Réttur - 01.01.1948, Page 39
RÉTTUR
39
heimsins í dag. Tilvera okkar fer eftir því, hvað við tekur
í framtíðinni. Við erum nauðbeygðir til að taka afstöðu með
eða móti sovétveldinu — og helzt áður en það gleypir okkur."
Hin skilyrðislausa uppgjöf í þessum ummælum leynir sér
ekki. En það eru ekki sovétþjóðirnar, sem gefizt hafa upp við
sitt endurreisnarstarf. Það eru ekki heldur verkamenn ann-
arra þjóða, sem gefizt hafa upp við að bfða eftir framkvæmd
sósíalismans. Það er Arnulf Överland, sem hefur gefizt upp.
Þrátt fyrir hinar skefjalausu árásir sínar á framkvæmd
sósíalismans í Rússlandi, játar hann hreinskilnislega, að þar
hafi enn í dag ekki verið um neina eðlilega og óhindraða
framkvæmd að ræða. Hann virðist heldur vilja hefja „frelsis-
stríð“ gegn sósíalismanum en að bíða eftir framkvæmd hans
í einn mannsaldur enn. En í rauninni er þessu alveg þver-
öfugt farið. Það er ekki biðin, heldur einmitt framkvœmdin,
sem hann óttast. Hann veit, að hún er í þann veginn að hefj-
ast í hverju landinu af öðru. Það er hún, sem hann á við,
þegar hann talar um að láta ekki sovétveldið „gleypa okkur“.
Eins og gömlu hetjurnar í Rússlandi er nú hetjan Arnulf
Överland flúinn á náðir kapítalismans undan sinni eigin
hugsjón, þegar fylling tímans er að gera hana að veruleika.
Arnulf Överland er búinn að telja sér trú um, að engil-
saxneski kapítalisminn hafi barizt gegn þýzka nazismanum
til þess að frelsa alþýðuna í heiminum. Hann neitar að skilja,
að milli þessara aðila var um venjulega samkeppnisstyrjöld
heimsvaldasinnaðra auðvaldsríkja að ræða. Hann neitar líka
að skilja, að ameríska auðvaldið hefur nú tekið við forustu-
iilutverki fasismans í baráttunni gegn sósíalismanum. Hin
sanna mynd þess Överlands, sem hefur verið boðið til ís-
lands, fæst því ekki fullkomin nema rissaðir séu upp nokkrir
frumdrættir að „vígi frelsisins og lýðræðisins" í Vesturheimi.
Síðustu styrjöld lauk með upphafi kjarnorkualdarinnar.
Ameríska auðvaldið gerði þegar f stað stórkostlegustu upp-
götvun mannsandans að ægilegu vopni til ógnunar heims-
friðnum. Það hefur síðan hafið vígbúnaðarkapphlaup utan