Fréttablaðið - 25.02.2009, Síða 15
62
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 – 8. tölublað – 5. árgangur
„Ruslið er mælikvarði á gang efnahagslífsins,“ segir
Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Losun
úrgangs hefur dregist samfellt saman frá því efna-
hagslífið fór á hliðina hér í október í fyrra. Veru-
lega dró úr sorplosun frá fyrirtækjum í janúar, eða
um fjörutíu prósent. Heimilin hentu allt að fimmtán
prósentum minna í byrjun árs en í fyrra.
Hagnaður Sorpu nam 4,2 milljónum króna í fyrra
samanborið við 161 milljón króna í hittiðfyrra.
Rekstrartekjur námu rétt rúmum tveimur milljörð-
um króna sem er 2,1 prósenta hækkun á milli ára.
Á móti jukust rekstrargjöld um sex prósent en þau
námu 1,8 milljörðum.
Björn sagði í samtali við Markaðinn í enda ágúst í
fyrra nokkuð hafa dregið úr losun úrgangs frá fyr-
irtækjum á fyrstu sjö mánuðum ársins. Sérstaklega
væri að draga úr sorplosun fyrirtækja í bygginga- og
iðnaðargeiranum. Blikur væri á lofti enda sorplosun
vísbending um hvert stefni í hagkerfinu.
Spáin gekk eftir og gott betur. Björn segir nú sam-
drátt í sorplosun fyrirtækja merki um að atvinnulíf-
ið sé botnfrosið. Á sama tíma hafi losun á sorpi frá
heimilum dregist saman um tíu til fimmtán prósent.
Það sé eðlilegt því umfang dagblaða hafi minnkað og
því fari minna í tunnuna hjá þeim sem ekki flokka
ruslið.
Björn segir erfitt að greina hvert stefni í efnahags-
málum út frá sorplosun í dag. Ekki hafi verið rýnt
í ruslið og það greint eftir efnisflokkum. Þó megi
reikna með að fólk hendi færri raftækjum á næst-
unni. „Þetta fer þó allt eftir því hvernig atvinnulíf-
ið þróast,“ segir hann. - jab
Vísbendingar um hagkerfið í rusli
Losun á sorpi fyrirtækja dróst verulega saman í janúar. Framkvæmdastjóri
Sorpu sá fyrir framtíðarsamdrátt Íslands í úrganginum seint í fyrrasumar.
Vistvæna
prentsmiðjan!
Skilanefnd Kaupþings hefur skrif-
að þýskum stjórnvöldum bréf og
farið fram á að fá að gera strax
upp við eigendur EDGE-innláns-
reikninga. Ólafur Garðarsson, að-
stoðarmaður bankans á greiðslu-
stöðvunartímabilinu, segir búið
að gera upp innlán í öðrum lönd-
um.
Ferlið ytra segir Ólafur allt
hafa verið hið þunglamalegasta
þótt skilanefndin væri öll af vilja
gerð. „Við getum greitt 80 pró-
sent í gegnum útibú Kaupþings
í Þýskalandi þar sem við erum
með starfsfólk og buðum þýska
fjármálaeftirlitinu að mæta með
sitt fólk og hafa umsjón með ferl-
inu,“ segir hann. 20 prósentin sem
upp á vantar, 55 milljónir evra,
eru fryst á reikningi í DZ Bank í
Þýskalandi. „Ef henni yrði aflétt,
eins og við teljum að eigi að gera,
gætum við greitt allt strax.“
Þá segir Ólafur liggja fyrir
allar staðfestingar frá stjórnvöld-
um hér um að greiðslur geti átt
sér stað. Bréfið var sent eftir að
þýska fjármálaeftirlitið stakk upp
á ráðstefnuhaldi til að ræða lausn
málsins. „Við þreytumst á að fá
skammir fyrir aðgerðir eða að-
gerðaleysi annarra,“ segir hann.
Þýskir innlánseigendur hafa mikið
samband við skilanefndina.
Ólafur segir formleg viðbrögð
ekki enn hafa borist, en bréfið var
sent 19. þessa mánaðar. - óká
Vilja borga í
Þýskalandi
SENDIRÁÐ NORÐURLANDA Í BERLÍN
Þýskir kröfuhafar hafa sumir á orði að með
töfum vilji þýsk yfirvöld kenna þeim lexíu
fyrir að hafa ekki valið þýskan banka.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Alvarlegur efnahagssamdráttur er í Bandaríkjunum
og mun bandaríski seðlabankinn leita allra mögu-
legra leiða til að spyrna við því að þrengingarnar
verði langvinnar.
Þetta sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Banda-
ríkjanna, fyrir fjármálanefnd bandaríska öldunga-
deildarþingsins í gær. Hann taldi sýnt að mesti sárs-
aukinn verði tekinn út á fyrri hluta ársins. Efna-
hagslífið lagi sig að breyttum aðstæðum þegar líði
á seinni hluta árs og megi vænta betri tíðar á nýju
ári. Þó megi ekki útiloka að áhrifa kreppunnar nú
muni gæta á næsta ári takist ekki að koma á stöð-
ugleika á fjármálamörkuðum.
Bandarísk stjórnvöld hafa gert flest sem í valdi
þeirra stendur til að draga úr áhrifum kreppunnar,
sem á að stórum hluta ættir að rekja til hruns á fast-
eignalánamarkaði vestan hafs.
Hrunið, sem hefur nú staðið yfir frá um miðju ári
2007, hefur komið harkalega niður á helstu hluta-
bréfamörkuðum. Verulegur skellur var á hlutabréfa-
mörkuðum víða um heim í vikunni og fóru helstu
hlutabréfavísitölur vestra neðar en eftir netbóluna
og hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september
2001. Þá fóru bæði gamla og nýja Úrvalsvísitölurnar
í lægstu gildi í íslenskri Kauphallarsögu í gær.
Ein aðgerða nýrrar ríkisstjórnar Baracks Obama,
forseta landsins, eru kaup á hlutafé banka og fjár-
málafyrirtækja. Í vikunni sagði Timothy Geithner,
fjármálaráðherra landsins, viðræður hafnar við
bandaríska bankann Citigroup og tryggingarisann
AIG, sem búist er við að þurfi frekara fjármagn eigi
fyrirtækin að standa í lappirnar. Þetta er í takti við
ráðleggingar hagfræðiprófessorsins Nouriel Roubin-
is, sem sagði reyndar í samtali við CNBC-sjónvarps-
fréttastöðina í gær, vanda stjórnvalda gríðarlegan
þar sem fjármálafyrirtæki sem séu í vanda stödd
bæði orðin of stór og of mikilvæg til að fara á hlið-
ina á sama tíma og björgun þeirra geti orðið ærið
kostnaðarsöm. Ráðlagði hann bandarískum stjórn-
völdum að fara svipaða leið og Svíar í bankakrepp-
unni við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar en þá
var fjármagni dælt inn í lífvænleg fyrirtæki sem
glímdu við tímabundna erfiðleika á meðan þau sem
voru verr stödd fóru í þrot.
Horfir í djúpa lægð
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna óttast djúpa kreppu fram á
næsta ár. Doktor Dómsdagur mælir með sænsku leiðinni.
Skattasvikarar | UBS-bankinn
í Sviss hefur samþykkt að greiða
bandarískum stjórnvöldum um
780 milljónir dollara, jafnvirði
um 90 milljarða króna, í bætur
fyrir að hjálpa bandarískum fjár-
magnseigendum að svíkja undan
skatti í skjóli bankaleyndar.
Innrás í Bandaríkin | Breski
milljarðamæringurinn Sir Philip
Green hefur svipt hulunni af
opnun Topshop í New York. Top-
shop-keðjan er flaggskip auð-
jöfursins en hann ætlar að opna
fimmtán slíkar verslanir í Banda-
ríkjunum á næstunni.
Nýtt líf | Breski bankinn Nort-
hern Rock, sem þjóðnýttur var
fyrir ári, hefur gengið í endur-
nýjun lífdaga en stefnt er að því
að hann hefji fljótlega aftur að
veita viðskiptavinum sínum fast-
eignalán.
Lækkuð laun | Richard Pym,
stjórnarformaður breska bankans
Bradford & Bingley, hefur strik-
að út bónuskerfi sitt. Laun hans
lækka því um tæpan helming auk
þess sem uppsagnarfrestur hans
fer úr tveimur árum í einn dag.
Hærra gullverð | Verð á gulli fór
yfir þúsund dali á únsu í síðustu
viku. Gullverðið lækkaði talsvert í
byrjun árs en hefur snúið til baka
eftir því sem hlutabréfaverð hefur
lækkað.
Ósáttir stofnendur Enex
Vilja ekkert
skúffufyrirtæki
Jeffrey D. Sachs
Alþjóðlegt
efnahagsátak
Verðmat gömlu bankanna
Eignastaðan
næsta marklaus
4-5