Réttur


Réttur - 01.02.1942, Side 64

Réttur - 01.02.1942, Side 64
húsum, dægrastytting hans og skemmtunum, vellíð- an hans, heiSri, hugarró, sjálfu andrúmslofti hans og tilveru. Dag nokkurn var Meunier einn hjá konu sinni. Eftir langa þögn gat hann ekki stillt sig lengur. „Þeir hafa völdin. Hvað getum við gert? Því sterkir eru þeir, djöflamir þeir arna! Bara ef einhver í heiminum væri sterkari en þeir! En við getum ekk- ert gert. Ef við bara opnum munninn, þá myröa þeir okkur. Eins og þeir myrtu Þjóðverjann, sem Annetta vinkona þín sagði þér frá. Þú ert kannske búin að gleyma honum, en ég hef ekki gert þaö. Því að hann þorði þó að voga einhverju. Og sonur hans, það var barn fyrir þig! Láttu frænku þína hugsa um þennan strák sinn. Hann er ekki upp á marga fiska. En þessisonurÞjóðverjans. það er drengur, sem ég vildi taka að mér, það mundi eitthvað veröa úr honum. Eg mundi verða betri við hann og ala hann betur en son minn. Að hýsa annan eihs dreng og hann í húsi okkar þegar þessir djöflar ganga fram hjá dyrum manns og hafa ekki hugmynd um, hvaö eg er að gera eða hver ég er og hvem ég hef falið í húsi mínu. Það veit hamingjan, að ég mundi taka slíkan dreng í faöm mér!“ Kona hans snéri sér undan og sagði blíðlega: „Þú ert búinn að taka hann að þér“. Eg heyrði þessa sögu á hóteli þvi, er ég bjó í. Þaö var í 16. borgarhverfi Parisar. Annetta sagði mér söguna, en hún hafði ráðið sig þangað af því að hún var ekki örugg um sig á gamla staðnum. ( 64

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.