Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 84
182
KOMMÚNISMINN OG BÆNDUE
[Rjettur
viðskifti með því að stofna samvinnufjelög og keppa
við kaupmenn og einstaka atvinnurekendur og bola
þeim smátt og smátt út í samkeppninni. Samkeppnin á
að koma í stað stjettabaráttunnar. Hjer á landi eru
þessar kenningar að vísu ekki annað en orðin tóm, því
engum dettur í hug að stofna framleiðslusamvinnufje-
lag.
Tvent er við þetta að athuga. í fyrsta lagi: Það, sem
ræður úrslitum í samkeppni nútíðarauðvaldsins, er
fjármagnið. Nú hafa auðmennirnir, sem láta einskis ó-
freistað til að eyðileggja keppinauta sína, yfir svo gíf-
urlegu fjármagni að ráða, að flesta alþýðumenn sundl-
ar, er þeir heyra tölurnar nefndar. Við þetta fjármagn
á almenningur að etja með tvær hendur tómar. í öðru
lagi: Þessir samvinnupostular taka aðalagnúa auðvalds-
skipulagsins alls ekki með í reikninginn, en það er glund-
roði hinnar frjálsu samkeppni, sem á að halda áfram
óhindruð. öll þau vandræði, sem af þessu böli leiða,
mundu halda áfram eftir sem áður. Of mikil eða of lítil
framleiðsla, atvinnuleysi, kapphlaup um markaðsum-
dæmi og þar af leiðandi styrjaldir o. s. frv.
Kenningum þessara manna svipar mjög til kenninga
jafnaðarmanna áður en jafnaðarstefnan var vísinda-
lega grundvölluð með ritum þeirra Marx og Engels.
Enda eiga þær rót sína að rekja þangað. Hugvitssósial*
istann Robert Owen, hinn ágæta Englending, má telja
forvígismann samvinnuhreyfingarinnar. Owen sann-
færðist þó um nauðsyn stjettabaráttunnar að lokum og
átti samvinnuhreyfingin á hans dögum þó ekki við ann-
að eins ofurefli að etja og nú.
Hvergi koma loftkastalakenningarnar um samvinn-
una jafn skýrt fram eins og hjá anarkistum eða stjórn-
leysingjum. Um þá farast Bucharin, einum helsta
fræðimanni rússneska kommúnistaflokksins þannig orð:
»Þjóðskipulag anarkista bútar sundur framleiðsluna,
í stað þess að samtvinna hana, auka hana og tempra.