Tíminn - 08.04.1993, Side 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 8. apríi 1993
Móöir Kóreu: svo er titluö móöir Kims eldra og þannig gefiö í skyn aö hann sé helgur holdgervingur
lands og þjóöar.
Fmbœr fibna á frábœru verði
Við höfum fengið söluumboð^ fyrir SILAFLEX
hágæðafilmuna á íslandi.
^ SILAFLEX-filman er framleidd af Amalgamated Ltd. í Bretlandi,
einum stærsta framleiöanda heypökkunarplasts í Evrópu.
► SILAFLEX erhvít, blásin, einslags filma, framleidd úr DOWLEX
plasti, sem er trygging fyrir vandaöri framleiöslu.
f' SILAFLEX var fyrsta heypökkunarfilman sem fékk gæöastimpil
bresku ADAS - stofnunarínnar (The Agrícultural Development and
Advisory Service), sem erhin opinbera ráöunautaþjónusta breska
landbúnaöarráöuneytisins.
► SILAFLEX veitir 12 mánaöa ábyrgð gegn fóöurskemmdum, sé
leiöbeiningum fylgt.
Tilkoma SILAFLEX á markaðinn í S§
fyrra lækkaði verð á rúllubaggaplasti
verulega og pökkunarkostnað
bænda um milljónir.
Og sagan endurtekur sig.
SILAFLEX býðst nú á enn lægra
verði og með greiðslukjörum.
Bœndur! Gerið hagstœð innkaup, takið ykkur
saman og leitið tilboða og sparið ykkur
tugi þúsunda ípökkunarkostnaði!
BUIJOFUR
pöwl eK
Keilufelli 47 Sími7 5160
Fax 870290
Framleidd úr Dowlex
Tímabil „óútreiknanlegra“ kjarna-
vopnavelda að hefjast?
Kimfeðgar
við dyr
„atóm-
vopna-
klúbbs“
KAPPHLAUP tveggja risavelda í kjaraavopnavígbúnaði var
eitt af þvt sem kalda stríðið leiddi af sér. Gekk það svo
langt að í mörg ár höfðu þau möguleika á að leggja heim-
inn í eyði oftar en flestir muna lengur. Sú staðreynd gæti
kannski orðið umhugsunarefni fyrir þá, sem vilja trúa því að
homo sapiens sé skynsemdarvera fyrst og fremst.
Jafnvel þá voru margir þeirrar artákn. Á bak við hvortveggja hefur
skoðunar að um vígbúnaðarkapp-
hlaup þetta ætti við sú alþýðuspeki,
sem kveður fátt svo með öllu illt að
ekki boði nokkuð gott. Hættan á
gereyðingu, var sagt, gerir að verk-
um að risaveldin eru varkár í valda-
tafli sínu og forðast átök sem Ieitt
gætu til stríðs. Og að vísu var í
kjarnorkumálunum, eins og í sumu
öðru, einskonar samkomulag milli
risaveldanna á bak við allt ósam-
komulagið. Sáttmálinn gegn út-
breiðslu kjarnavopna frá 1968 var
dæmi um það. Og þar sem risaveld-
in höfðu meiri eða minni tök á
mestum hluta heimsins, höfðu þau
aðstöðu nokkra til að koma í veg
fyrir að fleiri ríki eignuðust kjarna-
vopn.
„Öryggi“ sem var
Gengið var út frá því að risaveldin
væru, þrátt fyrir alla galla, undir
stjórn tiltölulega ábyrgra og yfir-
vegaðra manna, sem trúandi væri til
að sjá til þess að hægt yrði að hafa
einhvern hemil á kjarnavopnakapp-
hlaupinu.
En síðan kalda stríðinu lauk hefur
að miklum mun dregið úr þessu
„öryggi". Rússland hefur litla
möguleika á að hafa áhrif á skjól-
stæðinga fyrrverandi Sovétríkja um
kjarnorkumál sem annað. Ríki, sem
um kjarnorkumál höfðu áður hlið-
sjón af því sem Bandaríkin vildu,
telja nú ef til vill óhjákvæmilegt fyr-
ir sig að kjarnorkuvígbúast til varn-
ar gegn fjandsamlegum grannríkj-
um. Og sameinandi ótti við Sovét-
ríki og kommúnisma, sem áður
kom Bandaríkjunum að góðu haldi
við að hafa meira eða minna taum-
hald á miklum hluta heimsins, er
ekki lengur fyrir hendi. Vegna inn-
anlandsvandamála Bandaríkjanna,
sem athygli hefur dregist að í vax-
andi mæli síðan kaldastríðsvalda-
taflið hætti að sitja fyrir sem aðal-
fréttaefni, hefur og ívið dregið úr
virðingu heimsins fyrir þeim.
í Iok kalda stríðs voru „viður-
kennd" kjarnavopnaveldi fimm:
Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland,
Frakkland og Kína — þau sömu og
hafa neitunarvald í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Þau forrétt-
indi, sem fimm áminnst ríki eiga að
þakka stöðunni í heimsstjórnmál-
um og pólitískum hentugleikum út
frá henni í lok heimsstyrjaldarinnar
síðari, eru nú að almennu mati fyrir
löngu orðin tímaskekkja hvað sum-
um þeirra viðvíkur. Eða, er spurt,
hversvegna skyldu Bretland, Frakk-
land og Kína hafa neitunarvald, en
ekki Þýskaland, Japan eða Indland?
Vera má að sumsstaðar séu uppi
hliðstæð viðhorf viðvíkjandi kjarna-
vígbúnaði. Sá vígbúnaður hefur sem
sé lengi ásamt með öðru verið —
hliðstætt neitunarvaldinu — hefð-
legið einskonar viðurkenning á því
að áminnst fimm ríki væru að vissu
marki yfir önnur hafin í alþjóða-
stjórnmálum. Metnaður var það,
miklu fremur en ótti við einn eða
neinn, sem dreif Frakka til að koma
sér upp kjarnavopnum — þeim
fannst að þeir yrðu að verða kjarna-
vopnaveldi „eins og hinir".
Engin fæling lengur
Um leið og Sovétríkin hættu að
vera til fjölgaði kjarnavopnaveldun-
um í einni svipan um þrjú. Kjarna-
vopn fyrrverandi Sovétríkja eru
varðveitt í a.m.k. fjórum fyrrverandi
sovétlýðveldum: Rússlandi, Úkra-
ínu, Hvíta-Rússlandi og Kasakstan.
Svo á að heita að öll þessi vopn séu
undir eftirliti Rússlands, sem nýtur
viðurkenningar sem arftaki Sovét-
ríkjanna. En ekki eru öll kurl komin
til grafar um það, hve virkt kjarna-
vopnaeftirlit Rússlands er í hinum
ríkjunum þremur. Þau hafa áhyggj-
ur af þjóðernissinnum í Rússlandi,
sem eru ekki hvað síst öflugir í
hernum og líklegir til þess að reyna
að færa út landamæri Rússaveldis á
ný, ef færi gæfist. Það gæti sem sé
hugsast að Úkraína, Hvíta-Rússland
og Kasakstan teldu vissara fyrir sig
að hafa kjarnaflaugar áfram til að
halda Rússum frá sér.
Þýska vikuritið Der Spiegel telur
að þar að auki séu fjögur ríki — Ind-
land, Pakistan, ísrael og Suður- Afr-
íka — kjarnavopnaveldi „í raun“.
Enn er það margra mat að Kóreu-
ríkin bæði, Taívan, íran, frak, Bras-
ilía og Argentína hafi möguleika á
að bæta sér í „kjarnavopnaklúbb-
inn“ innan skamms, og Sýrland, Lí-
býa og Alsír eru sögð komin eitt-
hvað á leið með það.
„Tími kjarnavopnafælingar er á
enda," segir af kaldhæðni nokkurri
David Kay, fyrrum starfandi við
kjarnavopnaeftirlit fyrir S.Þ. Með
því á hann við að óttinn við kjarna-
vopn sem slík hafi í raski því, sem
verið hefur á heiminum síðustu ár-
in, horfið að nokkru á bak við aðrar
áhyggjur. Þar með sé horfinn þrösk-
uldur er dregið hafi úr líkum á út-
breiðslu vopna þessara.
Dagur
Þorleifsson
skrifar