Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 54
mátti einnig sjá gríska mælskukennara. atvinnu-
heimspekinga, er boðuðu lífsskoðim sína, trúboða,
er boðuöu nýja eða gamla austurlenzka trú. Skoð-
anakúgun og ofstæki var fátíð. Það er því ekki að
ófyrirsynju, að brezki sagnfræðingurinn Gibbon hef-
ur taliö, að blómatímabil Rómaríikis á 1. og 2. öld
e. Kx. hafi verið mestu sældartímar mannkynsins.
Og þó breiddist út andleg, atvinnuleg og menning-
arleg uppdráttarsýki í þessu stoltlega heimsríki.
Fólkinu fækkar, bændumir flosna upp af jörðum
sínum, verzluninni hnignar, hin auöuga borgara-
stétt bæjanna verður gjaldþrota, allir sligast undir
byrðum ríkisins, sem verður fóðurfrekara með hverju
ári. Germanskar málaliðssveitir flykkjast inn í her-
inn, tignir germanskir höfðingjar fá rómverskan
borgararétt og fylla upp skörð hinna gömlu sena-
toraætta. Og þegar atvinnuhættirnir hrörna og póli-
tísk athafnasemi borgaranna er skert, kemur los á
trúarlífiö, hinir gömlu rómversku guðir eru fyrir
löngu búnir að lifa sitt fegursta, austurlensk trúar-
brögð, dulspeki, andatrú og hverskyns hjátrú leggja
undir sig heilar þjóðfélagsstéttir. í trúarbragðamold-
viðri hins síðrómverska tímabils bar einnig á trúar-
flokki einum litlum, sem upprunninn var meðal
Gyðinga í Palestínu. Þetta var umkomulítill trúar-
flokkur, játendur kristninnar voru flestir óbreytt al-
múgafólk, þrælar og konur, því að þaö var trú
þeirra, að allir væru jafnir fyrir guði, hver svo sem
réttur hans væri á jöröinni. Kristindómurinn sætti
ofsóknum af hálfu rómverska ríkisins fyrst og fremst
vegna þess, að kristnir menn neituöu að tilbiðja
keisaraim, en fórnir til keisarans var í rauninni ját-
un hinnar rómversku ríkishugmyndar. Þrátt fyrir
ofsóknirnar ruddi kristnin sér til rúms, ekkert virt-
ist geta stöðvaö framgang þessarar kenningar, sem
baröist til rikis, sem ekki er af þessum heimi. Eftir
54