Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 46
144
FRÁ óbygðum
[Rjettur
6. S k ö p un K j a iar. (Sjá Md. II.).
Eins og áður er greint, eru fjöll þau, sem liggja að
Kili og á, að mestu úr móbergi. Það er hér sem annar-
staðar ólíkt að gerð. Mest af því er þursaberg, en auk
þess blágrýtisbelti og allmikil lög af leirsteini og hnull-
ungabergi, gömlum jökulmelum. Ofan á móberginu eru
grágrýtisþök, að minsta kosti á hinum hærri fjöllum.
í því eru líparítinnskot víða, t. d. í Þjófadalafjöllum
og Tjarnadalafjöllum. í Álftabrekkum virðist og vera
allmikið líparít, og á eyrum Blöndukvísla eru líparít-
hnullungar algengir. Mun því líparít vera víða í stalla
Iiofsjökuls.
f fjalllendum þeim, sem liggja beggja megin Kjalar,
er því skipun jarðlaga og gerð að mestu eins. Lögin eru
lárétt eða því sem nær, og sér á rendur þeirra í hlíðum
fjallanna. Þau eru því bersýnilega skorin sundur, og er
næst að ætla, að þar sem Kjölur er, hafi eitt sinn verið
móbergshálendi jafnhátt stöllum jöklanna. Kjölur virð-
ist því vera yngri en móbergið, og er þá næst að athuga,
hvernig hann hafi orðið til. Tvent er hugsanlegt: Ann-
að, hann hafi skapast fyrir svörfun vatns og jökla, eins
og hávaðinn af dölum hér á landi. Hitt, að hann sé sig-
dalur. Ekki virðist mér neitt benda á, að hið fyrra sé
rétt. öll vatnssvörfun á Kili er ung og veldur litlu um
útlit hans. Engan dal veit ég, sem sorfinn er í móberg-
ið af ám og jöklum, er sé nándar nærri eins stór og
Kjölur. Ennfremur hallar hægt frá Kili á báða vegu,
svo að ár og jöklar hafa ekki mikið sverfiafl. Loks
munu eigi hafa verið skriðjöklar miklir á Kili, er land-
ið lá alt undir jökli, heldur hjörn, er sverfa lítið.
Hitt er ætlun mín, að Kjölur sé sigdalur, og skal nú
reynt, að færa rök að því. Þess er áður getið að á Kili
séu jökulmelar á yfirborði. Á sunnanverðum Kili sést
víða, að melarnir hvíla á grágrýti. Undir því virðist
vera móberg. Þessi lagskipun sést glögt í giljum Fúlu-