Réttur - 01.01.1948, Page 44
44
RÉTTUR
áreiðanlega til fangabúðir í Rússlandi. Vér sósíalistar hörm-
um, að þetta skuli þurfa að vera svo. En vér skiljum hina
illu nauðsyn. Vér vitum, að hún er óhjákvæmilegur kross á
óhjákvæmilegum áfanga. Vér sjáum fjölmarga tímabundna
annmarka, sem hið flókna og fáránlega heimsástand hefur
neytt upp á Ráðstjómarríkin. En vér vitum, að á meðan
kapitalisminn beinir að þeim brjálaðri reiði sinni, stendur
sjálfur grunnurinn óhaggaður. Ef ráðstjórnin væri búin að
svíkja sósíalismann, eins og Arnulf Överland heldur fram,
þá væri nú mikil gleði í Wall Street. Þá væri ekkert járntjald
til. Þá væri ekkert athugavert við lýðræðið í Rússlandi. Þá
hefði Norræna félagið aldrei boðið Arnulf Överland til
íslands.
VIII
Rauði herinn sótti inn í Norður-Noreg undir lok styrj-
aldarinnar og rak hinar myrðandi og brennandi nazistaher-
sveitir burt úr landinu. Þegar þeirri hreinsun var að fullu
lokið, hvarf hann aftur heim til sín. Þessi er þá reynsla
Norðmanna af liinni svokölluðu „landvinningastefnu" Ráð-
stjórnarríkjanna. Samt sem áður skirrist Arnulf Överland
ekki við að reisa áróður sinn á þeirri meginstaðhæfingu, að
sovétveldið ætli að „gleypa okkur“, eins og hann orðar það.
Rétt eins og hver annar sporhundur „óamerískrar starfsemi"
bendir hann á Austur-Evrópuríkin til dæmis um það, hvers
vænta megi.
Það er með öllu óskiljanlegt, hvernig gamall og gáfaður
sósíalisti getur komizt að þeirri niðurstöðu, að ríki, sem
afnumið hefur arðrán og stéttabaráttu, geti rekið landvinn-
ingastefnu í auðvaldsstíl. Slikl slriðir blátt áfram á móti
lögmálum sósialismans. Að vísu hafa farið fram miklir land-
vinningar á áhrifasvæði Ráðstjórnarríkjanna. En það er ekki
rússneskt landarán, heldur landvinningar alþýðunnar í hlut-
aðeigandi löndum. Þrautpíndir leiguliðar hafa hrist þar af
sér aldagamla kúgun og skipt landflæmum ósvífinna góss-