Tíminn - 04.04.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 04.04.1992, Qupperneq 3
Laugardagur 4. apríl 1992 Tíminn 3 Hækkun mánaðartekna ASÍ sétta 1990 1991 Verkakonur..... 80.000 83.400 4% Afgr.konur..... 83.000 86.600 4% Skrifst.kon.... 87.500 95.000 9% Verkakarl....... 101.500 104.700 3% Afgr.karl........113.100 130.300 15% Skr.karl.........127.100 136.900 8% Iðnaðarm........ 132.700 140.800 6% Allir........... 102.700 108.400 6% Eitthvað virðist hér hafa mistekist um mestar kauphækkanir til þeirra Iægst launuðu? I fréttatilkynningu Kjararann- sóknamefndar segir að helstu nið- urstöður séu þær að greitt tímakaup landverkafólks innan ASÍ hækkaði um 7,1% að meðaltali frá 4. árs- fjórðungi 1990 til sama ársfjórð- ungs 1991, eða örlitlu minna en al- mennar breytingar kauptaxta (7,4%) á tímabilinu. Framfærslu- vísitalan hækkaði um 7,8% á sama Þrenn gömul lög afnumin t vetur hafa veríð lögð fram á Alþingi þrjú fríimvörp um afnám gamalla laga. Nýlega samþykkti þingið að afnema lög um beitumál, en þau fóiu í sér að sérstakar beitunefndir væru starfandi í öllum Iandshlutum sem áttu að hafa það hlutverk að sjá um að ávaUt vxri til næg beita. Sjávarútvegsráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um afnám laga um bann við sölu og leigu skipa úr landi. Þessi lög voru sett árið 1917 þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þá hefur samgönguráð- herra lagt fram frumvarp um afhám laga um Skipaútgerð ríkisins, en eins og kunnugt er hefur fyrirtældð nú ver- ið lagt niður og eignir þess seldar. Með frumvarpi samgönguráðherra fylgir sögulegt yfirlit um starfsemi Sldpaút- gerðarinnar í 60 ár. -EÓ Vinnuvika verkakarla hefur styst um 2,2 stundir á tveim árum og heildarlaun þeirra því sáralítið hækkað: Afgreiðslukarlar brunað fram úr í launahækkunum og holl hreyfing hamlar gegn beinþynningu. Byggðu upp - borðaðu ost. Afgreiðslukarlar hafa nú annað áríð í röð sópað til sín kauphækkunum langt umfram aðrar ASÍ- stéttir. Þetta á bæði við um greitt tímakaup og enn fremur hækkun heildar- tekna sökum stöðugt vaxandi vinnutíma. Verkakarlamir sitja hins vegar eftir með sárt ennið, ekki aðeins minnsta hækkun á tímakaupi heldur líka sáralitla hækkun heildarlauna vegna stöðugt styttri vinnutíma. Vinnuvika ver- kakarlanna hefur nú á tveim ámm styst samtals um 2,2 stundir, sam- kvæmt útreikningum Kjararann- sóknamefndar. I launaumslagi þeirra munar mikið um nær tíu yf- irvinnustundir á mánuði. Af þessu leiðir að á 4. ársfjórðungi síðasta árs höfðu heildartekjur ver- kakarlanna aðeins hækkað um 3.200 kr. (3%) frá sama fjórðungi ár- ið áður. Launaumslag afgreiðslu- karlanna þyngdist aftur á móti um 17.200 kr. (15%) á sama tímabili. Sé litið á tveggja ára tímabil hafa 8.040 krónur (8%) bæst við heildar- launatölu verkakaralanna, en af- greiðslukarlarnir hafa náð að hækka niðurstöðutöluna um 27.600 kr. (27%) á sama tímabili. Breyttur vinnutími skýrir þennan mikla mun þó aðeins að háifu. Á síð- asta ári hækkaði tímakaup ver- kakarlanna aðeins um tæplega 6% en afgreiðslukarlanna um nær 14%. Kaupmáttur verkakarlanna hefur þar með rýrnað um 2% á sama tíma og hann hefur aukist um meira en 5% hjá hinum. Á tveim árum hefur greitt tíma- kaup verkakarlanna hækkað um 50 kr. (13%) upp í 426 krónur, en tíma- kaup afgreiðslukarlanna um 101 kr.(23%) upp í 533 kr. á tímann að meðaltali. Verkakarlarnir eru þó ekki eini láglaunahópurinn sem taldi litlu fleiri krónur upp úr umslaginu sínu síðustu mánuði ársins 1991 en einu ári áður. Hið sama á við um verka- konur og afgreiðslukonur. Tíma- kaupið þeirra hækkaði að vísu rúm 8% og 9%, eða heldur meira en verðbólgan. Hins vegar hafði vinnu- vikan styst kringum 1,5 stundir hjá þessum stéttum. Heildartalan á launaumslaginu hækkaði því aðeins kringum 3.500 krónur, eða 4% á heilu ári, í staðinn fyrir 6.500 sem þurfti til að halda í við verðlags- hækkanir á tímabilinu. Tveggja ára samanburður kemur samt mun bet- ur út fyrir þessar kvennastéttir en verkakarlana. Hækkun á heildarmánaðartekj- um fólks í fullu starfi frá 4. ársfjórð- ungi 1990 til sama tíma 1991 (slétt- að í heil hundruð) var sem hér segir: tíma, þannig að kaupmáttur minnk- aði að meðaltali um 0,6%. Allur samanburður hér að ofan er á milli tveggja ársfjórðunga. Sé hins vegar borið saman greitt tímakaup eins og það var að meðaltaii allt árið 1990 annars vegar og 1991 hins veg- ar verður niðurstaðan 8,2% hækkun að meðaltali fyrir alla hópana — minnst 6% hjá skrifstofukörlum og mest nær 11% hjá verkakonum. „Þessar tölur sýna að á árinu 1991 stöðvaðist kaupmáttarrýrnun tveggja undangenginna ára, en þá rýrnaði kaupmáttur greidds tíma- kaups um 6 til 7% hvort árið,“ segir Kjararannsóknarnefnd. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.