Réttur - 01.01.1948, Side 43
RÉTTUR
43
um byltingu, uppbyggingu, styrjöld og endurreisn. Arnulf
Överland gerir gys að samstillingu ráðstjórnarþjóðanna.
Hann hefur varla gert gys að henni, þegar hún var að reka
nazistana burt úr föðurlandi hans og frelsa Iiann sjálfan úr
kvalastaðnum. En nú virðist hann líta svo á, að engin slík
samstilling geti myndazt nema fyrir skefjalaust ofbeldi. Og
honum dettur ekki í hug að gera greinarmun á því, hvers
eðlis ofbeldið er.
Stjórnleysingjar halda því fram, að hvers konar félags-
myndun og stjórnarform séu ofbeldi. Sósíalismi í fram-
kvæmd, þannig skoðaður, er vissulega ofbeldi gagnvart þeim,
sem vilja viðhalda arðráni, kreppum og styrjöldum. Kapí-
talismi í framkvæmd er hins vegar ofbeldi gagnvart hinum,
sem berjast fyrir tímabærum samfélagsháttum og friðsam-
legri menningu. Arnulf Överland er orðinn alger stjórn-
leysingi í hugsun. Hann gerir engan greinarmun á bylt-
ingu og gagnbyltingu, nýsköpun og hrörnun, siðbót og af-
siðun. Þegar til kemur, stendur honum hjartanlega á sama
um, hvort ofbeldinu er beint gegn dauðu formi eða lifandi
þróun, glæpamanni eða barni. Enn harmar hann fráfall
nokkurra rússneskra valdamanna og herforingja, sem sátu
á svikráðum við þjóð sína. En liann minnist ekki einu orði
á 22 milljÓ7iir rússneskrar alþýðu, er féllu fyrir morövoþn-
um þess sama valcls, sern nuddaði honum sjálfum upþ ur
skitnum i f jögur ár.
Hann bregður á loft fornhelgum hugsjónuin, sem borg-
arastéttin tók alvarlega á sinni blómatíð, en er nú fyrir löngu
búin að falsa, svíkja og svívirða. Þessar hugsjónir gerir hann
að kröfum sínum til ráðstjórnarinnar og sósíalismans í bar-
áttunni við grimmustu og siðspilltustu öfl nútímans og
segir: Ef þú sigiar ekki með þessum vopntun, sný ég við þér
bakinu. Þetta er nokkurn veginn sama og að segja: Ef þú
sigrar ekki skriðdreka með lindarpenna, ef þú sigrar ekki
atómsprengjuna með fallegu kvæði, þá sný ég við þér bakinu.
Það er áreiðanlega til leynilögregla í Rússlandi. Það eru