Réttur - 01.02.1942, Side 8
bannaöar allar þær móöganir í orðum, og verkum,
sem reitt geti erlenda setuliðsmenn til reiði og oröið
þess valdandi, að til árekstra geti komið á götum
úti, kaffihúsum og samkomusöliun. Það er bannað
„að vaða upp á“ menn, sem standa í þjónustu er-
lendra ríkja, með móðgunum, sem gæti orðið undir-
rót óeirða og allra þeirra alvarlegu afleiðinga, sem
af þeim gæti hlotizt fyrir þjóðlífið, eins og nú standa
sakir. Fyrir því er það skýrt fram tekiö, að útlend-
'ingurinn skuli vera staddur hér á landi, ef verknað-
urinn á að heyra imdir hegningarákvæði landráða-
kaflans. Þótt íslenzkur ríkisborgari fremji þann sama
verknað erlendis eða á skipsfjöl utan landssteina,
þá telst hann ekki undir nefnt ákvæði laganna, af
þeirri einföldu ástæðu, að þá stafar íslenzku þjóðlífi
ekki sama hætta af verknaðinum og ef hann er fram-
inn hér á landi, þá getur hann ekki leitt til þeirra
átaka í landinu, sem stefnt gæti þjóðlífinu í voða.
Þessvegna er svo tiltekiö í lögunum, að þá heyrir
móðgunin undir landráðaákvæöi hegningarlaganna,
ef hún er höfð í frammi við fulltrúa erlends rikis en
ekkert á það minnzt, þótt fariö sé móðgandi orðum
um hann. Benti Pétur á þaö í þessu sambandi, hví-
lík fásinna það væri að hugsa sér það, að löggjafinn
hefði tekiö það fram, að móðgunin væri því aðeins
saknæm, að þolandi hennar væri staddur hér á landi,
ef til þess væri ætlazt, að ákvæðið næði einnig til
ritaðs máls. Væri lítil samkvæmni í því, ef lögð væru
þung viðurlög við, þótt hnjótaö væri í útlending,
meöan hann væri staddur hér á landi, en um leið og
hann væri kominn út fyrir landsteina mætti hella
sér yfir hann eftir vild. En það er skýrlega fram tek-
ið, að verknaðurinn sé því aöeins saknæmur út frá
þessum kafla laganna, að maðurinn, sem hann kem-
ur fram við, sé staddur hér á landi. Ákvæðum þessa
kafla hegningarlaganna er nefnilega alls ekki það
8