Fréttablaðið - 25.02.2009, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2009 19
Rösklega þrjátíu leikarar taka
þátt í að ljá þessum fræga bæ
líf að þessu sinni. Bærinn hefur
greinilega tekið miklum breyt-
ingum frá fyrri árum og áherslur
fólksins sömuleiðis. Það er óneit-
anlega meiri söngleikjabragur á
þessari uppfærslu en þeim fyrri.
Höfundurinn Thorbjörn Egner
er íslenskum lesendum og áhorf-
endum mjög vel kunnur. Það má
segja að hann hafi í upphafi
hannað sýninguna í heild sinni
og var leikmynd hans í upp-
færslu Þjóðleikhússins 1960. Að
þessu sinni er það Brian Pilking-
ton sem teiknar bæinn og bygg-
ir hann að miklu leyti á fyrri
myndum þótt litasamsetningin
sé meira í anda nammis í poka
en þeirrar fyrri.
Norðmenn hafa verið svo gæfu-
samir að rækta vel barnagarðinn
sinn og er hlutverk Ríkisútvarps
þeirra þar mikilvægt. Í elsta
útvarpsbarnatíma veraldar „Lör-
dagsbarnetimen“ sagði Egner
börnum margar sögur, söng og
spjallaði við þau. Sögusmiðja
hans er stór og útgefin verk fleiri
en fimmtíu. Hann ólst sjálfur upp
í húsi þar sem rakari, bakari og
pylsugerðarmaður voru hluti af
daglega lífinu og hljóðfæraleikur
allrar fjölskyldunar mikill.
Kardemommubærinn er svolít-
ið eins og draumur um hinn full-
komna hamingjubæ. Boðskap-
urinn er skýr, það er, að í öllum,
jafnvel ræningjum, er eitthvað
gott og allir geta orðið góðir að
lokum, jafnvel hin skapstygga
Soffía frænka.
Í Þjóðleikhúsinu um helgina
skein eftirvænting úr augum
bæði barna og fullorðinna og
ungir foreldrar báru saman upp-
lifun sína við þá fyrri og þeir
sem eldri voru höfðu sömuleiðis
eldri skírskotun. Allt er breyting-
um háð en grunnhugmyndin þó
hin sama, að vísu var hér farið
svolítið hratt yfir og lítil hvíld í
einstökum atriðum. Eins og til
dæmis þegar verið er að læðast
bæði til að stela Soffiu og eins til
að skila henni, þau atriði voru of
hröð til þess að smáfólkið kæm-
ist í þá stemningu sem óneitan-
lega fylgir slíku næturævintýri.
Ein lítil spurði: „Af hverju er hún
svona?“ og gretti sig, kannski var
þessi Soffia frænka ekki nógu
gasaleg eða full ung og falleg.
Engu að síður er Soffía frænka,
sem Edda Björg Eyjólfsdóttir
leikur, uppáhald og svo auðvit-
að ræningjarnir. Þegar þeir birt-
ust fór kliður um salinn eins og
upphitunartónleikum væri lokið
og nú kæmi loksins aðalhljóm-
sveitin: „Þeir eru að koma, þeir
eru að koma!“ kvað við úr hverj-
um kima.
Örn Árnason átti salinn og
hvert hjarta í honum í hlutverki
Kaspers og þar með hefur hann
klifrað upp ræningjastigann og
leikið alla þrjá bræðurna fyrir
unga áhorfendur Þjóðleikhúss-
ins. Hinir ræningjarnir eru hér
í höndum þeirra Rúnars Freys
Gíslasonar og Kjartans Guðjóns-
sonar. Jesper hefur frá hendi höf-
undar nokkuð erfiðara hlutverk
því hann er svo ósköp venjuleg-
ur. Jónatan aftur á móti er þessi
hræddi og aulalegi sem hvorki
þorir né nennir og Kjartan náði
svo sannarlega til áhorfenda í
öllum sínum óttaslegnu sveifl-
um. Það sem einkenndi sýning-
una í heild sinni var ógnarhraði
og stirðnað bros á öllum andlitum
eins og leikstíllinn væri fenginn
að láni úr brúðuheimi. Það hefði
svo auðveldlega mátt ná aðeins
betra sambandi við leikhúsgesti
með því að teygja sig örlítið út úr
þessari stöðluðu mynd. Sigurður
Sigurjónsson í hlutverki Tóbías-
ar var í raun og veru sá eini sem
braut upp þennan hasarstíl með
mjúkri og skondinni nærveru
hins klóka karls.
Þó svo Egner hafi haft sitt eigið
umhverfi í huga þegar hann samdi
verkið þá hafði hann einnig verið
svolítið í Alsír svo þaðan fléttar
hann úlföldum og ösnum, pálma-
trjám og fleiru inn í söguna. Bæði
úlfaldinn og asninn hér í þess-
ari sýningu voru skemmtilega
útfærðir og ungir verðandi verk-
fræðingar spáðu mikið í fram- og
afturlappir ekki síst þegar asnan-
um var lyft upp á kerruna, svona
ljómandi liðugur.
Birta og litagleði einkenndi
búningana hér. Bæjarstjórahjón-
in í meðförum þeirra Baldurs
Trausta og Estherar Talíu skört-
uðu bæði hinum rauða lit sem
gerir alla glaða. Valur Freyr Ein-
arsson í hlutverki Sörensens rak-
ara spriklaði og dansaði einkar
fimur í rakarasöngnum og var
glettilega skemmtilegur fyrir
svo utan að sokkarnir hans voru
óborganlegir. Tónlistin stóð fyrir
sínu í styrkri stjórn Jóhanns G.
Það skiluðu allir hlutverkum
sínum vel, ekki síst litlu hund-
arnir sem heilluðu litlu áhorf-
endurna.
Það sem hefði mátt betur fara
er fyrst og fremst ryþmi sýning-
arinnar og eins nýting lýsingar:
það er myrkurs og þeirrar dul-
úðar sem það skapar. Nú verður
vonandi ekki eins löng bið eftir
næsta Kardemommubæ. Þjóð-
leikhúsið ætti að setja hann upp
alltaf á fimm ára fresti, eða einn
Kardemommubæ með hverjum
nýjum leikhússtjóra.
Elísabet Brekkan
„Ég er viss um að það
var hér allt í gær“
LEIKLIST
Kardemommubærinn
Thorbjörn Egner
Leikmynd: Brian Pilkington
Búningar: María Ólafsdóttir
Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson
Lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur
Ágúst Stefánsson
Sviðshreyfingar og dans: Birna Björns-
dóttir og Guðfinna Björnsdóttir
Þýðing: Hulda Valtýsdóttir og Kristján
frá Djúpalæk
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
★★★
Egner með Disney-hjúp
Íslenskt efnahagslíf
- áskoranir og tækifæri
Straumur fjárfestingabanki stendur að morgunfundi laugardaginn 28. febrúar kl. 10:00-
12:00 í Iðnó. Á fundinum verða ræddar helstu áskoranir og tækifæri Íslands í náinni
framtíð.
Waltraud Schelkle, sem er meðal færustu sérfræðinga á sviði efnahags- og
peningamálastefnu Evrópusambandsins, mun fjalla um aðlögunarferli ríkja að stefnu
sambandsins og kosti og galla aðildar. Vilhjálmur Egilsson kynnir nauðsynlegar aðgerðir til
endurreisnar atvinnulífsins að mati Samtaka atvinnulífsins. Sveinn Hjörtur Hjartarsson
fjallar um hagsmuni íslensks sjávarútvegs í tengslum við Evrópusambandsaðild og að lokum
mun Arnór Sighvatsson fara yfir peningastefnu á óvissutímum.
Raffaella Tenconi, aðalhagfræðingur og greinandi Straums mun stýra fundinum sem lýkur
með pallborðsumræðum.
Laugardagur 28. febrúar 2009 - Iðnó
Nauðsynlegar aðgerðir til endurreisnar atvinnulífsins
Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri, Samtök atvinnulífsins
Kostir og gallar aðildar að Evrópusambandinu
Dr. Waltraud Schelke, dósent, Hagfræðideild Evrópumiðstöðvar
London School of Economics
ESB og sjávarútvegurinn
Sveinn Hjörtur Hjartarsson, aðalhagfræðingur, LÍÚ
Peningastefna á tímum óvissra gjaldeyrishafta
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Pallborðsumræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri er Raffaella Tenconi, aðalhagfræðingur Straums.
10:00
10:20
10:40
11:00
11:20
Fundurinn fer fram á ensku og er engin aðgangseyrir.
Skráning fer fram í síma 585-6600 eða með tölvupósti á receptionreykjavik@straumur.com
Söngnámskeið
7 vikna námskeið byrja 2. mars
Söngtækni og -túlkun / Tónfræði
Sími 552 7366
songskolinn@songskolinn.is www.songskolinn.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki