Réttur


Réttur - 01.01.1948, Side 17

Réttur - 01.01.1948, Side 17
BRYNJÓLFUR BJARNASON: Innlend víðsjá Innlenda víðsjáin { Rétti hefur nú fallið niður um all- langt skeið. Að nokkru hefur það verið bætt um með grein- um um stjórnmálaástandið á hverjum tíma. En nú vill rit- stjórn Réttar að víðsjáin hefjist á ný. Þykir nú rétt, að reynt sé að hafa hana stuttorðari en áður og ekki eins rúmfreka. Upphaf hennar miðast í þetta sinn við áramótin 1947—1948. Gagnsókn gegn kaupþvingunarlögunum Síðan um áramót hefur ríkisstjórnin stritast við að halda hinni skráðu vísitölu niðri með auknum fölsunum og aukn- um niðurgreiðslum. Jónas Haralz hagfræðingur telur í grein, sem hann hefur ritað í síðasta hefti „Vinnunnar", að ef vísitalan væri rétt út reiknuð mundi hún nú vera 380— 390 stig, svo ef niðurgreiðslurnar kæmu ekki til mundi hún nú vera allhátt á fimmta hundraðinu. Þegar sósíalistar báru fram þá tillögu á alþingi að rétt húsaleiga væri tekin með í vísitöluútreikninginn, í því skyni, að fá réttari hagskýrslur, mælti Stefán Jóhann ákaft á móti með þeim rökum, að það yrði vopn í hendi sósíalista. Allan þennan tíma hefur staðið yfir stöðug og árangurs- rík gagnsókn af hálfu verkalýðssamtakanna. í Reykjavík hafa strætisvagnabílstjórar fengið mjög veru- lega kauphækkun og auk þess hefur ,,Hreyfill“ samið um kauphækkun, sem nemur allt að 250 kr. í grunnlaunum á mánuði, fyrir bifreiðastjóra á langleiðum. Eftirvinnukaup hækkar um 30 grunnaura á mánuði. Pípulagningamenn og múrarar hafa hækkað grunnkaup sitt um 30 aura á klukku- stund, en blikksmiðir og rakarar 12 krónur á viku. „Hlíf“ 2

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.