Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 24
Hin beztu kvæbí hans, sem ópólitísk eru, s. s. Stjömu-
fákur, hefSu aldrei oröið slík snildarverk, ef hann
hefði ekki lært í hinum pólitíska skóla. En í þeim
skóla hefur hann glatað allmiklu af sinni „bama-
trú” og þau trúarskipti hafa ekki orðiö sársauka-
laus. I ;
„Og þó er eitthvaö sviplegt, þegar sannleikurinn
kallar,
og signing bamsins týnist 1 andvökunnar hyl-
dýpi við nýrra tíma tákn”.
og öðru veifi þráir hann þessar gömiu blekkingar og
þá kemur fyrir
„að gamall þanki vaknar, sem í leyndum hjartans
lifir,
mikið Ijómandi væri gaman, ef einhver vekti yfir
mér og allt um kring í nótt”.
Þessvegna tekst honum líka svo snilldarlega, þegar
hann fer að yrkja fyrir börnin um þessi gömlu og
góðu ævintýr. En það er líka þessi söknuður,. sem
veldur stærstu missmíöunum í kvæöum hans. Hon-
um nægir ekki að varpa frá sér gömlum blekking-
um. Til að hyljist söknuðurinn verður hann að hefn-
ast á þe'im og þá kemst hann næst því að verða ó-
smekklegur. — Maríuvers, í grasgarðinum. — Þegar
farið er að hreinsa burt illgresið er alltaf hætt við
að nokkur hveitiöx fylgi með. Jóhannes hefur samt
sloppið furðanlega frá því. Reynsla hans hefur síður
en svo kennt honum að fyrirlíta menn. Það er ör-
væntingarfullt verk að berjast fyrir fegurra lífi, þeim
sem lífið er einskisvirði, og Jóhannesi er lífið mikils
virði. í gegnum allt hefur hann eig'inlega varðveitt
þá björtu lífstrú, sem var hans heimanfylgja. Gott
dæmi þess er kvæðið „Blut und Erde”.
24