Fréttablaðið - 25.02.2009, Page 14

Fréttablaðið - 25.02.2009, Page 14
14 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 N ýr formaður Framsóknarflokksins tók ákvörðun um að búa til þriggja daga tafaferli með stjórnarandstöð- unni í umfjöllun viðskiptanefndar Alþingis um Seðla- bankafrumvarpið. Þessi atburður varpar skýru ljósi á tvennt: Breytta taflstöðu Framsóknarflokksins og ráðherraræðið sem herðir nú tökin á Alþingi. Viðbrögð forsætisráðherra við þessari leikfléttu eru athyglisverð með hliðsjón af umræðunni um stöðu Alþingis. Fátítt er, ef ekki dæmalaust, að forsætisráðherra banni forseta Alþingis að halda áfram þingfundum og ráðherrar neiti að svara fyrirspurnum þing- manna vegna ágreinings milli stuðningsflokka stjórnarinnar. Tilgangur forsætisráðherra með eins dags fundastoppi á Alþingi af þessum sökum er vafalaust sá að sýna samstarfsflokknum fram á að leikbrögð af þessu tagi hafi afleiðingar. Kenna þarf nýjum formanni Framsóknarflokksins lexíuna. Slík beiting ráðherra- ræðis gengur hins vegar þvert gegn þeim sterka straumi sem nú fellur fram til að styrkja stöðu Alþingis gagnvart framkvæmda- valdinu. Ugglaust kemur ýmsum í opna skjöldu að forsætisráðherra skuli synda gegn þeim straumi þegar á reynir. Hætt er við að stjórn- kerfisbreytingar komi að litlu haldi Þegar ráðherraræðið er svo inngróið í eðli þeirra sem fara með valdið. Hugarfarsbreytingin skiptir í raun meira máli. Þingfundastopp forsætisráðherra bendir hins vegar til að sú breyting hafi ekki átt sér stað. Látalæti Framsóknarflokksins eru ekki stór í sniðum. Þau sýna hins vegar að ný forysta er á góðri leið með að staðsetja Framsókn- arflokkinn í litrófi stjórnmálanna þar sem hann var fyrir tíma Halldórs Ásgrímssonar. Áður fyrr starfaði Framsóknarflokkurinn ýmist til hægri eða vinstri og var að meðaltali á miðjunni. Halldór Ásgrímsson gerði flokkinn hins vegar að staðföstum málefnalegum miðjuflokki. Guðni Ágústsson vann að því að koma honum aftur í gamla farið en vannst ekki tími til að ná því fram. Nýju forystunni er hins vegar að takast þetta á undraskömmum tíma. Engin hætta er á að íhugun Framsóknarflokksins í viðskipta- nefnd leiði til kröfu um frekari breytingar á frumvarpinu. Þegar skýrslan til Evrópubankans birtist verður þykkt hennar mæld. Niðurstaðan verður síðan sú að skýrslan sé of stór og flókin til að gefa megi henni frekari gaum að þessu sinni. Framsóknarflokkurinn er ekki á förum yfir til hægri. Hann er með látalátum eins og þessum aðeins að minna samstarfsflokkana á að samstarfið kostar. Það verður ekki fyrr en stjórnin lendir í alvöru pólitískum mótvindi að Framsóknarflokkurinn fer að snúa sér frá vinstri til hægri. Það eru að minnsta kosti eitt til tvö ár í þær aðstæður. Meðferð nýju flokksforystunnar á Evrópustefnunni sem flokks- þingið samþykkti í janúar er annað og miklu stærra dæmi um að gamli Framsóknarflokkurinn er kominn aftur. Flokkurinn er í þeirri aðstöðu að geta sett þá stefnu sem skilyrði fyrir stjórnar- þátttöku og náð henni fram. Það gerir hann hins vegar ekki. Í stað þess lýsir nýja forystan því yfir eins og forysta Samfylk- ingarinnar að Evrópumálin verði ekki tekin á dagskrá fyrr en forystumenn VG leyfi. Trúfesta við samþykkta stefnu hefði verið framlenging á Framsóknarflokki Halldórs Ásgrímssonar. Það lag hentar ekki eins og sakir standa. Látalæti Framsóknarflokksins: Gamla lagið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Hvað segir kirkjan í kreppunni? Svo er spurt. Kirkjan segir söguna af frels- aranum Kristi, hún kallar til sam- funda við hann, hún heldur á lofti mynd hans og fordæmi og bend- ir á þá lækning, huggun og leið- sögn sem bænin í hans nafni er. Í á annað hundrað starfsstöðvum um land allt eru opin hús til þeirra samfunda, þar sem prestar, djákn- ar og annað starfsfólk kirkjunnar er til staðar. Þar er boðið til kyrrð- ar, til uppbyggingar, til samtals og sálgæslu, leiðsagnar í vanda. Þjón- ar kirkjunnar eru víða um land í samstarfi við opinbera aðila og frjáls félagasamtök um margvís- legar aðgerðir til liðsinnis í vanda einstaklinga og samfélags. Benda má á yfirlit á vef þjóðkirkjunn- ar, kirkjan. is, þar sem er að finna upplýsingar um margt af því starfi sem í boði er. Á trúmálavefnum, trú.is, má líka finna prédikanir og pistla þar sem kennimenn kirkj- unnar tala með skýrum hætti inn í aðstæðurnar. Eins má minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp og ómetanlegt starf og þjónustu ýmissa kirkna og trúfélaga. Og nú lifir kirkjan það tímabil trúariðkunar kirkjuársins sem er fastan. Fastan er tími þegar við erum hvött til þess að endurmeta líf okkar og forgangsröðun. Sjald- an hefur boðskapur hennar verið eins áleitinn og nú. Fjármála- kreppan knýr okkur öll til endur- mats, róttækara en við höfum áður þekkt. Kreppan er tækifæri, er oft sagt. Vissulega knýr krepp- an okkur öll til endurmats á svo mörgum sviðum. Orðið krísa er gríska og merkir kreppa, en líka dómur, endurmat. Orðið krítik, gagnrýni, er af sömu rót runn- ið. Í samtali sínu við ráðherrann, Nikódemus, segir Jesús: „Þessi er dómurinn (krísis): Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myr- krið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond.“ (Jóh. 3. 19) Kreppan er dómur og endur- mat. Nýju ljósi er varpað yfir og leiðir fram það sem áður duldist og sýnir hvað það er sem stenst. Hvað kemur fjármálakreppan trúnni við? Jú, fjármálakrepp- an er trúarkreppa, eða trausts- kreppa. Musteri Mammons sem við höfum leitast við að festa traust okkar á, efnalega farsæld og velferð, var prófað í eldi sann- leikans, heiðarleika og heilinda og reyndist vera spilaborg á hálm- leggjum. Þegar dagur reiknings- skilanna rennur upp – og það kemur alltaf að reikningsskil- um – þá blása vindar sannleikans spilaborgunum um koll, einni af annarri. Græðgin, áhættufíknin, hjarðhegðunin, falsið og blekking- arnar sem einkenndu fjármála- lífið og settu mark sitt á menn- ingu og samfélag allt, er æ meir að koma í ljós. Svo er að sjá sem siðferði heilinda og heiðarleika hafi verið tekið úr sambandi. Það flæktist fyrir frelsi, hugviti og framsækni hinna snjöllu, sem reyndist vera helvegur og feigð- arflan. Margir sitja eftir í mikilli neyð af þess völdum. Mörgum verður nú ljóst að þessi brjálsemi sem við upplifðum und- anfarin ár, þegar menn auðguðust ógurlega á skammri stundu, og ofurspennan á öllum sviðum, var mannskemmandi og lífseyðandi. Nú kalla margir eftir afturhvarfi til hinna gömlu dyggða. Hverjar eru þær? Fastan er tækifæri til að íhuga það og leggja mat á. Fasta er að láta eitthvað móti sér, endur- meta þarfir sínar, að beina athygl- inni að því einfalda og látlausa, hófsemi og hógværð og leitast við að láta gott af sér leiða öðrum til heilla. Sparsemi og hófsemd eru kennimörk föstunnar, hjálpsemi og góðvild. Fasta þekkist í öllum trúar- brögðum um allan heim. Og sam- tíminn þekkir föstu í tengslum við heilsuátök til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar. Fasta hefur djúpa andlega merkingu og ómet- anlegt gildi. Í kristnum sið tengist fastan umfram allt íhugun písl- arsögu frelsarans, sem tók á sig synd og mein manns og heims. Afstaða hans til föstunnar kemur víða fram og er í samhljómi við áherslur spámanna Gamla testa- mentisins, eins og Jesaja segir: „… sú fasta sem mér líkar er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sér- hvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn og ef þú sérð klæðlausan mann, að þú klæðir hann og firrist ekki þann sem er hold þitt og blóð.“ (Jes.58.6) Sannarlega tala þessi orð skýrt til okkar á Íslandi í dag. Og fastan lyftir fram tákni krossins og upprisunnar. Guð sneri illu til góðs, ósigri og hruni til sigurs, lífs og vonar fyrir alla menn, lífið allt. Það skín ljós í myrkri kreppu og hruns. Það ljós er Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans. Orð krossins, birta upprisunnar, verk miskunn- semi, fyrirgefningar, kærleikans á vettvangi daganna. Láttu það ljós og anda leiða og lýsa þér. Höfundur er biskup Íslands. Fastan og fjármálakreppan KARL SIGURBJÖRNSSON Í DAG | Fastan UMRÆÐAN Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnar- innar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert. Vart hefur orðið ótta um að í þeirri leið felist aukin hætta á pólitískum afskiptum og aftur- hvarf til þess pólitíska skömmtunarkerfis sem við bjuggum við áratugum saman. Fátt er fjær sanni. Ríkið er nú eigandi þriggja stærstu banka lands- ins. Verulegs frumkvæðis er þörf af hálfu ríkisins til að koma efnahagslífinu aftur á kjöl. Við þær aðstæður er val um tvennt: Að fulltrúar ríkisins í hverjum banka um sig taki ákvarðanir eða að þær séu teknar á einum stað með samræmdum hætti. Augljóst er hvort fyrirkomulagið veldur meiri hættu á ógagnsæi, spillingu og því að tekið sé með ósambærilegum hætti á sambærilegum málum. Stefnumörkun Josefsson-nefndarinnar trygg- ir að einn aðili sinni úrvinnslu stærstu og flókn- ustu skuldamála bankanna þar sem hægt er að koma við endurfjármögnun og endurskipulagningu í rekstri. Ætlun- in er að eignaumsýslufyrirtækið starfi á grundvelli almennra leikreglna og sú staðreynd mun auðvelda að halda við- skiptamálefnum í hæfilegri fjarlægð frá pólitískri hagsmunagæslu. Enginn vill afturhvarf til pólitískrar íhlutunar í viðskiptaákvarðanir banka. En almenningur á rétt á að tekið sé á sambærilegum málum með sambærileg- um aðferðum og að tryggt sé að hagsmunir ríkis- ins séu varðir með almennum leikreglum, frekar en að tilviljun ráði ákvörðunum og þær séu allar vafðar í þoku ógagnsæis og efasemda vegna flók- inna vináttu- og eignatengsla. Afskiptaleysi ríkisvaldsins af fjármálamarkaði og stefnuleysi hins opinbera í uppbyggingu fjár- málamarkaða á stóran þátt í því hruni sem orðið hefur. Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem stutt hafa við efnahagslega velferð í nágrannalöndum okkar um áratugi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Opinber afskipti en ekki pólitísk ÁRNI PÁLL ÁRNASON á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja í Apótekinu Skeifunni Febrúartilboð til elli- og örorkulífeyrisþega Bolla, sprengja, aska Davíð Oddsson seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi. Fyrirfram var búist við miklum hvelli og ekki loku fyrir það skotið að það muni lifa í manna minnum undir nafngift- inni sprengidagsmálið, með vísan í bolludagsmálið svokallaða, þar sem Davíð, sem þá var forsætisráðherra, fullyrti í útvarpsviðtali að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt að bera á sig fé. Það væri þá rökrétt framhald að áður en yfir lýkur muni Davíð fullkomna föstuinn- ganginn með öskudagsmálinu. Hvort hann noti þá tæki- færið til að rísa upp úr öskustónni eða fari úr öskunni í eldinn verður tíminn að leiða í ljós. Ómótstæðilegt tilboð Ljóst er að áhyggjur manna af atgervisflótta landsins bestu sona og dætra til annarra Norðurlandaþjóða eiga við rök að styðjast. Það spurðist til dæmis út í gær að norski seðla- bankinn hafi falast eftir starfskröftum Ingimundar Friðrikssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra. Ingimundur kveðst hafa tekið vel í erindið en ekki gefið endanlegt svar. Það er sem sé enn tími fyrir Jóhönnu Sigurðar- dóttur til að kynna afar hagstætt „þrír fyrir einn“ tilboð fyrir norskum stjórnvöld- um. Fjarstæðukennt Valgerður Sverrisdóttir brást við nokkrum fullyrðingum um Framsókn- arflokkinn á bloggi sínu í gær. Eina af þeim fullyrðingum sem hún nefnir hefur hún eftir lækni, sem sagði að í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi útrásarvíkingar farið með öll völd en ekki flokkarnir. „Þetta er auðvitað fjarstæðu- kennt,“ skrifar Valgerður. Gott og vel. En hvernig komst Val- gerður þá að þeirri niðurstöðu að Framsóknarflokkurinn bæri ekki ábyrgð á efnahagshruninu, eins og fram kom í ræðu hennar á nýafstöðnu flokksþingi? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.