Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 31
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 12ð
103). Líklegt er, að hér sé átt við melana við Rjúpna-
fell, sem Sigurður kallar Dúfufell, en örnefni þessi
kannast menn nú ekki við á Kili. Nöfnin gætu verið
dregin af því, að grindin lá þar á grúfu.
Tjarnadalir heitir slétta, milli Kjalhrauns og Tjarna-
dalafjalla, og ná þeir frá Þröskuldi norður að Hvanna-
vallakvísl. Hvorki eru þeir dalir né dalur, þó að þeir
heiti svo, því að Kjalhraun er lágt og fláir mjög, held-
ur undirlendi með fram hlíðum vesturfjallanna. Þe'ir
eru allmikið grónir, einkum norðanvert. Norðantil í
Tjarnadölum er lág melalda, í röndinni á Kjalhrauni.
Heitir hún Stélbrattur. Að austanverðu liggur hraun-
ið fram á öldu þessa, en að vestan er hún brött niður
að Tjarnadölum.
Austur af Búrfjöllum eru nokkur lág fell eða mel-
hólar, hefi ég eigi heyrt nöfn á þeim. En norðan við
Seyðisá og austur af Búrfjallahala er fell eitt allstórt,
og heitir það Sandkúlufell. Þorvaldur Thoroddsen nefn-
ir þetta fell Kúlusandfell, en það mun vera rangt. Páll
á Guðlaugsstöðum nefnir það Sandkúlufell, og svo hefi
ég altaf heyrt það nefnt. Fellið virðist vera úr móbergi.
Norðaustur frá þessu felli er lítið fell þrískift, og heit-
ir það Arnarbæli.
2. Ár o g v ötn á Kili.
Eins og áður er vikið að, renna vötn af Kili til Hvít-
ár og Blöndu. Vatnaskilin eru nokkuð óregluleg, en
liggja frá Blágnípu norðanverðri yfir Strýtur og að
Þröskuldi.
Blanda kemur upp í syðsta hluta Blöndujökuls, skamt
fyrir norðan Blágnípu. Rennur hún í fyrstu til norð-
Yesturs um flata sanda, sveigir síðan lítið eitt til norð-
urs og heldur þaðan sömu aðalstefnu norður undir
bygðir.
Frá Hofsjökli renna nokkrar ár í Blöndu. Hafa þær
verið nefndar Blöndukvíslar einu nafni. Syðsta kvíslin