Réttur


Réttur - 01.01.1948, Síða 39

Réttur - 01.01.1948, Síða 39
RÉTTUR 39 heimsins í dag. Tilvera okkar fer eftir því, hvað við tekur í framtíðinni. Við erum nauðbeygðir til að taka afstöðu með eða móti sovétveldinu — og helzt áður en það gleypir okkur." Hin skilyrðislausa uppgjöf í þessum ummælum leynir sér ekki. En það eru ekki sovétþjóðirnar, sem gefizt hafa upp við sitt endurreisnarstarf. Það eru ekki heldur verkamenn ann- arra þjóða, sem gefizt hafa upp við að bfða eftir framkvæmd sósíalismans. Það er Arnulf Överland, sem hefur gefizt upp. Þrátt fyrir hinar skefjalausu árásir sínar á framkvæmd sósíalismans í Rússlandi, játar hann hreinskilnislega, að þar hafi enn í dag ekki verið um neina eðlilega og óhindraða framkvæmd að ræða. Hann virðist heldur vilja hefja „frelsis- stríð“ gegn sósíalismanum en að bíða eftir framkvæmd hans í einn mannsaldur enn. En í rauninni er þessu alveg þver- öfugt farið. Það er ekki biðin, heldur einmitt framkvœmdin, sem hann óttast. Hann veit, að hún er í þann veginn að hefj- ast í hverju landinu af öðru. Það er hún, sem hann á við, þegar hann talar um að láta ekki sovétveldið „gleypa okkur“. Eins og gömlu hetjurnar í Rússlandi er nú hetjan Arnulf Överland flúinn á náðir kapítalismans undan sinni eigin hugsjón, þegar fylling tímans er að gera hana að veruleika. Arnulf Överland er búinn að telja sér trú um, að engil- saxneski kapítalisminn hafi barizt gegn þýzka nazismanum til þess að frelsa alþýðuna í heiminum. Hann neitar að skilja, að milli þessara aðila var um venjulega samkeppnisstyrjöld heimsvaldasinnaðra auðvaldsríkja að ræða. Hann neitar líka að skilja, að ameríska auðvaldið hefur nú tekið við forustu- iilutverki fasismans í baráttunni gegn sósíalismanum. Hin sanna mynd þess Överlands, sem hefur verið boðið til ís- lands, fæst því ekki fullkomin nema rissaðir séu upp nokkrir frumdrættir að „vígi frelsisins og lýðræðisins" í Vesturheimi. Síðustu styrjöld lauk með upphafi kjarnorkualdarinnar. Ameríska auðvaldið gerði þegar f stað stórkostlegustu upp- götvun mannsandans að ægilegu vopni til ógnunar heims- friðnum. Það hefur síðan hafið vígbúnaðarkapphlaup utan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.