Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 132
230 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur
nesku verklýðshreyfingwna, samþykkja að hætta störf-
um í ensk-rússneskusameiningarnefndinni. Fyrstslítur
íhaldsstjórnin sambandi við Rússland, eftir nokkurn
tíma koma sócialdemokratarnir á eftir. Hvað verður,
þegar stríð hefst. Fyrst íhaldið, síðan sócialdemokrat-
ar?? Endurtaka sömu svikin sig og 1914? Sócialdemo-
kratarnir virðast undirbúa það með þessu framferði.
Ákvörðunin um þessi landráð við verklýðshreyfing-
una var samþykt með atkvæðuim fulltrúa, er voru fyrir
2,551,000 verkamenn gegn 620,000, en 800,000 sátu
hjá. Það voru námumennirnir. Þótti ýmsum það hart,
að einmitt þeir skyldu sitja hjá, er sviknir höfðu verið
af sócialdemokrötum í verkfallinu, en hjálpað drengi-
legast af rússneska verkalýðnum. (Hann veitti þeim m.
a. 30 miljónir króna til hjálpar konum þeirra og börn-
um).
En auðvaldið fagnar. »Economist«, íhaldstímaritið,
segir: »í City (verslunarheimi Lundúna), er alment
talið að tíðindin í Edinburgh valdi því, hve betur ýms
hlutabrjef heimsmarkaðarins standa«.
Á sama þingi samþykkja og sócialdemokratarnir að
halda sameiginlega ráðstefnu með auðmönnunum, —
undirbúningur undir »iðnaðarfrið« og uppgjöf stjetta-
baráttunnar.
Ensku sócialdemokratarnir eiga að velja á miíli
stríðs eða stjettastríðs. Eftir þessu að dæma ætla þeir
utanlands að kjósa stríð með breska auðvaldinu gegn
rússneska verkalýðnum, og innanlands stjettastríð með
auðvaldinu gegn verkalýðnum. Virðast þeir breyta eft-
ir boðorðinu »rjettu fram hægri vangann, þegar þú ert
sleginn á þann vinstrk. Það getur stundum verið rjett,
en hjer þýðir það að framselja miljónir enskra verka-
manna til frekari kúgunar og miljónir kvenna og barna
til frekari sults — og miljónir rússneskra, enskra,
pólskra o. fl. alþýðumanna til lífláts og limlestingar í
næsta styrjaldarfári.