Réttur - 01.01.1948, Side 38
38
RÉTTUR
er eins og hans gamli borgaralegi Adam geti ekki með
nokkru móti fyrirgefið sósíalismanum það að hafa bjargað
þessum fótumtroðnu hugsjónum úr prísundinni og gefið
þeim nýtt innihald og líf.
VI
Arnulf Överland leggur sjálfur á borðið höfuðástæðuna
fyrir sinnaskiptum sínum í fyrirlestri, sem hann flutti í
Stúdentafélaginu í Osló. Morgunblaðið hefur birt megin-
atriði hans á íslenzku og eru tilvitnanir mínar hér á eftir
teknar úr þeirri þýðingu.
Þar stendur meðal annars þessi klausa:
„Það er ekki skemmtilegt að vinna. Rússum finnst það
ekki heldur. Þeim finnst líka gaman að liggja við ofninn og
láta fara vel um sig, og syngja og dansa og drekka vodka.
Þeim er það ekkert lijartfólgið mál að koma fimni ára áætl-
unum í framkvæmd, komast fram úr áætlununum og vinna
það verk á fjórum árum, sem ætlað var til fimm ára. Þess
vegna gera þeir það ekki. Það getur verið, að það sé auðveld-
ara að leggja út í frelsisstríð með öllum þeim hörmungum
og fórnum en það er að ganga ár eftir ár að þreytandi endur-
reisnarstarfi. Það kann að vera, að stjórnarstörf Lenins hafi
verið auðveldari heldur en fyrir Stalin.“
Síðan drepur hann nokkuð á erfiðleikana við uppbygg-
ingu Ráðstjórnarríkjanna, einkum þó samyrkjubúskapinn
í Úkraínu. „Það er ekki vitað, hve margir voru skotnir,"
segir hann, „hve margir sveltir í hel eða fluttir úr landi.“
Enn biðu þó verkamenn heimsins þolinmóðir eftir því að
sjá, hver endir yrði á þessum ósköpum. Síðan segir orðrétt:
„Þar til sú spurning vaknaði: Hvað á maður að bíða lengi?
Hvenær verður mælirinn fullur? Skiptar skoðanir eru á því
enn í dag. Nú hefur aftur verið styrjöld. Nú þarf kannski
að bíða aftur mannsaldur til þess að hœgt sé að mynda sér
skoðun á sósíalismanum i framkvœmd. Við getum ekki beðið
svo lengi. Sovétsambandið hefur mikil áhrif á stjórnmál