Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 46

Réttur - 01.02.1942, Page 46
og ólmar á að líta og töluðu óskiljanlegar tungur. Það voru indóevrópskar þjóðir. Þær voru enn ægi- legri en hjarömenn eyöimerkurinnar og voru aflögu- J færar um fátt í mennngu. En eina gjöf gáfu þær Suðurlöndum: þær fluttu með sér hestinn og her- vagninn. Upp frá því var Miðjarðarhafið og lönd þess um langan aldur róstusamasti hluti jarðkringl- unnar. Þannig hafa hinar sundurleitustu kynkvisl- ir runnið til Miðjarðarhafs, öld eftr öld. Þetta sól- bjarta háf hefur tekið við þeim öllum, og flestum hefur það komið til nokkurs þroska. Það steypti þær í sitt mót, skinnklædd villimennskan klæddist iíni þess og purpura, andleg og listræn menning þess tamdi huga þeirra og hönd. En Miðjaröarhafiö sigr- aði ekki aöeins sigui’vegara sína. Það sigraði að lok- xun allan heiminn. Öll sú menning, sem viö erum miður heppilegu nafni vanir aö kalla vestræna, er runnin frá ströndum Miðjaröarhafs eða nágrenni þess. Hún barst þaðan til frænda vorra og forfeðra á Noröurlöndum fyrir þúsimdum ára. Við höfum sótt til Miöjarðarhafs heimsmynd þá, er Evrópa hugnaöi sér við öldum samán. Þangað sóttum við guði vora, hugmyndir vorar um lífið bæði þessa heims og annars, siðfræðireglur og boöorö. Það eru söguríkar og helgar slóðir fornrar menn- ingar, þar sem vígvélar stórveldanna geysa nú í lofti, á legi og á láði. Útvarpsfregnir kvöldsihs rifja upp mosavaxinn skólalærdóm, sem maður las í æsku um þessi glæsilegu æskuár mannkynsins við Miðjarðar- haf. En hin eilífu leiktjöld Miðjarðarhafssögunnar láta sér finnast fátt um þennan gauragang, sem við erum fjarlægir sjónai'vottar að. Þau hafa séö og lif- að svo marga harmleki, þau hefur aldrei skort dramatíska list. Hafa ekki hervegnar egyfzku Faraó- anna og Assýríukonunga troöið hér menn og mál- leysingja undir hjólum sínum? Hvar eru þeir nú, 46

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.