Fréttablaðið - 25.02.2009, Side 16

Fréttablaðið - 25.02.2009, Side 16
MARKAÐURINN 25. FEBRÚAR 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Óánægja er meðal stofnenda og smærri hlut- hafa Enex með ákvörðun Geysis Green En- ergy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland Am- erica Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Marg- eirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa fé- lagið. Hann telur að REI „hirði“ Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofn- endum Enex verði fleygt „út á gaddinn“. Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfun- um tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að ráð- ast í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex,“ segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hlut- hafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja“. Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn. ÁSGEIR MARGEIRSSON Ósáttir við að Enex verði skúffufyrirtæki Stofnendur Enex eru óánægðir með að félaginu verði skipt upp og fellt inn í Geysi Green Energy. Stjórnarformaðurinn segir að litlir hluthafar sæti innlausn vilji þeir ekki selja. Myndband sem Brian Suda, breskur hugbúnaðar- ráðgjafi hjá TM Software, setti á vefinn vimeo.com vakti slíka athygli aðstandenda CeBit ráðstefnunn- ar að honum var boðið að taka þar þátt í pallborð- sumræðum um meðhöndlun persónuauðkenna. CeBIT ráðstefnan hefst í Hannover í Þýskalandi 3. mars næstkomandi, en hún er einn af árvissum stórviðburðum tækniheimsins. Brian fjallar þar um „OpenID,“ en það gerir fólki kleift að notast bara við eitt auðkenni á Netinu, í stað þess að vera með mörg aðgangsorð. Auk hagræðis er lausnin sögð draga úr líkum á að upplýsingum á borð við tölvupóstföng sé „stolið“ á netinu. Allnokkur vef- svæði styðja orðið OpenID, svo sem Yahoo og Sun Microsystems. Brian hefur prófað sig áfram með lausnir sem snúa að auðkenningu fólks yfir netið og bjó fyrir um mánuði til nýstárlegt kennslumyndband á vefsíð- unni vimeo.com. Í kjölfarið fékk hann boð um að taka þátt í CeBit. - óká Starfsmaður TM Software á CeBit Rúmur tugur félaga frá sex lönd- um hefur skoðað gögn Orkustofn- unar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orku- stofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíu- stofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við út- hlutum leyfum,“ segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vís- bendingum um olíu á Drekasvæð- inu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlut- að undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jóns- son lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Fær- eyjum og Kanada. Hann segir ekk i h laupið að því að finna nægilega arð- bæra og nýtan- lega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður e n v i n n i n g - ur fæst. „Tölu- verður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð,“ segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norð- ursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratug- um og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtan- leg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna,“ segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká KRISTINN EINARSSON Sex lönd sýna leit á Dreka svæðinu áhuga Olíuleit gæti tekið áratugi. Líkist lottóspilun. DREKASVÆÐIÐ Svo gæti farið að rannsóknarleyfum vegna olíuleitar á Drekasvæðinu verði að lokum úthlutað næsta haust. MYND/ÚR SAFNI Í janúar 2009 voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta saman- borið við 41 fyrirtæki á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur tæplega 71 prósenti, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. „Líkt og verið hefur síðustu mánuði voru gjaldþrotin flest í byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð en fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á þeirri starfsemi. Bæði hefur dregið um- talsvert úr fjárfestingum og einn- ig var talsvert um að fyrirtæki í þessari grein væru með skuld- ir í erlendri mynt á móti eign í kláruðu eða hálfkláruðu húsnæði sem selst illa og hefur misst tals- vert af markaðsvirði sínu,“ segir í umfjöllun Greiningar Glitnis. Í þessum geira urðu 18 fyrirtæki gjaldþrota í mánuðinum, en næst- flest urðu gjaldþrotin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. „Gera má ráð fyrir að gjald- þrotum fyrirtækja haldi áfram að fjölga á þessu ári samhliða því sem mikill samdráttur er fram undan í hagkerfinu og eft- irspurn og fjárfestingar dragast saman hröðum skrefum. Þá er aðgengi að fjármagni með versta móti og vextir háir,“ segir í um- fjöllun Glitnis. - óká Í GARÐABÆ Fyrirtæki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eru mörg með erlendar skuldir á móti hálfkláruðu húsnæði sem fallið hefur í verði. MARKAÐURINN/GVA Gjaldþrota fyrirtækjum fjölgar Rúmlega 70 prósent fleiri fyrirtæki gjaldþrota í janúar en í janúar í fyrra. Ætla má að stjórnendur og starfs- fólk Straums sem virkjaði kaup- réttarsaminga sína hafi á einni viku tapað 12,6 prósentum af kaupunum. Heildarverðmæti samningsins hafa að sama skapi rýrnað um 136 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í bankanum hafði rokið upp um rúm 100 pró- sent á mánuði áður en tilkynnt var um kaupréttarsamningana fyrir viku á viðmiðunargenginu 1,67 krónur á hlut. Þá stóð geng- ið í 2,53 krónum. Það hefur fall- ið um 42 prósent síðan þá, þar af um 19,3 prósent í gær þegar það endaði í 1,46 krónum á hlut. - jab Skertur rétturG E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca -14,5% -22,6% Bakkavör -6,6% -26,1% Eimskipafélagið -10,0% -28,0% Icelandair -4,3% -3,6% Marel 0,9% -35,8% SPRON 0,0% 0,0% Straumur -40,4% -21,5% Össur 0,5% -5,7% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 275 Úrvalsvísitalan OMXI6 799

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.