Réttur


Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 54

Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 54
mátti einnig sjá gríska mælskukennara. atvinnu- heimspekinga, er boðuðu lífsskoðim sína, trúboða, er boðuöu nýja eða gamla austurlenzka trú. Skoð- anakúgun og ofstæki var fátíð. Það er því ekki að ófyrirsynju, að brezki sagnfræðingurinn Gibbon hef- ur taliö, að blómatímabil Rómaríikis á 1. og 2. öld e. Kx. hafi verið mestu sældartímar mannkynsins. Og þó breiddist út andleg, atvinnuleg og menning- arleg uppdráttarsýki í þessu stoltlega heimsríki. Fólkinu fækkar, bændumir flosna upp af jörðum sínum, verzluninni hnignar, hin auöuga borgara- stétt bæjanna verður gjaldþrota, allir sligast undir byrðum ríkisins, sem verður fóðurfrekara með hverju ári. Germanskar málaliðssveitir flykkjast inn í her- inn, tignir germanskir höfðingjar fá rómverskan borgararétt og fylla upp skörð hinna gömlu sena- toraætta. Og þegar atvinnuhættirnir hrörna og póli- tísk athafnasemi borgaranna er skert, kemur los á trúarlífiö, hinir gömlu rómversku guðir eru fyrir löngu búnir að lifa sitt fegursta, austurlensk trúar- brögð, dulspeki, andatrú og hverskyns hjátrú leggja undir sig heilar þjóðfélagsstéttir. í trúarbragðamold- viðri hins síðrómverska tímabils bar einnig á trúar- flokki einum litlum, sem upprunninn var meðal Gyðinga í Palestínu. Þetta var umkomulítill trúar- flokkur, játendur kristninnar voru flestir óbreytt al- múgafólk, þrælar og konur, því að þaö var trú þeirra, að allir væru jafnir fyrir guði, hver svo sem réttur hans væri á jöröinni. Kristindómurinn sætti ofsóknum af hálfu rómverska ríkisins fyrst og fremst vegna þess, að kristnir menn neituöu að tilbiðja keisaraim, en fórnir til keisarans var í rauninni ját- un hinnar rómversku ríkishugmyndar. Þrátt fyrir ofsóknirnar ruddi kristnin sér til rúms, ekkert virt- ist geta stöðvaö framgang þessarar kenningar, sem baröist til rikis, sem ekki er af þessum heimi. Eftir 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.