Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 22

Réttur - 01.01.1948, Page 22
22 RÉTTUR lega innlimað í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og hefði opin- berlega afsalað sér hlutleysi sínu. Markmiðin, sem æsingarnar eiga að þjóna, eru þessi: í fyrsta lagi á að draga athyglina frá innlendu málunuin. í öðru lagi á að skapa ofsahræðslu við kommúnista, þannig að takist að æra mikinn hluta landslýðsins, svo að hann sjái ekki annað en baráttuna gegn kommúnismanum, sé reiðu- búinn til að gleyma öllu öðru og færa fórnir til friðþægingar gegn þessari skelfingu. Það á meira að segja að telja fólki trú um, að engin fórn sé of stór, ekki heldur afhending her- stöðva og efnahagslegs og pólitísks sjálfstæðis landsins í hendur Bandaríkjanna. Bjarni Benediktsson talaði mikið um það, að landið væri varnarlaust. Það var svo sem auð- heyrt hvert hann vai að fara. Annað höfuðatriðið í áróðri stjórnarinnar er að telja fólki trú um að allt sé komið að hruni, afurðirnar séu að lækka, við eigum engan gjaldeyri, ekkert fjármagn o. s. frv. Þess vegna séu engin önnur úrræði til en að lækka kaupið, rýra kjörin, draga saman seglin í atvinnulífinu og síðast en ekki sízt, taka dollaralán, taka feginshendi við Marshallhjálpinni. Loks á að undirbúa jarðveginn fyrir ofsóknir gegn sósíal- istaflokknum og verkalýðshreyfingunni, þegar Bandaríkjun- um og leppum þeirra þykir nauðsyn til bera. Eins og sakir standa, telja þeir meginverkefnið í sókninni gegn verkalýðs- samtökunum vera að sameina alla fylgismenn stjórnarflokk- anna undir merki kommúnistahræðslunnar til þess að vinna Alþýðusambandið undir yfirráð afturhaldsins. Marshalllán Miðstjórnir allra stjómarflokkanna hafa nú samþykkt að fallast á tillögur ríkisstjórnarinnar um lántöku samkvæmt skilyrðum Marshalls. Ríkisstjórnin hefur skipað starfsmenn af sinni hálfu til þess að undirbúa þátttöku íslands í Mar- shalláætluninni.Þó er að sjá á skrifum Tímans, að sumir Framsóknarmenn séu eitthvað hikandi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.