Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 17

Réttur - 01.02.1942, Page 17
menn próf. En undanfarin ár hefur þaö öllum verið vitanlegt, að sú einkunnin, sem mest hefur riðið á gagnvart öllum embættaveitingum, er flokkseinkunn- in. Sá, sem lýst hefur sig ótrauöan Framsókparmann, hann stendur með ágætiseinkunn frammi fyrir hverju starfi, sem vera skal. Einlægur íhaldsmaður hefur 1. einkunn og dyggur krati aðra. Það er ekkert óeðli- legt, þótt þaö síist inn í vitund þessara xmgu skóla- manna og síðar embættismanna, að gagnvart starfi sínu og kunnáttu í því hafi þeir engum skyldum að gegna öðrum en flokkslegum og þá fyrst og fremst þær að framkvæma vilja og fyrirskipanir fram- kvæmdavalds ríkisins, sem af náð sinni hefur ve'itt þeim embættin. Það viröist aldrei hafa komizt inn hjá þessum ungu dómurum, að dómsvaldiö á að vera sjálfstætt vald, sem má ekki og á ekki að vera nokkru öðru háð en lögum þeim, sem í landinu gilda, viðteknum réttarreglum og heilbrigðri og sjálfstæöri réttarvitund. VI. Það fer ekki milli mála, að hér er um mjög alvar- legt mál að ræða, miklu alvarlegra en allur skækju- lifnaður í Reykjavík, skósvertufyllirí og skortur á atvinnuleysi. Hér er um að ræða eina meginstoð menningaröryggis í landinu, hér er um að ræöa, hvort pólitísk glæpamennska á að hafa skilyrði til að leggja mótstöðulaust undir s'ig öll réttarfarsmál í landinu um leið og hún hefur náð stjórnartaumun- um í sínar hendur. Réttlátt og öruggt dómsvald er einn glæsilegasti menningarvottur sérhvers þjóðfé- lags og þýðihgarmikill þröskuldur í vegi pólitískrar glæframennsku. En undirstaða allra breytinga í, þess- um efnum sem öðrum veröur að vera greinargóð af- staða alþýðunnar í landinu og skilningur hennar á 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.