Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 59

Réttur - 01.02.1942, Síða 59
hljóp burt frá hótelinu til að komast undan Þjóð- verjum, greip bóndi hennar fram í og sagöi reiðu- lega: „Annetta vinkona þín var bölvaður bjálfi að vera að skipta sér af svona vitleysu. I hennar spor- um heföi ég lokað strákinn inni. Maöur á að láta Þjóðverjana eiga við sína landa.....Auk þess hef- ur hann sennilega aldrei hugsað neitt um barniö. Liðsforinginn hafði rétt til aö senda krakkann heim. Hitler hefur lagt undir sig allan heiminn. Hvaö þýð- ir að vei'a að blaðra eitthvað á móti því? Kona hans var svo hyggin, að hún sneri talinu aö öðm. Hún sá nú í fyrsta skipti greinilega, hvemig bóndi hennar var oröinn. Áöur haföi hann tekið þátt í öllum verkföllum og öllum kröfugöngum; 14. júlí hafði hann gengið með slíkum gusti, aö helzt leit út fyrir, aö hann væri reiðubúinn til að gera áhlaup á Bastilluna á nýjan leik. En eins og svo margir aðrir, minnti hann hana á risann í álfasögunni, sem alltaf gekk í þjónustu þess, sem virtist sterkari og reyndist sterkari en fyrri húsbóndi hans, og lenti að lokum hjá fjandanum. En frú Meunier haföi hvorki tíma né löngun til áö gráta bónda sinn. Hann var, þegar öllu var á botninn hvolft, maðurinn henn- ar, og hún var konan hans, og svo var það flótta- drengurinn, sem beið hennar. Um kvöldið hljóp hún til veitingahússins hjá bæj- armarkaðinum og sagði viö drenginn: „Eg get ekki tekiö þig heim fyrr en á morgun". Drengurinn horfði aftur hvasst í augu hennar og sagði: „Þú þarft ekki að taka mig, ef þú ert hrædd“. Konan svaraði þurrlega, að þetta væri ekki nema eins dags bið. Hún baö konu veitingamannsins að hafa barniö um nóttina, hann væri skyldur sér. Það 59

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.