Réttur - 01.01.1948, Qupperneq 29
RÉTTUR
29
og festa í sessi þessa risavöxnu tilraun sovétþjóðanna til nú-
tíma sameignarskipulags. Heima fyrir hefur verið við að
etja allar hugsanlegar tegundir mannlegs veikleika, allt ofan
frá skammsýni og vankunnáttu niður í svik og skemmdar-
verk. Allt í kring hafa fjandsamleg öfl setið um hvern lífs-
neista hins unga ríkis. Auðvaldinu er ofurljóst, að fái slík
tilraun frið til að njóta sín, eru dagar þess sjálfs jafnframt
taldir.
Allar þessar hamfarir aldarinnar, átök auðvaldsþjóðanna
innbyrðis, sameiginleg átök þeirra gegn sósíalismanum og
loks barátta Ráðstjórnarríkjanna fyrir sigri hans — allt þetta
liefur skírskotað dýpra til mannlegrar skapgerðar en dæmi
finnast áður til. Milli lífsskoðunar kapítalismans og lífsskoð-
unar sósíalismans er regindjúp staðfest. Það er djúpið, sem
liggur milli villimannsins og félagsverunnar. Mjó brú liggur
að vísu yfir þetta djúp. En á þeirri brú vill mörgum verða
hált og svimagjarnt. Sumir snúa við og reyna að fikra sig
gætilega til sama lands. Aðrir missa fótanna og steypast í
djúpið.
Hægri sósíaldemókratar um lieim allan hafa löngum sann-
að þessa staðreynd — og kannske aldrei betur en einmitt nú.
Sú upprunalega kenning þeirra, að unnt væri að afnerna
kapítalismann með borgaralegum aðferðum, var í sjálfu sér
skiljanlegur arfur þeirrar almennu mannúðarstefnu, sem bar
svo hátt á blómaskeiði borgarastéttarinnar. En hún var byggð
á fullkomnu vanmati á afsiðunareðli auðskipulagsins, enda
hefur raunin orðið samkvæmt því. Smátt og smátt og stund-
um eins og óafvitandi hefur rnakk þessara gömlu hugsjóna-
manna við óvininn breytt einlægum ásetningi í hið ótótleg-
asta afturhald, sem sögur fara af. Hægt og rólega hafa þeir
sogazt inn í gímald spillingarinnar, þar til þeir urðu til
einskis nýtir — nema auðvirðilegustu skítverkanna í slátur-
húsi auðvaldsins.
Öðru máli gegnir um þá marxista og aðra byltingasinnaða
áhrifamenn, sem farið hafa forgörðum. Þeir hafa venjulega