Réttur - 01.02.1942, Síða 3
Mark Twain segir, að einn vopnasali hafi keypt sér
einkarétt á því að skjóta fólk á ákveðinni götu í
Ch'icagó og noti þetta leyfi sitt í auglýsingaskyni
fyrir vöru sína, þá er gleðiþyrsta og saklausa alþýðan
með. Þetta er svo fyndið, þetta má hún lesa, hún
verður bara enn glaðari en áður með sitt guödóm-
lega örbirgðarhlutskipti. Og þó smýgur sagan inn á
vitund hennar með sannindi sín, einmitt þessvegna
er hún svona heillandi, þetta er í og með satt, brodd-
borgaramir í stórborgunum halda uppi réttvísi, þar
sem þeim er gefið takmarkalaust vald yfir lífi og
limum alþýðu manna, allt eftir því, sem gróðamögu-
leikar þeirra þurfa á að halda.
Þessi lögmál gilda einnig, þegar rætt er um rétt-
vísina á okkar litla landi íslandi. íslenzk alþýða hef-
ur mjög takmarkað þrek til að meðtaka það sem
raunverulegan sannleika, að þjónum réttvísinnar á
landinu, hærri og lægri, séu raunverulega engin önn-
íir hlutverk falin en að vera pólitísk instrúment
valdaklíkunnar, hafi þær fyrstar skyldur að fram-
kvæma pólitískar ofsóknir og hafi tiltölulega frjáls-
ar hendur gagnvart fórnardýrum sínum, ef þeir á
annað borð eru þannig andlega innréttaðir, að þeir
geti aflað ljósgeisla í fátæklegt líf sitt meö því að
brjóta rétt á þeim. Frásögn Hallgríms Hallgi'ímsson-
ar um meðferð varnarlauss fanga í betrunarhúsi
réttvísinnar hefur sín áhrif, en þó er eins og ýmsir
kynoki sér viö að taka hann sem sannindi, jafnvel
þó að þeir viti að hún sé sönn, þeim ógnar að horf-
ast í augu við þennan veruleika, það er í, ofsafeng-
inni mótsögn við þaö réttaröryggi, sem þeir stritast
við að telja sér trú um að hljóti að ríkja í þessu
þjóðfélagi.
Ýmsrun þessara manna mætti því vera það kær-
komið, ef hægt væri að sýna þeim réttarfarið hér
á landi í gegnum gleraugu kýmninnar. Þeim gæti
3