Tíminn - 04.04.1992, Qupperneq 21
Laugardagur 4. apríl 1992
Tíminn 21
„Ég fékk eitt póstkort
í fermingargjöf'1
— segir Rósa Guðmundsdóttir, sem fermdist í Bœgisárkirlgu 1914
„Ég er fædd þann 19. október
1899 og fylgi því öldinni að
aldrí,“ segir Rósa Guðmunds-
dóttir. „Þegar ég fermdist átti ég
heima á Ásgerðarstöðum, næst-
fremsta bæ í Hörgárdal, og labb-
aði til spurninganna niður að
Ytri-Bægisá til séra Theódórs
Jónssonar. Ég var yfirheyrð úr
„Ianga kverinu", eða Helgakverí
og varð að kunna það utanbókar.
Það stóð ekkert í mér, en ég fór
með kverið út í fjós og lærði þar.
Þar var hlýrra en inni í bænum.
Langt var út að Bægisá og ég fór
vanalega út að Myrká og fékk að
sofa þar hjá fermingarsystur
minni. Verst var þegar veður voru
vond og áin í vexti og einu sinni
varð ég að ganga langa leið til þess
að komast yfir ána. Þá fór bróðir
minn á móti mér hinum megin,
þangað til yfir varð komist.
Ég var ein átta systkina (það ní-
unda fæddist andvana), og ég
fermdist á annan í hvítasunnu
1914. Ekki man ég hve mörg við
fermingarsystkinin vorum en
mörg vorum yið þó ekki. Börnin
voru bæði úr Öxnadal og Hörgár-
dal.
Fermingarveislan var sú að Jó-
hanna prestsfrú á Bægisá, mikil
myndarkona, bauð í kaffi og með-
læti á prestssetrinu. Önnur veisla
var ekki. En jörð var algödduð á
leiðinni frá fermingunni og það
varð að skaflajárna hestana. Ég
átti þá eina kind með tveimur
lömbum og þegar heim kom var
veðrið orðið svo vont að taka varð
til að koma fénu í hús. Annað
lambið mitt lét ég inn í bakaraofn-
inn í eldavélinni til þess að ylja
því. Hitt lambið dó. Nú eru Ás-
gerðarstaðir komnir í eyði. Þeir
voru uppi undir fjallinu, en bróðir
minn Skúli byggði síðar í landar-
eigninni niðri á sléttunni og kall-
aði Staðarbakka.
Ég fékk eitt póstkort í fermingar-
gjöf. Það gaf systir mín mér þegar
við komum heim og það var með
einhverju blómamynstri á. Aðrar
voru gjafirnar ekki. Það þætti ekki
mikið núna, þegar allt er orðið svo
yfirdrifið. Fólk veit ekki hvað það
á að gefa og eyðir í allra handa
óþarfa."
Rósa Guömundsdóttir: „Ég fór með kveriö út f fjós og lærði þar'
(Tlmamynd Ámi Bjarna).
1J
Oddvitinn gaf mér
fimm krónur"
— segir Þórunn Ólafsdóttir, sem fermdist í Krosskirkju 1921
„Móðir mín veiktist mikið í
spönsku veikinni sem var nokkru
áður en ég fermdist, en ég
fermdist 1921. Hún var rúm-
liggjandi heima í tvö ár á eftir og
náði sér aldrei. Þetta setti
skugga á fermingarárið mitt,“
segir Þórunn Ólafsdóttir, fædd
1906 á Kirkjulandi í A-Landeyj-
um.
„Við vorum sex systkinin og sá-
um við tvær systur um heimilið.
Ég átti líka eldri systur en þær
höfðu gifst burt um þetta leyti.
Ég fermdist í Krosskirkju og það
var séra Sigurður Norland á Berg-
þórshvoli sem fermdi mig. Hann
var prestur þarna í þrjú ár. Ég
fékk öll fermingarfötin að láni hjá
góðu fólki á bæ nærri okkur og
fermdist því í lánuðum kjól og
lánuðum skóm. Fermingarundir-
búningurinn var ekki mikill og ég
gekk aðeins í þrjú skipti til prests-
ins. Ég lærði minna kverið eða
„tossakverið" svonefnda, því
Helgakverið gamla var miklu
stærri bók. í tvö fyrri skiptin var
mér hlýtt yfir hálft kverið en allt í
þriðja sinn. Ég lærði þetta auð-
veldlega og kunni reiprennandi á
kirkjugólfinu. En það kunnu ekki
allir vel, en við fermdumst fjórtán
saman sem var óvenjumargt.
Ég fermdist á hvítasunnunni 11.
maí og fékk 25 krónur í ferming-
argjöf og fyrir þær keypti ég mér
skó, sem einmitt kostuðu 25
krónur. Fimm krónur hér af gaf
mér oddvitinn okkar. Hann hafði
lánað mér hest á íþróttamót, en
lánaði mér hann með því skilyrði
að ég færi ekki á ball fyrr en eftir
ferminguna. Honum leist ekki á
að unga fólkið sækti böll. Ég stóð
við þetta, þótt ég væri orðin
fimmtán ára er ég fermdist, og á
fermingardaginn kom hann og
spurði hvort ég hefði staðið við
heitið. Ég sagði svo vera og hann
gaf mér þá þessar fimm krónur.
Svo gaf systir mín mér tíu krónur
og tvær og þrjár krónur fékk ég
hér og þar.
Fermingarveislan var kaffi og
eitthvað meðlæti, en ég man að
við höfðum engan sykur að baka
úr, því ferðir voru þá strjálar út í
Vestmannaeyjar. Þaðan var keypt
til heimilisins. Nú er flest breytt
og ekki sambærilegt. Það er ynd-
islegt hvað börnin hafa það gott
og svo hafa kringumstæður ein-
hverra sjálfsagt verið aðrar en
mínar þegar ég fermdist."
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Borgartún 3.105 Reykjavík. Sími 26102. Myndsendir 62319
Laugavegur 126-146, Þverholt 3-7 og Mjölnisholt 4-10:
Tillaga að deiliskipulagi
Tillaga að deiliskipulagi á staðgreinireit nr. 1.241.0
sem afmarkast af Þverholti, Laugavegi, Mjölnisholti
og Stakkholti er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein
skipulagslaga nr. 19/1964.
Uppdráttur með greinargerð verðurtil sýnis hjá Borg-
arskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, kl.
8.30 til 16.15 alla virka daga, frá 6. apríl til 15. maí
1992.
Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega
á sama stað eigi síðar en 29. maí 1992. Þeir sem
ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast
samþykkir tillögunni.
Þórunn Ölafsdóttir: „Eg fermdist því i lánuðum kjól og lánuöum skóm.
(Tlmamynd Árni Bjarna)
Hús til sölu
Einnar hæöar timburhús meö trégólfi. Þarf að fjarlægjast af lóð.
Nánari upplýsingar í sima 91-641250 og 985-25830.
(case ih) \
FJOLBREYTT URVAL
bobcat
r
v
r
Vapormatic
Ýmsir varahlutir í dráttarvélar
KAB-sæf/
í allar geröir dráttarvéla
3E
W
r
TB-Turbo
Túrbínusett i flestar dieselvélar
Coopers
Síur í miklu úrvali
r
Rutland Electric Fencing
Viðurkennt girðingarefni
Polydress
Bindinet á rúllubagga
r
• Brynningartæki • Rúllubaggabætur
• Vökvastjórnlokar og slöngur • Drifslöngur
og drifskaftsefni • Rafgeymar o. fl. o. fl.
Vandaðar vörur — Hagstætt verð
r
P
JM
H
LÓ**
VELAR&
ÞJÓNUSTAHF
Sími 91- 68 32 66