Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 23
Rjettur]
BARRABAS
121
f þessu hrópar Jesú síðustu orð sín á krossinum:
Faðir, í þínar hendur fel eg minn anda.
Barrabas þekkir röddina og reynir að kæfa grát
sinn. Því skyldi hann vera að gráta, manndráparinn.
En í auðmýkt og lotningu lítur hann upp til hins kross-
festa, sem einn hafði snortið hjarta hans og látið undr-
ið gerast í sál hans. —
Meistarinn var dáinn. Mannfjöldinn fer að týnast
burtu, niður í borgina. Og svo myrkvast loftið, fortjald
musterisins rifnar, jörðin skelfur og björgin klofna.
Barrabas liggur á klettinum utan í Golgatahæðinni,
fram eftir nóttinni, en þá heldur hann áleiðis út í eitt
skógarfylsnið sitt. Hann skríður þangað, því þó hann
rísi á fætur þá fellur hann aftur, svo mikið skelfur
jörðin.
Hún kippist til eins og hún hafi grátekka.
Þegar Bai'rabas kemur út í fylgsnið, er farið að
birta af nýjum degi. Þar liggur hann allan daginn,
hugsar og grætur. En þegar kvölda tekur rís hann á
fœtur eins og venja hans var. En hann gengur ekki
niður í Jerúsalem til að stela og myrða eins og áður.
Hann gengur heldur ekki út á meðal lýðsins til að gera
góðverk, til þess eru hendur hans of vanar illverkum,
og ekki til að vitna um Jesú eða flytja boðskap hans,
til þess var hann of vondur og fávís.
En hann gengur til Golgata, ekki upp á hæðina
þar sem krossarnir stóðu, til þess eru fætur hans of
saurugir, heldur upp á klettinn, þar sem hann hafði
heyrt síðustu orð frelsara síns. Þar dvelur hann fram
eftir nóttinni og heldur síðan aftur heim í fylgsni sitt.
Þetta gerir hann hverja nótt, sem hann á eftir ólifað.