Tíminn - 04.04.1992, Side 14

Tíminn - 04.04.1992, Side 14
14 Tíminn Laugardagur 4. apríl 1992 Þegar (dú skráir þig í Vaxtalínuna opnast þér ýmsir möguleikar: Félagar fá Vaxtalínubol um leið og þeir skrá sig - þeim að kostnaðarlausu. HRAÐKORT veitir aðgang að 25 hraðbönkum. Hægt er að millifæra af Gullbókarreikningi yfir á hrað- bankareikning*. Þeir foreldrar sem láta unglinga fá vasapeninga geta samið við bankann um að láta millifæra af sínum reikningi yfir á reikninga barna sinna. AFSLÁTTARKORT veitir þér afslátt á ýmsum matsölustöðum, sólbaðs- stofum, myndbandaleigum, tískuverslunum o.fl. um land allt. FJÁRMÁLABÓK er hentug til að fylgjast með stöðu á banka- reikningnum og færa inn útgjöld og gera áætlanir. SKÓLADAGBÓK fyrir félaga í byrjun skólaárs. FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ veitir innsýn í hinn flókna heim fjármálanna. VAXTALÍNUVÖRUR Búnaðarbankans á afsláttarverði fyrir félaga. Iþróttatöskur, bolir o.fl. BÍLPRÓFSSTYRKIR eru veittir fjórum sinnum á ári fyrir hluta af bílprófs- kostnaði. Hugmyndasamkeppni í samvinnu við Umferðarráð. LÁNAMÖGULEIKI fyrir félaga sem orðnir eru 18 ára. 'Unglingar undir 16 ára aldri sem stofna Hraðbankareikning þurfa samþykki foreldra. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS i£ggja o^na^TAr^ í lEJKUR EINN Eftir Guðmund skipstjóra Guðmundsson frá Móum Togaraskipstjórinn sem fyrstur veiddi á þessum fengsæl- ustu fiskislóðum íslenskra togara í áratugi segir hér frá fyrstu veiðiferðinni EKKI VERÐUR um það deilt, að Halinn sé mesta og besta togfiskimið í heimi, því að ekkert fiskimið þekkist, hvorki hér við land né ann- ars staðar, þar sem asfiski getur ver- ið á ölium tímum árs, nema á Hal- anum, enda hafa íslenskir togarar undanfarin styrjaldarár fengið þar fullfermi túr eftir túr, og er víst ekki of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að tveir þriðju hlutar togaraaflans séu fengnir á Halanum. Á þessu geta allir séð, hve mikil gullnáma þetta veiðisvæði er. Fjölgun í togaraflot- anum Það verða nú bráðlega þrjátíu ár (þ.e. 1945-innsk.) síðan fyrst var reynt með botnvörpu á þessu miði, og hefir mér því komið til hugar að segja tildrög þess, að þar var reynt með botnvörpu. Árið 1911 hafði orðið allmikil fjölgun í íslenska togaraflotanum. H.f. ísland hafði keypt „Lord Nel- son“, stórt og mikið skip, Thor Jens- en o.fl. höfðu keypt Snorra goða, eldra, Th. Thorsteinsson o.fl. leigt tvo togara frá Aberdeen og Eggert Ólafsson var keyptur til Patreks- fjarðar. Þetta ár tók ég við skipstjóm á Snorra Sturlusyni; hann var byggöur í Hull árið 1900, 75 smá- lestir nettó. Heldur þótti Snorri lítið sjóskip og togskip varla í meðallagi. Undanfarin vor hafði verið fiskað í Faxaflóa, en nú hafði hann síðustu tvær til þrjár vorvertíðir fyllst af frönskum togumm, svo að íslensku skipstjórarnir höfðu ekki mikla trú á, að þar aflaðist, innan um alla Fransmennina. Hugðu því flestir til aö reyna við Austurland, því að heyrst hafði, að enskir togarar fisk- uðu þar vel um þennan tíma árs, en fiskur var þar frekar smár. Ég hafði verið þar árið 1908 á saltfiskveiðum með enskum togara, „Lysander", skipstjóri var Árni Eyjólfsson Byron. Afli var heldur rýr og að mestu smá- fiskur, og veðráttan þokusöm. Um 20. maí fómm við austur á Snorra Sturlusyni, vomm þar 5-6 daga og fengum sæmilegan afla af smáfiski, höfðum á þessum tíma fengið sem svarar hálfum túr. en þá bilaði vélin svo að ekki var hægt að toga svo að gagni væri. Var því haldið til Reykja- víkur og leitað viðgerðar á vélinni. Fátt var þá um leikna vélaviðgerðar- menn og lítið um verkfæri. Eftir um viku dvöl í Reykjavík var viðgerðinni lokið, vélin reynd og reyndist sæmi- lega. Var svo undirbúinn annar túr og haldið á veiðar. Ekki leist mér á að fara austur aftur, var það aðallega af því að togvinda okkar tók ekki nema 300 faðma af togvír hvom- megin, en dýpi er víðast hvar mikið fyrir austan. Var því haldið vestur, reynt báðum megin við ísafjarðar- djúp, djúpt og gmnnt, en afli var tregur; sömuleiðis reyndum við undir Kögri, bæði djúpt og gmnnt, en fengum lítinn afla. Tillaga Þóröar Sigurössonar Háseti var með mér þetta úthald Þórður Sigurðsson, þá um fimm- tugt; hafði hann lengi veriö stýri- maður á skútum frá Reykjavík, bæði á færafiski og reknetum. Þórður var

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.