Réttur - 01.02.1942, Page 63
höfuðin af annarra þjóða mönnum. Hveitibrauðsdag-
arnir voru búnir — nú voru launin lækkuð, verkföll
bönnuð, vinna féll niður.
Frú Meunier dró niður gluggatjöldin; mennimir
í eldhúsinu lækkuðu röddina. Ökunni drengurinn
lygndi augunum rétt eins og hann væri hræddur
um, að hin hvössu augu hans mundu koma upp
um hann. Hann var svo fölur og þunnur á vangann,
að Meunier horfði á hann fýlulegur á svipinn og
sagðist vera hræddur um, að hann hefði tekið sótt
og mundi smita hin börnin. Frú Meunier skrifaði
sjálfri sér bréf, þar sem „frænka“ hennar bað hana
um að hafa drenginn dálítið lengur — maðurinn
hennar væri svo veikur og hún vildi vera viö sjúkra-
beð hans um stund. „Hún gerir sér ekki miklar grill-
ur út af snáðanum“, sagði Meunier.
Frú Meunier flýtti sér að hrósa stráknum. Hann
væri svo fengsæll: „Á hverjum morgni fer hann á
fætur klukkan fjögur til þess aö komast á markað-
inn; hann náði til dæmis í morgun í þetta inndæla
nautakjöt og þurfti engan matarmiöa".
í sama húsi og Meunierhjónin, bjuggu tvær systur.
Þær höfðu alltaf haft illt orð á sér. Nú fóru þær að
venja komur sínar á knæpuna hinumegin viö göt-
ima og sátu á hnjám hinna þýzku vélfræðinga. Lög-
reglumaður einn kom auga á þær og fór með þær
báðar á lögreglustöðina. Þær urruðu og börðust eins
og óðar væm, en hann fékk þær skráöar á lista vafa-
gemlinganna. Öll gatan fagnaði þessu. En systurnar
urðu nú hálfu verri en áður. Þýzku vélfræöingarnir
gengu eins og gráir kettir í híbýlum þeirra. Inn í
í eldhús Meuniershj ónanna mátti greinilega heyra
í þeim hávaðann. Þetta var ekki lengur hlátursefni
Meunier og vinum hans. Meunier hrósaði ekki leng-
ur þýzkri reglusemi. Þessi agi og regla hafði spillt
lífi hans öllu — lífi hans á vinnustaðnum og í heima-
6S