Tíminn - 04.04.1992, Side 18
18 Tíminn
Laugardagur 4. apríi 1992
Fyrsti hópurínn í Seljasókn var fermdui um síöustu helgi og um þessa helgi veröa fermingarbörnin
26. í gær var síðasta æfing fyrir stóru stundina sem svo mörg þessara ungmenna hafa beðið eftir.
Tímamynd Ami Bjama
Séra Valgeir Ástráðsson í Seljasókn fermir í ár flest
börn eins og flest undanfarin ár, eða um 180:
Vantar þig
rafmagn í
sumarbústaðinn
Tímabundinn afsláttur
tengigjalda 1992
Rafmagnsveitur ríkisins hafa ákveðið að veita tímabundinn afslátt frá gjaldskrá um
tengigjöld í sumarhúsahverfum árið 1992. Afsláttur þessi er byggður á því að hægt
sé í samvinnu við umsækjendur að ná fram meiri hagkvæmni við heimtaugalagnir.
Eftirfarandi meginskilyrði eru fyrir afslættinum:
1. Um er að ræða hverfi sem þegar hafa verið rafvædd að einhverju leyti. Um ný
hverfi gilda almennir skilmálar gjaldskrár, sjá þó lið 7.
2. Umsókn heimtaugar þarf að berast fyrir 15. maí 1992.
3. Gengið skal frá greiðslu fyrir 10. júní 1992.
4. Unnt þarf að vera að tengja a.m.k. 10 heimtaugar í sama hverfi, eða 5 á sömu
spennistöð, í einni verklotu.
5. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði umsækjanda og Rafmagns-
veitnanna. Umsækjendurtilnefni einn tengilið í hverju tilviki.
6. Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka,
samkvæmt skilmálum í gildandi gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 5.
7. Heimilt er að víkja frá þessum skilmálum, þar sem aðrar jafn hagstæðar
aðstæður gefa tilefni til afsláttar að mati Rafmagnsveitnanna. Rafmagnsveit-
urnar munu yfirfara umsóknir og gefa svör um afslátt fyrir 5. júní 1992.
Þessi afsláttur nemur 22,8%, þannig að grunngjald lækkar úr 162.000 kr. (án vsk.)
í 125.000 kr. (án vsk.)
Þeim aðilum sem eiga óafgreiddar umsóknir frá fyrra ári, er bent á að hafa samband
við Rafmagnsveiturnar hið fyrsta.
£
RAFMAGNSVEITUR
RÍKISINS
91-605500 lífendÍafL STYKKISHÓLMUR 93-81154
95-24600 AKUREYRI 96-26500
97-11300 HVOLSVÖLLUR 98-78232
REYKJAVÍK
BLÖNDUÓS
EGILSSTAÐIR
Valgeir að
venju ferm-
ingakóngur
Séra Valgeir Ástráðsson, sóknar-
prestur í Seljasókn í Reykjavík, er
fermingakóngur þetta árið, eða
fermir flest ungmenni eins og oftast
áður á síðari árum. í ár fermast í
sókninni um 180 ungmenni, en það
er þó einhver faekkun frá síðasta ári.
„Þetta hefur nú verið svona lengst af
frá stofnun Seljasóknar, eða frá ár-
inu 1980. Við höfum verið með
þessa krakka í fræðslu frá því í októ-
berbyrjun og það hefur gengið vel.
Þetta er mjög skemmtilegur tími og
það er mjög gaman að vinna með
krökkunum og þeir eru yndislegt
fólk. Ég vil nú ekki líkja þessu við
vertíðarvinnu, en þetta er gríðarlega
mikil en skemmtileg vinna. Það þarf
mikið skipulag svo að vel sé og er
reyndar dálítil tarnavinna," sagði
Valgeir Ástráðsson sóknarprestur í
samtali við Tímann. Fræðslugjald
fyrir hvert fermingarbam er 4700
krónur og kirtlagjald er 600 krónur.
Heimilt er samkvæmt gjaldskrá
Prestafélagsins að innheimta svo-
kallað pappírsgjald, 250 krónur, en
það er ekki gert í Seljasókn. Tíminn
hefur heimildir fyrir því að slíkt sé
gert í nokkrum sóknum, þar á með-
al í Grafarvogssókn. -PS
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
fræöings, óskar eftir tilboöum í inniveggi og innihuröir I Iþróttamiöstööina
I Grafarvogi.
Helstu magntölur eru:
Inniveggir 1.200 m2
Innihuröir 100 stk.
Fyrri hluta verksins á að vera lokiö 15. júlf 1992.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 28. apríl 1992, kl. 15.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
PÓSTFAX TÍMANS