tilhlökkunin lét mig ekki hafa
svefnró. Foreldrar mínir, Sigurður
Vigfússon og Björg Jónsdóttir á
Brúnum undir Eyjafjöllum, ætluðu
með okkur systkinin í heimsókn til
móðurbróður míns, Guðjóns og
konu hans, Guðrúnar Gunnarsdótt-
ur í Hallgeirsey í Austur-Landeyj-
um. Ég vissi að hvergi var betra að
koma en að Hallgeirsey og þar var
góða leikfélaga að finna.
Um hádegisbil var komið á
áfangastað og þó ég væri ungur að
árum, gleymast mér aldrei þær hlýju
móttökur, sem við fengum og alltaf
hafa einkennt heimilið í Hallgeirsey.
Dagurinn leið allt of fljótt. Systkinin
þrjú voru óþreytandi að sýna okkur
allt sem markverðast var í bænum og
umhverfis og þar sem við Gunnar
vorum elstir okkar systkina þóttumst
við vera sjálfkjörnir foringjar hvors
hóps fyrir sig.
Þegar haldið var heim að kvöldi
hafði tekist sú vinátta, sem hélst upp
frá því. Þegar Gunnar hefur nú farið
á undan þá leið, sem allir fara, finnst
mér mest um vert að eiga minning-
arnar frá þeim stundum, sem við
áttum saman. Þar ber engan skugga
á.
Gunnari var tónlistin í blóð borin
og samdi nokkur lög, sem bera vitni
þeirri viðkvæmu lund, sem bjó undir
glaðværu yfirbragði. Hann var þjóð-
haga smiður, listamaður í öllu, sem
hann tók sér fyrir hendur.
Ég veit með vissu að mesta gæfu-
spor Gunnars var þegar hann hitti
lífsförunaut sinn, Ásu Guðmunds-
dóttur. Þau bjuggu sér fallegt heimili
að Vallarbraut 6 á Hvolsvelli og
garðurinn kring um húsið bar því vitni
hvað hægt er að gera þegar samhent
fólk leggst á eitt að fegra umhverfi
sitt. Á Vallarbrautina var gott að
koma, þar vorum við alltaf velkom-
in. Ekki gestir, sem tekið var á móti
af skyldurækni, heldur aufúsugestir
beggja hjónanna, sem tekið var
tveim höndum hvernig sem á stóð.
Oft var glatt á hjalla, en sorgin
gekk ekki heldur þar hjá garði.
Einkadóttur sína, Guðrúnu misstu
þau i blóma lífsins, eina yndislegustu
ungu stúlku, sem ég hef kynnst. Hún
var búin bestu kostum beggja for-
eldra sinna, enda augasteinn þeirra
beggja.
Ég ætla ekki að rekja ævisögu
Gunnars í þessum fáu orðum, aðeins
langaði mig að þakka frænda mínum
öll hlýju handtökin og tryggð hans á
liðnum árum.
Fyrir skömmu var ég í auðu sam-
komuhúsi, hliðarsalur var myrkvað-
ur. Lítill drengur kom þar inn með
móður sinni, hann hljóp til mín,
benti inn í dimmuna og sagði:
„Heyrðu, er nóttin þarna inni?
Oft er það svo, þegar einhver
okkur nákominn hefur vistaskipti að
okkur finnst nóttin hafa tekið völdin,
en ég trúi því að hinumegin við
tjaldið sé bjartur dagur og þeir sem
á undan eru farnir bíði þar eftir
okkur sem seinna komum.
Fjölskylda mín og ég sendum
ykkur Ásu, Guðrúnu í Hallgeirsey
og öðrum ástvinum Gunnars innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jón Sigurðsson.
elsti íbúi hreppsins. Elsku Dóra
mín, nú þegar þín hinsta ferð er
hafin og komið er að kveðjustund þá
verður okkur vinum þínum og ætt-
ingjum tregt um mál.
En þótt söknuðurinn sé mikill og
tregi þungur þá mun minningin lifa.
Minningin um mikla persónu, konu
sem aldrei gafst upp þótt á móti blési
um stund, glæsilegan fulltrúa bænda-
stéttarinnar, sem ávallt hafði að
leiðarljósi sterka og innilega guðstrú
og óbilandi bjartsýni.
Ég sendi fjölskyldu hennar og
vinum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Einar Gunnar Bollasson
Hún amma er gengin yfir móðuna
miklu. Um kl. 8 að kvöldi 13. apríl
reifstu þig lausa og lagðir af stað til
þíns fyrirheitna lands - þitt kall var
komið. Þú varst búin að gera þitt,
það vitum við öll, en við munum öll
sakna þín mikið.
„Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín verí vörn. í nótt
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttu vaka
þinn engil, svo ég sofni rótt. “
(Sveinbjörn Egilsson)
Þú varst í huga okkar aldrei gömul
þótt árin þín væru að nálgast eitt
hundrað, það gerði gleði þín og þitt
hlýja faðmlag. Við munum minnast
þess hversu þú tókst alltaf vel á móti
okkur er við heimsóttum þig til
dvalar í lengri eða skemmri tíma. Þú
óskaðir alltaf skjótra endurfunda.
Þú varst vön að lofa Guð og sagðir:
„Við munum hittast fljótt ef Guð
lofar“. Alltaf vildir þú vita hvernig
við öll hefðum það. Okkur barna-
börnum þínum mun aldrei úr minni
líða, sú mikla og góða hvatning og
samkennd er þú gafst okkur og
góðvildin í hvers annars garð.
Mörg okkar áttum þess kost að
dvelja hjá þér sumarlangt, og hjálpa
til í sveitinni hjá þér, Kidda og Jóu.
Heyskapurinn og skepnuhaldið var
okkur öllum sameiginlegt kappsmál,
að það færi sem best úr hendi.
Hvernig þér tókst að hvetja okkur
og samstilla með þínu hugarþeli.
Bænir kvölds og morgna settu á
daginn mark. Ekki mátti koma illa
fram við skepnurnar og fuglarnir
áttu sér griðastað í kringum þig.
Þetta veganesti sem þú gafst okkur
viljum við þakka fyrir - því lífsins
gangur og samskipti við aðra menn
eru einmitt farsælust á þennan veg.
Virðingu fyrir öðrum og trú-
mennska í starfi sagðir þú að væri
það sem við þyrftum að innprenta í
huga okkar. Gæta skyldum við eigna
annarra betur en okkar eigin. Þessi
atriði koma svo oft í hugann þegar
við hugsum til þín.
Vertu dyggur trúr og tryggur
tungu geymdu þína.
Við engan styggur né í orðum hryggur
athuga ræðu mína.
Hailgrímur Pétursson
Hvað er hægt að gefa ungu fólki
meira í veganesti en slíkan kærleika?
Það er svo margt sem sækir á
hugann. amma á þessari kveðju-
stund. En slíkt verðurseint upptalið.
Amma nú er rödd þín þögnuð en við
munum minnast orða þinna. Það
sem þú hefur gefið okkur munum
við reyna að varðveita af öllu hjarta.
Amma þú hefur svo sannarlega lokið
þínu dagsverki.
„Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrír allt og allt,
gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. “
(Vald. Briem.)
Megi Guð vísa þér leiðina, og hið
eilífa jós lýsa þér.
Þess óska barnabörn þín
1 dag, 23 apríl verður jarðsungin
frá Villingaholtskirkju hún amma
mín Halldóra Halldórsdóttir.
Hún var fædd í Nesi í Selvogi 15.
nóv. 1888, dóttir Halldórs Halldórs-
sonar og Sigurbjargar Sigurðardótt-
ur. Eins árs fluttist hún með föður
sínum að Sauðholti í Holtum. Þegar
hún var á sínum yngri árum var hún
í kaupavinnu í Villingaholtshreppn-
um. Þar kynntist hún manni sínum
Sigurði Guðmundssyni frá Saurbæ í
sömu sveit. Þau hófu búskap á
Jaðarkoti í Villingaholtshreppi.
Börn þeirra eru: Tvíburarnir Guð-
mundar og Halldór fædd 26. sept.
1920, Kristinn fæddur 5. apríl 1923,
Jóhanna fædd 3. mars 1926, Sigríður
fædd 28. sept. 1929, sem er móðir
mín og Margrét fædd 1. sept. 1936
en hana tók amma að sér.
Amma missti mann sinn úr
lungnabólgu á miðjum aldri frá ung-
um börnum. Það segir sig sjálft að
þetta hefur verið þungur róður fyrir
ömmu þar sem hún þurfti nú að
gegna tveimur hlutverkum.
Ungur fór elsti sonur hennar,
Halldór á sjóinn til að afla heimilinu
tekna. Hann fórst með togaranum
Mars Pemberton aðeins24 ára. Þetta
hafa verið miklir erfiðleikar sem
fjölskyldan þurfti að ganga í
gegnum. En með óbilandi dugnaði
og trú hefur hún sigrast á þeim
erfiðleikum. Þá tók hún að sér
fósturdótturina Margréti. Amma
bjó sín búskaparár í Jaðarkoti. Hún
fluttist svo að Mýrum í Villingaholts-
hreppi er börn hennar, Kristinn og
Jóhanna, keyptu þá jörð. Amma átti
nokkra mánuði í að verða 100 ára er
hún lést. Hún mundi því tímana
tvenna. „Sem barn þurfti hún að
vinna mikið og yfir sláttinn var hún
vön að fara ofan kl. sex á morgnana
til að sækja hrossin. Hún sagði mér
frá jarðskjálftanum sem varð á
Suðurlandi fyrir aldamótin, „það
var eins og alda sem kæmi eftir
jörðinni sem fólk ekki stóð af sér“.
Ég kynntist ömmu er ég fór að
vera í sveit að Mýrum á sumrin.
Amma var sérstakur persónuleiki,
hún var ákveðin en öllum vildi hún
vel. Gott lag hafði hún á börnum,
gaf þeim festu og ástúð, góð var hún
að leggja lífsreglurnar enda búin að
reyna margt um dagana. Hún var
vön að segja, vertur trúr í litlu sem
í stóru“. Það hefur verið mér og
fleirum góður skóli að hafa fengið að
alast upp í návist hennar. Amma
hafði gaman af því að spila, þær voru
margar ánægjustundirnar sem við
börnin áttum með henni við spil.
Ef einhver átti um sárt að binda
var hún tilbúin að hjálpa. Hún var
alltaf tilbúin að taka upp hanskann
fyrir þann sem minna mátti sín.
Ámma var hrein og bein í öllu og
aldrei baktalaði hún fólk. Hún var
léttlynd og kát og hafði gaman af að
gera að gamni sínu. Amma gerði
gott úr öllu. Gestrisin var hún og
skemmtileg heim að sækja.
Amma var með trúuðustu mann-
eskjum sem ég hef þekkt. Alltaf á
sunnudögum hlustaði hún á messuna
í útvarpinu og söng með. Hún kunni
margar bænir og sálma. Oft fór hún
með sálma og hafði guðs orð á
vörum. Hún var alltaf að þakka guði
það sem hann hafði gert fyrir hana.
Amma var dugleg að kenna börnum
sem að Mýrum komu bænir og
sálma. Amma bað mikið. Hún sagði
mér er hún varð níutíu og níu ára að
aldrei hefði hún náð þessum aldri
nema með guðs hjálp. Síðustu árin
á Mýrum naut hún góðrar aðhlynn-
ingar barna sinna, Jóhönnu og
Kristins, eiga þau miklar þakkir
skildar.
Amma var búin að vera á Sjúkra-
húsi Suðurlands núna eftir áramótin.
Á skírdag heimsótti ég hana, þá var
hún furðu hress. Núna hefur hún
yfirgefið okkur hér á jörð. Hún er
farin til fyrirheitna landsins. Góður
guð blessi hana nú sem áður.
Sigþór K. Ágústsson