Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. apríl 1992
Tíminn 9
Um 4.500 hringdu,
1.080 heimsóttu og
78 gistu 900 nætur
í Rauöakrosshúsi
áriö 1991:
gestaRauða-
krosshúss hvoHd í
starfi né skóla
Gífurleg íjölgun símhring-
inga er það sem helst ein-
kennir 1991 í Rauðakross-
húsi frá fyrri árum. Starfs-
menn tóku á móti tæplega
4.500 símtölum á árinu,
sem var nær helmings
fjölgun frá árinu áður og
þreföldun frá 1989. í 165
þeirra var rætt um sjálfs-
víg. Þá eru ótalin hátt á
annað þúsund skipti sem
skellt var á sl. ár. Athygli
vekur að um 40% allra
hringinga ársins voru síð-
ustu mánuðina og þar af
um helmingur í nóvember,
sem sker sig algerlega úr.
Rólegastir voru febrúar,
júlí og ágúst, 200-250
samtöl á mánuði. Þar
virðist nú mikil breyting,
því um 1.550 manns höfðu
símasamband fyrstu tvo
mánuði þessa árs, sem er
nær þreföldun frá sömu
mánuðum í fyrra. Nær
fimmta hver stúlka sem
hringdi var 14 ára en 12
ára aldur var algengastur á
piltunum.
„Varast ber að túlka mikla fjölg-
un símtala sem afleiðingu af auk-
inni þörf. Þörfin fyrir símþjónust-
una hefur sennilega verið til staðar
öll þessi ár. Segja má að böm, ung-
lingar og ungt fólk hafi í æ ríkara
mæli verið að uppgötva þessa
þjónustu sem aðgengilega leið til
að leita ráða og leiðbeininga. Einn-
ig má merkja að greinileg fylgni er
milli kynningarstarfs og fjölgunar
símtala," segir m.a. í ársskýrslu
Rauðakrosshússins.
Um 57% (eða 2.260) þeirra sem
hringdu voru stúlkur, 24% drengir
og síðan nærri fimmtungur karlar
og konur á ýmsum aldri, aðallega
foreldrar að leita ráða varðandi
samskipti við börn sín. Nærri
helmingur þeirra hringjenda sem
segja til sín er búsettur utan höf-
uðborgarsvæðisins. Langflestir
hringdu milli klukkan 13 og 17 á
daginn. Þótt rætt væri um nánast
ailt milli himins og jarðar voru
ákveðnir þættir meira áberandi en
aðrir, svo sem; spumingar um
getnaðarvamir, kynlíf, Iíkamann,
ástina og aðrar tilfinningar, sam-
skipti við foreldra og gagnstæða
kynið, vímuefnaneyslu, sjálfs-
myndina, einelti, ofbeldi og vanlíð-
an af ýmsum ástæðum.
Helmingur í mikilli
vímuefnaneyslu
Á árinu leituðu 78 einstaklingar,
þar af 51 í fyrsta skipti, alls 108
sinnum aðstoðar í neyðarathvarfi
Rauðakrosshússins og gistu þar
samtals um 900 nætur. Algeng-
ustu orsakir voru miklir sam-
skiptaörðugleikar við foreldra,
vímuefnaneysla ungmennanna
sjálfra eða foreldranna og húsnæð-
isleysi. Um 58% þessa hóps átti
lögheimili á höfuðborgarsvæðinu
en hinir víðs vegar á landinu.
Langflestir leituðu aðstoðar í janú-
ar og ágúst, en einnig margir í apr-
fl og maí.
Strákar voru í töluverðum
meirihluta. Átta þeir yngstu vom
14 og 15 ára, nærri þriðjungurinn
16 ára og meirihluti hinna 17 og
18 ára. Yngstu stúlkumar voru að-
eins 12 og 13 ára. Langflestar voru
þó 16 ára en hinar skiptust flestar
nokkuð jafnt á aldursárin frá 14 til
18 ára.
Um helmingur þessa 78 manna
hóps var í mikilli vímuefnaneyslu.
Aðeins 28% vom í námi og jafn-
stór hópur hafði flosnað upp frá
gmnnskólanámi. Nærri tveir af
hverjum þrem vom hvorki í skóla
né í vinnu. Aðeins þriðjungur
hópsins á kynforeldra sem búa
saman.
Fjórðungur kom af
götunni
í skýrslunni er m.a. sýnt hvaðan
gestirnir komu og hvert þeir fóm.
Fjórðungur þeirra kom af götunni
og um sjötti hver fór aftur á göt-
una. Aðeins 13% kom frá heimili
beggja foreldra sinna og helmingi
færri sneru þangað aftur. Um 14%
komu af heimili einstæðrar móð-
ur eða föður og 11% af heimili for-
eldris og stjúpa/stjúpu. Samtals
38% hópsins (30 ungmenni) hafa
því búið á heimili annars eða
beggja foreldra, en aðeins 24%
snem þangað aftur eftir dvölina í
Rauðakrosshúsinu.
Nær fjórðungur alls hópsins
fékk hins vegar húsaskjól hjá
systkinum, ættingjum eða vinum.
Um sjöundi hluti gestanna kom
úr sambýlum eða meðferðarheim-
ilum fýrir vímuefnaneytendur og
nær fjórðungurinn fór á slík
heimili eftir dvölina í Rauðakross-
húsi. Nokkrir fóm hins vegar í
heimavist, komu sér fyrir á vinnu-
stað, í leiguhúsnæði og öðrum
stöðum.
Margir leituðu ráða
í maí
Undanfarin ár hefur það farið
vaxandi að börn og unglingar leiti
eftir viðtali við starfsmenn Rauða-
krosshúss án þess að óska gisting-
ar. Þetta leiðir síðan oft af sér að
viðkomandi fara að líta við eða
koma í reglulegar heimsóknir.
Um 400 daggestir leituðu þannig
ráðgjafar í Rauðakrosshúsi á ár-
inu og þar af áberandi margir
(21%) í maímánuði einum, eða 6-
7 sinnum fleiri en mánuðina ág-
úst til október. Hátt á 7. hundrað
daggesta litu síðan við vegna
óformlegra tengsla eða af ýmsum
öðmm ástæðum. Starfsmenn við
Rauðakrosshúsið em 7 allir í fullu
starfi, þar af fimm kennaramennt-
aðir.
- HEI