Réttur - 01.02.1942, Qupperneq 25
„Nú skjóta þeir og skjóta
og skemma allt og brjóta,
og drepa og drepa í gríð.
Hvert hæli af blygðim hrynur,
hvert hjarta af angist stynur,
— já, þetta er þrautatíð.
Og allir eitthvaö missa,
— en alveg er ég hissa,
hve margt ég á þó enn;
hér brosir blessuð sólin
og börnin tifa um hólinn,
— og það eru mínir menn.
Þó allt sé tekið af mér,
sem ástrík jörðin gaf mér,
og blæði í bannfærö spor;
mín sál er samt á gægjum,
viö sáum nýjum fræjum
í valnum næsta vor.
En það er marxisminn, sem hefur forðað þessari
sterku lífstrú hans frá því að deyja. Hans vegna get-
ur Jóhannes ennþá fagnaö sól og sumri og elskað
börnin og blómin af heilum og óskiptum huga.
í síðustu bók sinni, er sumir telja sízt bera vott
um framför, leikur hann aftur á þann strenginn,
sem hann hræröi fimlegast í æ^ku, en virðist nú
farinn að slakna. En ég hygg, að honum takist nú
að stilla hann til samræmis við hina dýpri og sterk-
ari strengi, sem hann hefur le'ikið á imdanfarið
og boðar þetta þá nýtt skref í framþróun skálds-
ins og hygg ég þess muni sjá merki í næstu bók.
Hlöðver Sigurösson.
25