Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 135
Rjettur] BAEÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN 2í;3
Þjóðernissinnar (Redmond) 8, Sinn Fein (róttækir
lýðveldissinnar) 5, óháðir lýðveldissinnar 2.
Eftir kosningarnar fór' svo að stjórnarflokkurinn
(Cosgrave) fjekk 61 þingsæti, Fianna Fail (de Valera)
57, Verkamannaflokkurinn 13, óháðir 12, Bændur 6,
Redmond-flokkurinn 2, írslca verklýðsscvmbariAið 1
( Jim Larkin).
Cosgrave nýtur stuðnings óháðra og bænda og hefur
því 6 atkvæða meirihluta í þingi. Verkamannaflokkn-
um hefur hrakað, sökum framkomu aðalforingja hans
Mr. Johnson, er bar kápuna á báðum öxlum og brást
stjórnarandstæðingum, þegar á herti. óánægja verka-
manna kemur í Ijós í því, að styðja frekar hið nýja
»verklýðssamband«, sem er miklu róttækara og beitir
sjer fyrir: írsku verklýðs- og bændalýðveldi, írskum
þjóðher, þjóðareign á jörð, nýrri skiftingu landsins á
milli bænda, þjóðnýtingu banka, samgöngutækja og
stóriðnaðar, ríkiseftirliti með allri utanríkisverslun o.
fl. Er þessum nýja flokk alveg ljóst að írsku alþýðunni
rnuni aldrei takast að ná fullu frelsi án þess að njóta
liðveislu enska verkalýðsins í baráttunni gegn yfir-
gangi enska auðvaldsins. Foringi þessa flokks, Jim
Larkin, er kommúnisti; hann var kosinn í höfuðborg-
inni Dublin — og þykir ensku borgarablöðunum það
eftirtektarvert tímanna tákn.
Kínverska byltingin.
Nú víkur sögunni þangað, er fyrr var frá horfið.
Vinstri stjórnin í Wuhan hafði hafið baráttuna gegn
hægristjórn Tschang-Kai-Sheks í Nanking. Þó var
vinstristjórnin enganveginn heil. Hún var studd af
sundurleitum stjettum, smáborgurum, verkalýð og
bændum, jafnvel stórborgurum líka. Komu því brátt í
ljós veilur í stjórn þessari, einkum eftir að bændabylt-
ingunni tók að vaxa fiskur um hrygg. óx bændahreyf-
ingin sjerstaklega mikið í hjeruðunum Honan, Hupe