Réttur


Réttur - 01.02.1942, Side 31

Réttur - 01.02.1942, Side 31
una og málgögn hennar lýstu því yfir, ai5 iandvarn- arvinnan væri ríkisstjórninni óviökomandi. Verkamannafélagið Dagsbrún lýsti sig reiöubúiö til samvinnu við ríkisstjórnina um skipulagningu vinnuaflsins í þágu atvinnuveganna og landvam- anna. Ríkisstjórnin anzaði því engu. I stað þess lét hún Búnaðarþingið samþykkja áskorun til Al- þingis þess efnis að setja löggjöf um allsherjarráðn- ingafskrifstofu, er skyldi hafa einokun um alla vinnumiðlun, hafa vald til að skipta verkafólkinu milli atvinnugreinanna eftir geðþótta og hafa eftir- lit.með því hvaða kaup yrði greitt. Ennfremur skyldi leggja 15% skatt á allar launagreiöslur erlendu setu- liðanna. Meðan .þúsundir verkafólks ganga atvinnulausar getur frjáls launavinna og ótakmarkað arðrán farið saman. En þegar atvinnuleysinu er ekki lengur til að dreifa, dugar hin frjálsa launavinna atvinnurek- endum ekki lengur. Til þess að þeir geti haldiö sjálf- dæmi sínu um kaup og kjör, þarf aö grípa til þræla- halds í einhverri mynd. Það er þetta lögmál, sem markar stefnu ríkisstjórnarinnar. Kosningar í verklýðsfélögunum. i í janúar og febrúar fóru fram stjórnarkosningar í flestum verklýðsfélögum. Mesta athygli vakti kosn- ingin í verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík. Tveir listar voru í kjöri: Verkamannalisti, studdur af Sósialistaflokknum og Alþyðuflokknum og listi studdur af ihaldsflokknum með Héöinn Valdimars- son i formannssæti og í öðrum sætum þá, sem með honum voru í stjórn félagsins síðastliöið ár. Verka- mannalistinn vann glæsilegan sigur, fékk 1073 at- kvæði. íhaldslistinn fékk 719 atkvæði. Þetta er ein- hver mikilvægasti sigur verkalýðsins á þessu ári. Að 31

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.