Tíminn - 04.04.1992, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 4. apríi 1992
Setti upp lión
fyrir Salvador
„Taxidermi" er grein sem
ekki er víst að allir átti sig
strax á hver muni vera.
En á góðri íslensku heitir
þessi list hamskurður og
felst í því að stoppa upp
dýr. Þó nokkrir hafa lagt
stund á uppstoppun dýra
sem áhugamenn hér á
landi, en þetta er vanda-
samt verk sem þarf lista-
mannshanda við ef besti
árangur á að nást. Tveir
menn munu nú hafa
þetta að aðalatvinnu hér
á landi og er annar þeirra
á Náttúrufræðistofnun,
en hinn er spánskur að
þjóðerni, Manuel Arjona,
sem búsettur hefur verið
hér á landi frá árinu
1973, en lærði til verka í
heimalandi sínu. Manuel
hefur vinnustofu að
Kleppsmýrarvegi 8 í
Reykjavík og þangað lá
leið okkar í heimsókn til
hans nú í vikunni. Spurð-
um við hann um uppruna
hans og um margt sem
að uppstoppun dýra lýtur.
Manuel Arjona: „ Vandasamast er að flá dýrin og
verka skinnin rétt fyrir uppstoppun. “
(Tímamynd Árni Bjarna)
Rætt við spánskan hamskera,
Manuel Arjona, sem starfað
hefur að grein sinni á íslandi
frá 1973