Réttur - 01.02.1942, Side 11
látiö kveða upp úr með það, aö kaupendur ákveðins
dagblaðs í Reykjavík eig'i engan rétt á að vita hve-
nær þeir eigi að koma með gjöld sín til Sjúkrasam-
lagsins, þá er það Guðmundur þessi I., sem er látinn
taka á sig ábyrgð þessa ótuktarskapar.
Það eitt hef ég með sanni frétt af sókn og vöm
málsins fyrir hæstarétti, aö Pétur Magnússon hélt þar
enn fast við fyrri skýringar sínar á lagagrein þeirri,
sem talið var aö við Valdimar heföum brotið og
krafðist af sækjanda skýringa á því, hversvegna lög-
in geröu saknæm ummæli um útlending, sem stadd-
ur væri hér á landi, en þau hin sömu ummæli ósak-
næm, ef maðurinn væri kominn út fyrir landstein-
ana. Fyrir hæstarétti var þessu atriði skýrlega svar-
að. Þar var þetta lagaákvæði talið fram komið til að
fyrirbyggja þaö, að hægt sé aö æsa fólk til að gera
aðsúg að útlendingum, sem eru staddir hér. I krafti
þessarar lagaskýringar er svo gerö krafa til þess, að
mér veröi dæmdar refsingar, sennilega fyrir það, að
ég með skrifum mínum hafi verið að reyna aö fá
Reykvíkinga til að henda grjóti, hrognum og öðru
þessleiðis í mistra Hellyer, þar sem hann spásséraði
um götiy borgarinnar og meðfram hafnarkvíium
hennar. En til þess að lögin þannig túlkuð nái til-
gangi sínum, þá þarf auðvitað aö bæta því inn í
þau, að þetta nái einnig til þeirra útlendinga, sem
nokkur líkindi eru til að einhverntíma geti komið
hingað til lands.
Og í krafti þessarar málafærslu er enn kveöinn upp
dómur til refsingar fyrir landráð. Og nú er dómur
minn þyngdur upp í 15 daga varöhald. En hæsti-
réttur gerir sig ekki ánægðan með aö byggja dóm
sinn á orðunum „alræmdur“, „fiskbraskarar" og
„arðrán“, það er eins og hann hafi ver'ið búinn að
fá nóg af að horfa á þær forsendur og telji heppi-
legra ef hægt væri að fá aðrar nýrri. Og með makt
11