Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 79
Rjettur] KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR 177
ekki betri en svo, að frumvarpið var kallað óhæfa og
»bolsjevismi«, en það álíta foringjar Framsóknar-
flokksins meiri svívirðu og verra meiðyrði en finnst í
íslensku máli. i rauninni mætti með nokkrum rjetti
kalla það bolsjevisma í frumvarpi þessu, sem horfir til
bóta, annars er laust við að frv. í heild sinni eigi það
nafn skilið. En eitt er víst, að jafnvel svo smávægilegri
hlutdeild í auðæfuim þjóðarinnar sem frv. þetta gerir
ráð fyrir, ná bændur aldrei nema í samvinnu við verka-
lýðinn. Framsóknarleiðtogarnir róa að því öllum árum,
að spilla þessari samvinnu. Sbr. afstöðu þeirra til rík-
iseinkasölu á saltfiski, sem þó er hagsmunamál allrar
alþýðu til sjávar og sveita, og svo ótal annara fram-
faramála, sem verkalýðurinn berst fyrir. Þá er komm-
únistarógur Framsóknarblaðanna ágætlega til þess
fallinn, að æsa bændur upp gegn stjettasamherjum
þeirra í kaupstöðum. Hins er ekki getið, að í helstu
bændalöndum jarðarinnar eru kommúnistar forustu-
lið fátækra sveitamanna engu síður en verkamanna.
Ekki er þess heldur getið hver muni verða stefna
kommúnista í landbúnaðarmálum hjer á landi, en látið
í veðri vaka að þeir sjeu hinir verstu fjandmenn bænda,
ætli sjer að ræna þá jörðum þeirra og eignum o.s.frv.
Höfuðmein Framsóknarflokksins er það, að hann er
enginn stjórnmálaflokkur. Hann hefur enga stefnuskrá
enga kjörna miðstjórn, engar deildir. Það er ekki vilji
kjósenda, sem ræður því hverjir eru í kjöri til Alþingis
af hálfu Framsóknar, heldur tillögur nokkurra stór-
bænda og embættismanna víðsvegar um landið, sem
styðja flokkinn. í rauninni er flokkurinn ekki annað
en þingmannasamtök, sem þó eru losaraleg. í fáuin
málum er hægt að treysta flokknum sem heild.
Framsókn þekkir ekki flokksaga. Þrásinnis greiða
Framsóknarþingmenn atkvœði með ihaldinu móti
vilja foringja síns. í flestum stórmálum eins
og t. d. járnbrautarmálinu eru þeir klofnir og þykir