Réttur - 01.01.1948, Page 20
20
RÉTTUR
kvæmd með því að neita um innflutningsleyfi fyrir vörum,
sem gert er ráð fyrir að íslendingar kaupi samkvæmt samn-
ingnum. Engir samningar hafa verið gerðir við stærstu við-
skiptalöndin, Bretland og Sovétríkin. Brezk samninganefnd
var hér í febrúar, og var þá gengið frá samningsuppkasti,
sem mun vera mjög svipað hinum glæfralega samningi,
sem gerður var í fyrra, þar sem sala á freðfiski er bundin
því skilyrði, að hægt sé að selja mikið magn af síldarlýsi, og
verðið á lýsinu stórlækkað gegn þeirri náð, að Bretar kaupi
fiskinn. En Bretar hafa ekki staðfest þennan samning.* Horf.
ur eru á að ríkisstjórnin stefni að því að eyðileggja með öllu
hin dýrmætu viðskiptasambönd við Sovétríkin, sem aflað
var í tíð fráfarandi stjórnar. Mundi það verða slíkt áfall fyrir
alla afkomu íslendinga, að efnahagslegu sjálfstæði landsins
væri stefnt í beinan voða. Þetta gerist á sama tíma sem ná-
grannalönd okkar hafa fyrir löngu gert mjög víðtæka samn-
inga við Sovétríkin og önnur lönd í Austur-Evrópu og tryggt
þannig aðstöðu sína gagnvart mörkuðunum í vestri.
Sem dæmi um viðskiptastefnu ríkisstjórnarinnar má nefna,
að með semingi hefur verið selt nokkuð af síldarmjöli til
Tékkóslóvakíu fyrir allt að 45 sterlingspund tonnið, greitt í
beinhörðum sterlingspundum, á sama tíma sem Hollending-
um er seld sama vara fyrir 35 pund, og Bretum hefur hún
verið seld fyrir 31 pund, án þess að nokkur hlunnindi fylgdu.
Nýr galdur
Hámarki sínu náðu stríðsæsingar Bandaríkjanna, þegar
stjórnarskiptin urðu í Tékkóslóvakíu og upp komst um
samsæri það, er þau höfðu stofnað til í landinu. Auglýst
var, að fjárframlög Bandaríkjastjórnar til áróðurs víðs vegar
um heim skyldu stóraukin. íslenzka þjónustuliðið brá við
fljótt. Boðað var til stúdentafunda, þar sem gerðar voru hin-
* Síðan þetta var ritað hefur verið undirritaður almennur viðskiptasamn-
ingur við Breta, en ekki enn verið samið um magn og verð hinna einstöku
vörutegunda, þ. á. m, helztu útflutningsvaranna svo sem fisks og síldarafurða.