Réttur - 01.02.1942, Page 1
RÉTTUR
XXVII. ÁRG. 1942 1. HEFTI
Ritstjóri: Gunnar Benediktsson
Afgreiðsla: Austurstræti 12, Reykjavík. Pósthólf 57.
Árgangur kostar 10 kr. — Víkingsprent h.f. prentar
Gunnair Benedikfsson:
Réftvísín á Íslandí
I.
Sögu eina hef ég einhverntíana lesið eftir amer-
íska kýmniskáldið Mark Twain. Efni hennar er eitt-
hvað á þessa leið:
Höfundurinn fer til hinnar heimsfrægu glæpa-
mannaborgar Chicagó. Þar er talið, að glæpir séu
framdir flestir og stórfenglegastir og glæpamenn
njóti mestra réttinda og fullkomnasta frelsis, sem
þekkist um þá stétt manna. Eins og gefur að skilja
er allmikill uggur í ferðamanninum, og vill hann
grípa til nokkurra ráðstafana, svo að hann sé ekki
með öllu vamarlaus, ef á hann er ráðizt. Hugkvæm-
ist honum að fá sér skammbyssu, og fer hann inn í
vopnabúð eina í þeim tilgangi. Þar er byssa, sem
vopnasalinn mælir sérstaklega með, en ferðamaöur-
inn maldar í móinn og efast um gæði hennar. „Ég
skal sýna þér, hvort hún dugir ekki“, segir vopna-
salinn, miðar byssunni út um dyrnar, á mann, sem
gengur á götunni, hittir hann í hjartastað, svo að
hann liggur steindauður. Ferðamaðurinn á þess auð-
1